Tímarit kaupfjelaga og samvinnufjelaga - 01.01.1911, Page 31

Tímarit  kaupfjelaga og samvinnufjelaga - 01.01.1911, Page 31
27 2. Rekstursfjeð. Engu kaupfjelagi, sem byggt er á góðum grundvelli, ætti að veita það örðugt að útvega sjer rekstursfje, því hin sameiginlega ábyrgð fjelagsmanna ætti að vera skoð- uð svo góð trygging gagnvart skuldbindingum fjelagsins út á við. Bankar og sparisjóðir ættu að vera fúsir til slíkra viðskipta, þegar sýnt er fram á það, að lög og reglur fjelagsins éru í góðu lagi. Veltufjeð þarf að vera nægilega mikið, og frekar of mikið én of lítið, svo að framkvæmdarstjórí þurfi aldréi að lenda í þeirri freistingu að taka vörur að láni, því það er vanalega skaði fyrir fjelagið. Á fjelagsfundum þarf að ákveða hversu mikið lán fjelagsstjórn má taka gegn sjálfskuldarábyrgð fjelagsmanna, að því leyti sem þetta er ekki tekið fram í lögum fjelagsins. Það er líka tryggilegra að eptirlit sje haft með því, að út fyrir slíka lántökuheimild sje ekki farið, og láninu sje varið sam- kvæmt tilganginum. 3. Framlög fjelagsmanna. f*að má eigi setja inngangseyrir fjelagsmanna of hátt, svo það atriði fæli engan frá því að gerast fjelagsmaður. Geti einhver ekki innt af hendi tillag sitt, þegar við inn- göngu, er ekki heppilegt að ætla sjer að gera það með smáafborgunum. Hitt gefur betri raun, að ágóðinn gangi upp í tillagið meðan við þarf. Inngangseyrir ætti jafnan að renna í varasjóð fjelagsins en ekki útborgast hlutað- eiganda, þegar hann gengur úr fjelaginu; annars er lítið unnið með tillaginu, en talsverð fyrirhöfn fyrir reiknings- haldara, að hafa þesskónar smáreikninga. 4. Sjálfskuldarábyrgð fjelagsmanna. Sjálfskuldarábyrgð fjelagsmanna þýðir það, að einn fyrir alla og allir fyrir einn eru skyldir til að ábyrgjast skuldbindingar fjelagsins, svo að lánafdrottinn getur

x

Tímarit kaupfjelaga og samvinnufjelaga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit kaupfjelaga og samvinnufjelaga
https://timarit.is/publication/329

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.