Tímarit kaupfjelaga og samvinnufjelaga - 01.01.1911, Page 15

Tímarit  kaupfjelaga og samvinnufjelaga - 01.01.1911, Page 15
11 hemil á verðlagi kaupmanna og gera með því utanfje- lagsmönnum gagn. þetta vilja margir ekki viðurkenna, og segja að hagurinn af því að vera í pöntunarfjelagi sje enginn; verð varanna sje eins. En ef svo er, hverju er það þá að þakka? Því svara þeir aldrei, og aðgæta ekki, að því fleiri sem styðja pöntunarfjelagið eptir því verður það öflugra og getur betur boðið kaupmönnum byrginn. Hagurinn að því að vera í pöntunarfjelagi er því mikill, bæði beint fyrir fjelagsmenn og óbeint fyrir aðra. En þó ekki sje hægt að segja hvað rnikill hann sje í pöntunarfjelögum, þá má segja það um kaupfje- lögin. Þau selja sínar vörur með sama verði og kaup- menn, og jafna svo ágóðanum niður við áramót í hlut- falli við verð þeirra vara, sem keyptar hafa verið. Par er því hægt að segja hversu margir af hundraði hafi græðzt á verði aðkeyptu vörunnar. A Englandi er mikið af kaupfjélögum, enda er vagga þeirra þar. Og margra ára reynsla þeirra er, að útborgaður ágóði sjé um 10%. Auk þess leggja þau í varasjóð, fræðslusjóð o. fl., svo gróðinn er í raun rjettri meiri. Hjer á landi eru ekki mörg alger kaupfjelög, og eg þekki að eins tvö, annað í Eyjafirði, hitt í Dalasýslu.* Verzlun á Akureyri er mjög góð, og eg hygg að það sje óhætt að segja, að hún sje ekki annarstaðar betri hjer á landi. Par var því minni þörf á kaupfjelagi en víðast annarstaðar. Kaupfjelagið þar selur sínar vörur með lægsta kaupmannsverði, og þó hefir það getað borgað 6 og 8 % í ágóða. Og innlendu vörurnar hafa selzt betur frá því en frá kaupmönnum. Og Dalasýslu- fjelagið, sem er lítið og hefir litla veltu, hefir, í þau 12 ár, sem það hefir starfað, haft frá 23 niður í 5 % í á- góða. Til að byrja með voru að eins í því 27 menn, en nú hefir það þó 87 fjelaga. Á starfstíma sínum hefir fjelagið grætt milli 6 og 7 þúsund krónur, og þegar til- * í Árnessýslu er a. m. k. eitt fjelag í þessum flokki, »Hekla«. S. /.

x

Tímarit kaupfjelaga og samvinnufjelaga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit kaupfjelaga og samvinnufjelaga
https://timarit.is/publication/329

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.