Tímarit kaupfjelaga og samvinnufjelaga - 01.01.1911, Síða 22

Tímarit  kaupfjelaga og samvinnufjelaga - 01.01.1911, Síða 22
Þarfleg bók fyrir kaupfjelagsmenn. (Framh. frá IV. árg.) 7. Kaupfjelögii) sem uppeldismeðal. Forvígismenn kaupfjelaganna telja fjelögin viðreisnar- meðal fyrir fátæklingana, og það eigi að eins í efnalegu tilliti, heldur og hvað snertir upplýsing, aukið siðgæði og betri aðstöðu í fjelagslífinu. F*etta er ekki ástæðu- laust. Sú meginregla: að borga jafnan úttekt sína í gjaldgengum aurum, hefir siðbætandi uppeldisþýðingu. þegar hinar daglegu tekjur hrökkva naumast til þess að fullnægja brýnustu lífsnauðsynjum, þá þarf meira en lítið sjálfstjórnarþrek til þess, að taka ekki að láni hjá framtíðinni. Hjá daglaunamanninum og fátæklingnum þýðir borgunin út í hönd hvorki meira nje minna en það, að hlutaðeigendur hafa tamið sjer það, að neita sjer um ýmisleg smáþægindi, sem þó hefði verið vegur til að veita sjer í bráðina. Og sá heimilisfaðir, sem hef- ir tamið sjer þesskonar sjálfsafneitun, mun leitast við að innræta börnum sínum sömu aðferð og hugsunarhátt. Hann kennir þeirn hvaða þýðingu varfærni og sparsemi hefir. Pað er því ástæða til að vænta þess, að sú sið- gæðisefling, sem kaupfjelaginu fylgir, í þessu tilliti, muni ganga í arf til hinnar næstu kynslóðar.

x

Tímarit kaupfjelaga og samvinnufjelaga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit kaupfjelaga og samvinnufjelaga
https://timarit.is/publication/329

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.