Tímarit kaupfjelaga og samvinnufjelaga - 01.01.1911, Side 32

Tímarit  kaupfjelaga og samvinnufjelaga - 01.01.1911, Side 32
28 gengið að hverjum fjelagsmanni sem vera skal með skuldakröfu sína. f*að er mjög fátítt að sjálfskuldarábyrgðin verði fje- lagsmönnum hættuleg, þegar haldið er dyggilega við þá reglu: að kaup og sala fari að eins fram gegn peninga- borgun, og einkanlega er hættan lítil, þegar ekki er vikið frá því, að vörukaupum fylgi borgun út í hönd. En, til þess að innkaupin geti ávallt farið fram gegn peningaborgun, er það alveg nauðsynlegt, að veltufjeð sje nógu mikið. Abyrgðin á föstu og takmörkuðu láni, sem eptirlit er haft með, er — eins og áður er bent á — miklu áhættuminni en ábyrgð á vöruskuldum, sem eru ótakmarkaðar og eptirlitslausar. Pá sjaldan til þess hefir komið, að lagalega hefir ver- ið gengið að sjálfskuldarábyrgð kaupfjelaga, hefir það, nær því undantekningarlaust, stafað af því, að fjelagið hefir gengið of langt með lántökur. Pegar haldið er fast við borgun út í hönd, og þess er gætt að velja varkáran og áreiðanlegan framkvæmdar- stjóra, þarf sjálfskuldarábyrgðin ekki að baka fjelags- mönnum neina teljandi hættu. Hin gildandi löggjöf heimtar að vísu eigi sjálfskuldar- ábyrgðarákvæði í lögum fjelaganna; í því efni nægir tak- mörkuð ábyrgð, en fjelögunum sjálfum verður sjálfskuld- arábyrgðin hollust. Þar sem hún er eigi, þar vanta fje- lögin þau skilyrði, sem nauðsynleg eru til þess, að fá nægilegt veltufje og ná í góð kaup. Gagnvart fjelagi með sjálfskuldarábyrgð getur seljandi látið sjer nægja hæfilega framfærslu á vörunum, en þarf eigi, þar að auki, að hækka verðið vegna áþsettu með borgunina, og sem hann annars yrði að gera, væri fjelaginu ekki fyllilega treystandi til að standa í skilum. Sje fjelagsábyrgðin að eins »takmörkuð«, en ekki »sólidarisk«, þá stendur það í vegi fyrir því, að hægt sje að stofna sambandsfjelag til vörukaupa. Pað væri ekki álitlegt að veita þesskonar sambandi forstöðu. Auk

x

Tímarit kaupfjelaga og samvinnufjelaga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit kaupfjelaga og samvinnufjelaga
https://timarit.is/publication/329

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.