Tímarit kaupfjelaga og samvinnufjelaga - 01.01.1911, Side 5

Tímarit  kaupfjelaga og samvinnufjelaga - 01.01.1911, Side 5
Samvinna, fyrirlestur fluttur á búnaðarnámsskeiði á Hvanneyri, 30/i 1911, af Páli Zophoniassyni. Árið 1908 eru 6558 búandi menn, eða bændur, á íslandi. Peir lifa allir á landbúnaði, — jarðrækt eða kvik- fjárrækt. Nokkrir hafa að vísu hlunnindi, svo sem æðar- varp, lax- og silungsveiði, reka og fleira þessháttar, en öll slík hlunnindi hverfa oss sjónum hjá aðalatvinnu og tekjugreininni: landbúnaðinum. Sjávarútvegur landbænd- anna er einnig lítill og fer alltaf minnkandi. Menn eru búnir að læra það af reynslunni, að það borgar sig illa að hafa mörg járn í eldinum í einu, því þá er svo dauð- ans hætt við að eitthvert þeirra vilji brenna. Heyið er hið helzta, sem fæst at' jörðinni. Á því lifa skepnurnar, og hjá okkur er það aðalfóður þeirra. Hús- dýrin okkar breyta því í ýmsar afurðir, svo sem kjöt, ull, mjólk o. fi., og á afurðum þessum og verði þeirra verðum við íslenzku bændurnir að lifa. Pó verð eg, til að fyrirbyggja að mjer, eptir á, verði borin á brýn gleymska eða hlutdrægni, að minna á að garðrœktin leggur líka sinn skerf fram til að auka tekjur bóndans, en af því það er svo lítið, leyfi eg mjer að sleppa því og taka ekki tillit til þess, hjer í dag, heldur en hlunnindanna. l

x

Tímarit kaupfjelaga og samvinnufjelaga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit kaupfjelaga og samvinnufjelaga
https://timarit.is/publication/329

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.