Tímarit kaupfjelaga og samvinnufjelaga - 01.01.1911, Qupperneq 16
12
lit er tekið til þess, að fjelagið hefir orðið fyrir ófyrirsjá-
anlegu, tilfinnanlegu óhappi, sem mjög hnekkti vexti
þess og þrifum, verður ekki annað sagt en árangurinn
sje ágætur. Af þessari litlu innlendu reynslu þykist eg
sjá að það sje óhætt að ætla, að 10°/o muni hvert kaup-
fjelag, sem vel er stjómað, geta borgað fjelögum sínum.*
Og þó nú þessi gróði sje mikill, þá er þó óbeini
hagnaðurinn af kaupfjelagsskapnum miklu meiri. Fje-
lagsmenn fá meira traust á sjálfum sjer og landinu sínu,
meiri hvöt til að starfa og meiri áhuga á starfi sínu.
Peir finna samábyrgðina, sem einkennir allan samvinnu-
fjelagsskap, og samlíf þeirra og fjelagslíf verður betra.
f*eir losna úr skuldaklóm kaupmanna, sem sumstaðar á
landinu eru allsterkar. Peir verða efnalega sjálfstæðir
menn, sem geta miklast af því, að vinna landi og lýð
gagn með fjelagsskapnum.
Pýðing samvinnunnar er pvi, í stuttu máli: að bœta
kjör einstaklingsins, gera hann sjálfstœðari og betri
mann, sem vinni þjóðinni sinni og landinu sinu meira
gagn.
Og því verður sízt neitað að samvinnufjelögin geri
þetta. Pað sjáum við beint fjárhagslega, ef við athugum
hvað við íslenzku bændurnir getum grætt á samvinn-
unni; og það er þá, eptir því, sem mjer telst til:
1. Með því að vera í kaupfjelagi.
A hverju heimili eru að jafnaði 8 manns,
og eptir verzlunarskyrslunum eru fluttar til
landsins vörur, sem nema 200 kr. á hvert
mannsbarn. Nú er minna af þessu notað í
sveitinni en kaupstöðunum, segjum — og
* Ef til vill er þetta fullhátt talið, enn sem koinið er. í síðasta ár-
gangi Tímaritsins hefi eg áætlað 7 °/o, til jafnaðar, en vildi þá fara
sem varlegast. En á því tel eg engan vafa, að 10—15% geti á-
góðinn orðið, með bættu fyrirkomulagi og samtökum fjelaganna,
og það að eins á þessari hlið viðskiptanna.
S.J.