Tímarit kaupfjelaga og samvinnufjelaga - 01.01.1911, Side 29

Tímarit  kaupfjelaga og samvinnufjelaga - 01.01.1911, Side 29
25 III. Leiðbeiningar um stofnur) Kaupfjelaga. 1. Stofnur) fjelagsins. Eitt frumskilyrðið fyrir því, að kaupfjelag geti átt von á góðum þrifum, er, að það sje stofnað á rjettum grundvelli: að það sje stofnað samkvæmt aímennri ósk manna á fjelagssvæðinu, en ekki sökum þess, að menn hafi látið leiðast út í fyrirtækið eptir teygingum ein- stakra manna, sem gera sjer von um einhvern persónu- legan hagnað af stofnun fjelagsins. Eigi dugar það heldur, að óskir almennings á fjelagssvæðinu sjeu byggðar á röngum skilningi á þeim hagnaðarvonum, sem byggja má á kaupfjelagsskapnum. Það er ekki svo fátítt að menn geri sjer rangar hugmyndir um þann gróða, sem kaupmenn hafa af vörusölu sinni, og stund- um þekkja menn ekki heldur nægilega vel, í byrjuninni, tilkostnað þann, sem kaupfjelagsstarfsemin hefir í för með sjer. Sje byrjað með of háum vonum og kröfum, hljóta vonbrigðin fljótlega að koma fram, og þeim una menn illa eins og eðlilegt er. Auðvitað er þörfin fyrir stofnun kaupfjelags ekki jöfn á öllum stöðum, en allstaðar þar, sem skynsamlega er byrjað og vel á öllu haldið, mun fjelagsskapurinn veita meðlimunum ýmisleg gæði í aðra hönd. Þar sem menn þá álíta að góð skilyrði sjeu fyrir hendi, til þess að stofna kaupfjelag er geti tekið góðum þroska, þá er heimilisfeðrum og húsmœðrum boðið að sækja fund til að ræða málið. Er þá safnað áskrifendum um leið. Ef nægilega margir gefa sig fram, sem hluttak- endur, þá er valin nefnd manna af hinum fróðustu í flokknum til að semja frumvarp til fjelagslaga og koma fram með tillögur um starfsemi fjelagsins. Pegar nefndin hefir lokið störfum sínum er haldinn fundur á ný, laga- frumvarpið rætt og útskýrt ásamt öðrum tillögum nefnd-

x

Tímarit kaupfjelaga og samvinnufjelaga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit kaupfjelaga og samvinnufjelaga
https://timarit.is/publication/329

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.