Tímarit kaupfjelaga og samvinnufjelaga - 01.01.1911, Síða 9

Tímarit  kaupfjelaga og samvinnufjelaga - 01.01.1911, Síða 9
5 samlagssláturhús. Hlutverk þeirra er að fækka þessum óþörfu milliliðum. F*au eiga að losa bændurna við að gefa kaupmanninum nokkura bita af hverri kjöttunnu, og það verður ekki annað sagt, en þau hafi leyst þetta hlutverk sitt allvel af hendi. En þau gera meira gagn en það, að fækka milliliðun- um. Með sláturhúsunum fæst kjötið betur og jafnar verk- . að, og af því leiðir, að það hækkar í verði. A meðan kjötverzlunin var í höndum kaupmanna, var kjötið, sem sent var út, mjög misjafnt. F*etta var öfur-eðlilegt. F*eir menn, sem unnu að kjötverkuninni, kunnu lítið til verks- ins og vissu ekki hvernig neytandi óskaði að það væri. F*að var líka, víðast hvar, lítið hugsað um þetta atriði, og sá sannleiki og sanngirni, að það beri að uppfyllá rjettmæta kröfu neytanda, var lítt þekkt og ekkert hugs- að um að framkvæma neytt í því skyni. Undantekningar áttu sjer auðvitað stað, með einstaka kaupmenn, en þeir voru svo fáir, að þeirra gætti ekkert hjá fjöld- anum. Nú slátra menn, sem til þess kunna, á sláturhúsun- um, og á þeim öllum eru notaðar sömu aðferðirnar. Á þeim er leitast við að fullnægja kröfum neytanda. Allt kjöt, sem frá þeim fer á markaðinn, er eins verkað og eins meðfarið. Og þetta er líka það, sem þarf að vera, þvi ein tunna af illa verkuðu kjöti getur stór-skemmt framtíðarmarkaðinn. Neytandi þarf að vita hvað það er, sem hann fær, þegar hann biður um íslenzkt kjöt; hann þarf að eiga það víst, að það verði eins og hann vill, þvi fyrst þá er hann óragur við að gera boð í það. F*að er ekki langt síðan sláturhúsin tóku til starfa, og þó sjest strax mikill árangur af starfi þeirra. Kjötverðið hefir hækkað, og ísienzkt kjöt hefir komizt í meira álit en áður. F'ó er enn langt frá því að við, í kjötverzlun- inni, höfum náð því takmarki, sem við eigum að ná, en það er: að slátra öllu fje í satneignarsláturhúsum,

x

Tímarit kaupfjelaga og samvinnufjelaga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit kaupfjelaga og samvinnufjelaga
https://timarit.is/publication/329

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.