Tímarit kaupfjelaga og samvinnufjelaga - 01.01.1911, Qupperneq 35
31
hjákvæmilegt, einkum ef fjelagið fær megnið af vörum
sínum hjá Sambandsfjelaginu. Á hinu veltur mest, að
hann hafi þá hæfileika, sern fyrst voru taldir.
Þegar verið er að velja afgreiðslumann, er það vitan-
lega þveröfug aðferð, að láta launakjörin vera fyrsta at-
riðið sem um er spurt, eða taka þann að sjálfgefnu,
sem fæst fyrir lægst laun. Par sem farið er eptir þeirri
reglu, þar er fjelagið dauðadæmt. Ekkert hefnir sín geipi-
legar, en að láta afgreiðslumanninn hafa sultarlaun. Kjör
hans eiga, þvert á móti, að vera þannig, að hann geti
gegnt störfum sínum með gleði og neyðist ekki til að
leita sjer aukaatvinnu, því það hlýtur að spilla störfum
hans í fjelagsþarfir. Þá liggur það og í augum uppi,
hversu fráleitt það er, að láta launaknífnina freista hans
til þess, að fleyta sjer áfram á óleyfilegan hátt.
Pað skiptir ekki miklu máli, hvort launin eru 1—2%
hærri eða ekki, móts við hitt, að ná í afgreiðslumann,
sem að öllu leyti er störfunum vaxinn. Vel hæfur maður
er ekki lengi að vinna fjelaginu meira gagn én launa-
hækkuninni nemur, borið saman við annan, sem ódug-
Iegur er.
Kaupmenn hafa stunduni borið fjelögunum það á
brýn, að þau klæddu starfsmenn sína úr fötunum. Pví
fer miður, að þetta er ekki alveg gripið úr lausu lopti.
Það munu enda finnast dæmi til þess, að kaupfjelags-
störf hafa verið höfð til undirboðs; en sem betur fer
eru menn almennt farnir að skilja betur köllun sína og
hag fjelagsins í þessu efni. Kaupfjelögin, sem hafa þann
tilgang, að bæta kjör verkalýðsins, ættu vissulega að
hafa það hugfast, að »verður er verkamaðurinn laun-
anna«.
Afgreiðslumanninum ætti helzt að launa með hundraðs-
gjaldi af viðskiptaveltunni. Pá standa laun hans nokkurn
veginn í hlutfalli við störfin, og hagnaður hans og fje-
lagsmanna á samleið. Hann leitast við, eptir því sem
unnt er, að gera fjelagsmenn ánægða; við það vex að-