Tímarit kaupfjelaga og samvinnufjelaga - 01.01.1911, Blaðsíða 7
3
heimfæra þetta undir fyrstu liðina; sparsemin gerir fram-
leiðsluna ódýrari, reglusemin gerir hana meiri, o. sv. frv.
Það eru mörg ráð til þess að framleiða ódýrt, og
mætti að sjálfsögðu halda sjerstakan fyrirlestur um hvert
þeirra. Eg skal hjer að eins minnast á nokkur hin helztu,
svo sem t. d. bætta túnrækt, betri hirðing áburðar, vatns-
veitur, bætt kynferði húsdýra vorra með einfaldri kyn-
blöndun, góðu fóðri og hirðingu, sem miði að vissu
takmarki; og m. fl. Þess skal þó getið, að eigi að vænta
góðs árangurs af þessum ráðum, þá þurfa helzt fleiri
þeirra að haldast í hendur.
Hvað aðra leiðina snertir, þá eru þær vörur, sem
bóndinn þarf að koma í verð: kjöt, ull, smjör og hross.
Auk þessa mætti nefna: gærur, skinn, tólg, garnir, bein
og fl. smálegt. Eg skal nú með nokkrum orðum athuga
hvað mjer sýnist helzt sje hægt að gera til þess að
koma þessum fjórum aðalvörutegundum í hærra verð
en nú á sjer stað.
1. Kjötið.
Það nefni eg fyrst, enda má kalla það stærsta tekju-
liðinn í búi bóndans. Það eru ekki mörg ár síðan, að
hver kjötbiti sem sendur var, var Iagður inn hjá kaup-
manninum, og hann borgaði hann sjaldnast með öðru
en vörum. En, eins og áður er sagt, þá er kaupmaður-
inn aldrei annað-en milliliöur. Eðlilega gérði hann ekki
annað við kjötið en selja það öðrum kaupmanni. Gekk
það þannig milli nokkurra kaupmanna, unz það, að síð-
ustu, var selt manni, sem neytti þess —neytanda. Hversu
margir þessir kaupmenn voru, sem keyptu kjötið og
seldu það, sem milliliðir framleiðanda og neytanda, var
nokkuð misjafnt, en færri en þrír voru þeir aldrei.
Ef við grennslumst eptir því hvaða verð neytandi hafi
mátt borga fyrir kjötið, þá er það ætíð hærra, en það
l*