Morgunblaðið - 19.09.2008, Qupperneq 36
Þetta er kjánaleg
spurning og innihalds-
laus eins og gjaldeyrisstefna
íhaldsins… 38
»
reykjavíkreykjavík
Eftir Gunnhildi Finnsdóttur
gunnhildur@mbl.is
SJÓNVARPSSTÖÐVARNAR verða
formlegir þátttakendur í Íslensku
sjónvarps- og kvikmyndaakadem-
íunni og þar með Edduverðlaun-
unum eftir að samningur þess efnis
var undirritaður í gær. ÍKSA er sam-
eiginlegur vettvangur hagsmuna-
félaga kvikmyndagerðarmanna.
Björn B. Björnsson stjórnarfor-
maður ÍKSA segir helstu breyting-
una þá að nú fái 365 miðlar, Skjár 1
og Ríkisútvarpið hvert sinn fulltrúa í
fagráði Eddunnar til viðbótar við
fulltrúa Samtaka kvikmyndaleik-
stjóra, Félags kvikmyndagerðar-
manna, Sambands íslenskra kvik-
myndaframleiðenda og einn fulltrúa
frá Kvikmyndamiðstöð. „Fagráðið
heldur utan um
allt regluverkið
og ferlið í kring-
um Edduverð-
launin, til dæmis
hvaða verðlaun
eru veitt. Mörg
verðlaunanna
snúa að sjónvarpi
svo það er gott að
fá þá inn. Við von-
umst líka til þess
að fagþekking þeirra verði til þess að
auka gæði útsendingarinnar.“
Með enn meiri myndarbrag
Sjónvarpsstöðvarnar munu líka
taka þátt í kostnaðinum við Edduna
héðan í frá. „Þetta verður líka til
þess að efla hana þannig að við get-
um þá gert þetta með enn meiri
myndarbrag en áður hefur verið
hægt, bæði faglega og fjárhagslega,“
segir Björn.
Edduverðlaunin verða veitt í tí-
unda sinn í haust og hafa verðlauna-
hafar verið valdir þannig að tilnefn-
ingarnar eru í höndum faglegra
nefnda úr hverri grein og síðan kjósa
meðlimir fagfélaganna um það hverj-
ir hreppa verðlaunin. Björn segir að
það sé í höndum fagráðsins að
ákveða hvernig staðið verði að verð-
laununum. „Við viljum að Edduverð-
launin endurspegli það sem verið er
að gera í þessum iðnaði, kvikmynd-
um og sjónvarpi. Þetta er endur-
skoðað á hverju ári og það verður
gert núna líka. Hvort það verður ein-
hver breyting á þessu er ákvörðun
þessarar nefndar sem sjónvarps-
stöðvarnar koma nú inn í.“
Sjónvarpsstöðvarnar taka þátt í Eddunni
Sigursæl Kvikmyndin Foreldrar vann til sex Edduverðlauna síðasta haust.
Björn Brynjúlfur
Björnsson
Undanfarin ár
hafa starfsmenn
íslenskra fjöl-
miðla efnt til ár-
legs knatt-
spyrnumóts með
góðum árangri,
og hefur mótið verið stór-
skemmtilegt og þátttaka góð. Til
stóð að halda fjölmiðlamótið 2008 í
fyrramálið, en aðeins fjögur lið
skráðu sig til leiks og var því
ákveðið að aflýsa mótinu, þótt
hugsanlegt sé að það verði haldið
síðar í vetur. Þau lið sem höfðu
annars skráð sig til leiks voru
Morgunblaðið, Fréttablaðið, Fot-
bolti.net og DV, en ekkert bólaði
t.d. á liðum Ríkisútvarpsins, Stöðv-
ar 2, 24 stunda og Viðskiptablaðs-
ins. Hvort yfirburðasigur Morgun-
blaðsins á síðasta móti hefur fælt
liðin frá skal ósagt látið, en í öllu
falli er ljóst að hinn eftirsótti far-
andbikar mótsins verður áfram
geymdur í húsakynnum Morgun-
blaðsins í Hádegismóum.
Fjölmiðlamótinu í
fótbolta aflýst
Hróður Söngvakeppni evr-
ópskra sjónvarpsstöðva, Evró-
visjón, hefur borist víða, og nú er
svo komið að nokkrir athafnamenn
í Asíu hafa keypt réttinn að keppn-
inni í álfunni, en fyrirtæki þeirra
heitir einfaldlega Asiavision.
Stefnt er að því að halda fyrstu
Asíuvisjón um mitt næsta ár og er
búist við því að 15 þjóðir muni taka
þátt í þessari fyrstu keppni, þar á
meðal Kínverjar, Japanir og Ind-
verjar. Asía er fjölmennasta heims-
álfa veraldar með tæplega fjóra
milljarða íbúa, og vonast skipu-
leggjendur til að um 500 milljónir
manna muni fylgjast með. Nú er
bara spurning hvort Asíuvisjón nái
eins miklum vinsældum og Evró-
visjón – eða jafnvel meiri.
Evróvisjón til Asíu
HEIMIR Björgúlfsson gat sér fyrst orð í list-
heimum sem meðlimur í tilrauna- og óhljóða-
sveitinni Stilluppsteypu. Sú sveit braust
snemma til metorða í alþjóðlegum heimi til-
raunatónlistar en Heimir sagði sig úr sveitinni
árið 2002 til að geta einbeitt sér að myndlist-
inni. Hann hefur haldið sýningar víða um
Evrópu og Ameríku en í dag er hann búsettur í
Los Angeles ásamt konu sinni. Gagnrýnandi
L.A. Times lýsti list Heimis sem blöndu af
nostalgíu og fáránleika og hafa sýningar hans
sannanlega vakið margvíslegar spurningar,
jafnvel furðu. Síðustu fréttir af Heimi voru
miður skemmtilegar en í apríl lenti hann í
lífshættulegu bílslysi. Það er svo gott sem
hending að hann er á lífi og á tíma glitti í
silfurþráðinn eins og sagt er. Sprungið hafði á
bíl hans og þar sem hann var að bisa við að ná í
varadekkið var keyrt aftan á hann með þeim
afleiðingum að báðir fótleggir brotnuðu fyrir
neðan hné. Blaðamaður heyrði í bröttum Heimi
frá Los Angeles þar sem hann grær sára sinna.
Og batinn er góður.
Ég elska L.A.
Heimir segir að Los Angeles hafi breytt
miklu í hans lífi. „Ég þrífst vel á þeim and-
stæðum sem eru innan borgarinnar, öll þessi
mismunandi hverfi með sínum sérkennum og
þjóðarbrotum. Þetta umturnaði mér og eitt
fyrsta verkið sem ég gerði eftir komuna hingað
var neonljósaskilti.“ Heimir segist hafa eytt
miklum tíma í að skoða borgina í krók og kima
og er orðinn býsna vel lesinn í sögu hennar og
Kaliforníu.
„Ég finn mig alltaf best í minnihlutahverf-
unum, kannski vegna uppruna míns. Dínamíkin
er svo miklu meiri á skuggalegum bar í East
LA heldur en á yfirborðskenndum kokteilbar í
Hollywood.“ Listasenan í L.A er gróskumikil
og rík að mati Heimis. „Það er oft verið að líkja
myndlistarheiminum hér við þann í Berlín sem
er að mörgu leyti rétt, á báðum stöðum er
ákveðin gróska í gangi og fólk þorir að taka
áhættu sem á móti skapar vinnuvænt umhverfi
fyrir framsækna myndlistarmenn.“ Það er þá
ekki bara L.A. sem hefur hrært hressilega upp
í Heimi, slysið hafði eðlilega ómæld áhrif. „Ég
væri ómennskur ef ég segði að þetta hefði ekki
haft mikil og varandi áhrif á mig. Ég tók ýmsu
sem sjálfsögðu áður fyrr, en ég geri það sann-
arlega ekki nú. Og í raun er ég bara ánægður
að ganga í burtu frá þessu í bókstaflegum
skilningi, í þessari óheppni var ég mjög hepp-
inn. Mér var sagt að ég væri með verndarengil
yfir mér af predikara á spítalanum. Hann
reyndist nú samt vera gamall gangster og
þakkaði guði fyrir að hafa ekki verið myrtur
þegar skotið var af byssu beint í andlitið á hon-
um. Þótt sjálfur væri ég trúleysingi þá bað ég
prestinn vel að lifa, enda fannst mér eins og
hann þyrfti meiri sáluhjálp en ég en það er nú
önnur saga.“
Heimir úr helju
Heimir Björgúlfsson opnar sýningu í Galleríi BOX, Akureyri, á morgun
Kominn á rokk og ról á ný eftir að hafa lent í lífshættulegu bílslysi
Skál fyrir lífinu Heimir Björgúlfsson er kominn á fullt stím eftir að hafa lent í lífshættulegu slysi.
Eftir Arnar Eggert Thoroddsen
arnart@mbl.is
„Silfur er að tala er samsett úr tveimur verk-
um,“ útskýrir listamaðurinn. „Titilverkinu
sem er hangandi skúlptúr og svo teikninga/
ljósmynda/klippimyndaverkinu Þrír eru betri
en tveir. Þetta kom eiginlega þannig til að ég
var að hugsa um valið á verðlaunapening-
unum á Ólympíuleikunum og hversvegna
staðlar eru notaðir í líkingamáli við gljáandi
málma. Hvað er gull og hvað er silfur og
hvernig það er framsett innan vestrænnar og
íslenskrar menningar, til dæmis með orða-
tiltækjum og slúðri.“
Um sýninguna