Tímarit kaupfjelaga og samvinnufjelaga - 01.01.1911, Blaðsíða 19
15
þolandi. Til þeirra vil eg að eins segja: öll þau bönd,
sem styrkja sjálfs þín hag, á þjer að vera Ijúft að bera,
og sjerstaklega á manni að vera Ijúft að bera þau bönd,
sem menn vita að eru styrktarbönd lands og lýðs, vita,
að styðja að sjálfstæði heimilisins og efnalegum þroska
þjóðarinnar.
Hvað er það, sem er gleðilegra og göfugra en það,
að hafa á meðvitundinni að maður hafi stuðlað að því
að bæta kjör annara og græða mein lands og þjóðar?
En það hafa allir þeir gert, sem styðja samvinnu og
fjelagsskap. Þar ræður opt bróðurkærleikur og ættjarðar-
ást yfir eigingirni og sjerdrægni, og er það ekki gömul
og guðdómleg kenning, að svo eigi að vera?
En margar freistingar koma fyrir samvinnufjelags-
manninn, og optast eru það tálsnörur kaupmanna.
Peir bjóða »prósentur«, lágt verð á ýmsum eptirsókt-
um vörutegundum, verðlaun þeim er mest kaupi, að ó-
gleymdum lánveitingum, o.sv. frv. Oetur þá jafnvel farið
svo, að það sýnist stundarhagur að verzla við þá. En,
aldrei getur það orðið nema stundarhagur, ef öflugur
satnvinnufjelagsskapur er hinsvegar. Kaupmönnum er
lífsins ómögulegt að keppa við góð kaupfjelög. Pegar
bændur eru búnir að sameina krapta sína og öll kaup-
fjelög landsins kaupa inn í sameiningu, getur enginn
kaupmaður keppt við þau lengur. Kaupfjelögin fá þá ó-
dýrari innkaup en kaupmaðurinn getur fengið. Og þá
sjaldan það kemur fyrir að tvísýni er á hvort betur
borgi sig: að vera kaupfjelaginu trúr eða verzla við
kaupmanninn, þá verður að minnast takmarksins og
hafa hugfast, að það næst því að eins, að að því sje
unnið. Alstaðar þar sem maður sjer fræ af nytjajurt
vera að spíra, og veit að það seinna, þegar jurtin er
vaxin, muni verða trje, sem skýlir fyrir óveðri fjár-
þröngva, þá ber að hlúa að því og flýta fyrir vextinum.
Slík ung spíra er kaupfjelagsskapurinn hjer á landi.
Hann er enn ung og lítt þroskuð spíra, en á fyrir sjer