Tímarit kaupfjelaga og samvinnufjelaga - 01.01.1911, Blaðsíða 23
19
Af því kaupfjelögin hafa verulega þýðingu fyrir far-
sæld mannsins, þá er það um ieið sönnun þess, að
þau eru siðgæðislegt uppeidismeðal. Farsældin byggist
á því, að það sje samrœmi milli þess sem lífið hefir
fram að bjóða og þess sem af því er heimtað. Þetta
samræmi næst ekki með því, að ætla iífinu að fullnægja
öllum óskum vorum, heldur að eins með hinu, að vjer
takmörkum óskir vorar og miðum kröfurnar við það,
sem er fáanlegt. Sú stefnan, sem kennir oss að hafa
taumhald á óskum vorum og takmarka þær, hún stuðl-
ar að farsæld vorri. Farsældin næst eigi án sjálfstjórnar.
8. Kaupfjelögin sem sparisjóður.
Pegar kaupfjelag er stofnsett, þarf það á talsverðum
peningum að halda. Fjelagið kaupir allmikið af vörum,
í senn, og það er meginregla að borga þær um leið í
peningum. Fjelagið þarf og að hafa húsrúm til geymslu
og afgreiðslu; það byrjar því þegar á því að fá hús til
leigu, og leiguna verður að borga með peningum. Pá
þarf og að kosta talsverðu til þess að búa húsið út til
verzlunar, útvega verzlunaráhöld o. sv. frv.; til þess þarf
einnig peninga. Fjelagið nær að vísu í nokkuð af pen-
ingum, með þvf að heimta inngangseyrir hjá fjelags-
mönnum, en þetta nær samt of skammt, því það má
ekki hafa inngangseyririnn mjög háan, til þess að úti-
loka ekki mikinn hluta þeirra manna, sem mesta hafa
þörfina fyrir fjelagsskapinn. Það er þá auðveldast fyrir
fjelagið að ná í peninga með því að taka á móti fje til
ávöxtunar eða, með öðrum orðum, taka að sjer spari-
sjóðshlutverk.
Þegar fjelagið fer að skipta ágóða til fjelagsmanna, er
það æskilegast að ágóðinn sje látinn standa kyrr í fje-
laginu og ávaxtaður þar sem sparisjóðsinnstæða. Til-
gangurinn er líka einmitt sá, að fá menn til að spara,
með því að láta ágóðann standa óhreifðan. Fjelagið
2’