Tímarit kaupfjelaga og samvinnufjelaga - 01.01.1911, Qupperneq 12
8
léga, hvort hvergi sje mögulegt að fá enn betri markað
fyrir ullina, og hvernig hún eigi helzt að vera. Þetta er
landsstjórnarinnar að láta gera, og úr því þær upplýs-
ingar eru fengnar, sýnist mjer þetta liggja beint fyrir.
Eg er líka sannfærður um að það kemur sá tími, að
bændur sjálfir leigi skip, sem flytji ullina þeirra beint til
notenda. En til þess þurfa öflug samtök.
3. Smjörið.
Smjörið er það af þessum afurðum, sem við höfum
til sölu, sem komið er í bezt álit og verð. Og hverju er
það öðru að þakka en samvinnunni? Með því að verka
það í fjelagi fæst bæði meira smjör og ódýrara smjör,
sem þó er hægt að selja fyrir hærra verð, af því það er
betra. Enn þá er þó smjörverzlunin ekki eins góð og
skyldi; nokkuð vantar á gæðin og milliliðirnir eru enn of
margir. F*að ætti að reyna að selja það beint til sam-
eignarkaupfjelaganna ensku og spara með því allar milli-
verzlanir. Eins ætti að fara að nota sameiginlegt smjör-
merki fyrir allt rjómabúasmjörið, ,pastuerisera‘ það, koma
upp íshúsum til verndar hitabreytingum og viðhafa meira
hreinlæti við meðferð mjólkurinnar á heimilunum en nú
er gert. F*að hækkaði verð smjörsins, og sú hækkun
kæmi niður á bændunum eins og á að vera, því þeir
framleiða smjörið.
4. Hrossin.
Hvað markað hrossanna okkar snertir, þá er-það um
hann að segja, að þar eru margar millihendur, sem jeta
upp þann ágóða, sem bóndanum ber. Og engum dylst
þó, að það er bóndinn, sem elur hrossin upp, en ekki
kaupmaðurinn.
Annars er nú beztur markaður fyrir hrossin í Dan-
mörku. Danskir smábændur kaupa þau og nota, og