Tímarit kaupfjelaga og samvinnufjelaga - 01.01.1911, Blaðsíða 24
20
veitir góða vexti af þessu sparisjóðsfje móts við það,
sem annars er kostur á. Það er því mjög eðlilegt fyrir-
komulag, að kaupfjelagið sje sparisjóður er taki á móti
innstæðum. Af þessu þarf alls ekki að leiða það, að
kaupfjelagið láni peninga út aptur. Það er lengi þörf til
þess, að nota hið aukna starfsfje til þess, að bæta við
hinar föstu eignir fjelagsins, stækka verkahringinn og fi.
þesskonar. Þó er það alls eigi fátítt að fjelagsmönnum
sje lánað, lítið eitt, í einstöku tilfellum.
F*að er mjög heppilegt að hafa það ákvæði í reglum
fjelagsins, bæði til þess að auka rekstursfje fjelagsins og
tengja meðlimina nánar við fjelagið, að hver fjelagsmað-
ur sje skyldur að eignast tiltekna fjárhæð í fyririrtækinu,
t. d. 40 — 50 kr. Þessu fje er auðvelt að safna með því
móti, að ágóði sá, sem hverjum fjelagsmanni ber, við
árleg reikningsskil, sje látinn standa óhreifður á vöxtum,
þangað til hin ákveðna eignarhlutdeild er fengin.
Pegar einhver fjelagsmaður verður fyrir sjerlegu ó-
happi, væri það skaðlegt fyrir hann að þurfa að segja
sig úr fjelaginu, til þess að geta hagnýtt sjer fjelagsinn-
stæðu sína til lífsnauðsynja sinna. þess vegna er stund-
um farin sú leið, að fjelagið lánar slíkum manni viðlíka
mikið og innstæðu hans nemur, gegn trygging í hlut-
deild hans í fjelagseignum. Petta getur stundum munað
því, að honum verði kleift að halda áfram viðskiptum
við fjelagið. þegar svo aptur raknar fram úr, getur hann,
smám saman, endurborgað lánið með ágóða af fjélags-
viðskiptunum. F*ó má fjelagsmaður alls eigi hafa kröfu-
rjett til slíkrar lánveitingar, heldur verður það að vera á
valdi fjelagsstjórnar að veita lánið, þegar sjerstakar á-
stæður mæla með því.
F*að verður að vera undir atvikum komið, hvort fje-
lagið veitir annarskonar lán, gégn fullri ábyrgð, eða
stofnar veðlánadeild. Pað er naumast hægt að mæla
með þeirri aðferð, sem almennri reglu, þó þetta hafi