Tímarit kaupfjelaga og samvinnufjelaga - 01.01.1911, Page 6
2
Sumt af þessum afurðum, sem húsdýrin gefa af sjer,
er nú notað heima á heimilunum. En þörf heimilanna er
margvísleg, og þótt afurðir húsdýranna sjeu það líka, þá
þarfnast þó heimilið margs, sem húsdýrin geta ekki veitt.
En á hinn bóginn tilfellst líka meira af sumum afurðum
en með þarf á heimilinu sjálfu, og á þessu grundvallast
í rauninni öll verzlun.
Menn býtta þessvegna á þessari vöru, sem of mikið
er af, og fá aðra vöru, sem þá vantar, í staðinn. Aðrir
bændur eða aðrir framleiðendur, sem hafa haft betri að-
stöðu að framleiða þær vörur, og því haft meira af
þeim, en þeir þurftu, en aptur vantað okkar, býtta við
oss. En nú náum við sjaldnast í þann, sem framleitt
hefir þær vörur, er við þurfum, og þessvegna býttum
við ekki beint, heldur gegnum milliliði — kaupmennina.
Ætluðum við að senda kjötið okkar, hver út af fyrir
sig, til danskra bænda, en fá aptur korn hjá þeim í stað-
inn, þá yrði fyrirhöfnin allt of mikil. Pessvegna gera
kaupmennirnir það fyrir marga í fjelagi.
En nú er það opt þannig, að þeir sem hafa vörur til
sölu, sem við þurfum, ekki þurfa þær vörur, er við höf-
um að bjóða. Pá gæti engin verzlun átt sjer stað, ef ekki
væri til gjaldgengur verzlunarmiðill, sem allstaðar væri í
gildi, en sá verzlunarmiðill eru peningarnir.
Af þessu mjög stutta og samandregna yfirliti er nú
auðsætt, að það eru þrjár Ieiðir fyrir bónda, sem vill
verða efnalega sjálfstæður, og kemst hann ekki hjá að
fara einhverja þeirra, en þær eru:
1. Að framleiða mikið og framleiða ódýrt.
2. Að koma hinum framleiddu vörum í sem allra bezt
verð.
3. Að kaupa það, sem þarf til búsins, svo vandað og
ódýrt, sem frekast er unnt.
Ef til vill vilja sumir hafa hjer með: sparsemi, reglu-
semi o. fl., en eg fæ ekki betur sjeð en það megi vel