Tímarit kaupfjelaga og samvinnufjelaga - 01.01.1911, Page 36

Tímarit  kaupfjelaga og samvinnufjelaga - 01.01.1911, Page 36
32 sókn til fjelagsins, viðskiptaveitan eykst og laun hans að sama skapi. Á sama hátt ætti afgreiðslumaður að fá þóknun fyrir vörurýrnun og vöntun (»Svind«) með hundraðsgjaldi af viðskiptaveltunni. það getur hvorki verið þægð fyrir fje- lagið nje afgreiðslumann, að rýrnunin sje talin eptir því, sem kemur fram við vörurannsóknina, því það er ekki hægt að tryggja sjer það, að það sem þá kemur fram sje hið rjetta og eðlilega; sumt getur stafað af árveknis- skorti afgreiðslumanns, sem hann á ekki að fá bætur fyrir; einnig getur það átt sjer stað, að hann hafi sjálf- ur notað peninga eða vörur, sem hann hefir gleymt að færa í reikning. Pegar vörurýrnunin er greidd með hundraðsgjaldi, getur vörubókin sýnt það nákvæmlega, hverju afgreiðslumaður á að skila, og það er þá eigi beint tap fyrir fjelagið, þó eitthvað hafi farið forgörðum, ef afgreiðslumaður hefir upphaflega sett fjelaginu nægar tryggingar, eins og jafnan á að vera. Ennfremur verður að telja það óheppilegt, sem þó mun vera regla í sumum fjelögum, að afgreiðslumaður fái sem launaviðbót allar þær umbúðir, sem fjelaginu eru ekki verðreiknaðar sjerstaklega. Það er þá freisting fyrir hann að sækjast eptir vörum í dýrum umbúðum, en þær vörur verða vanalega dýrar, af því umbúðaverðið er þá lagt á vöruna. Auk þessa eru ýmsar vörur boðn- ar fram með misjöfnu verði: með umbúðum eða án þeirra. Pað væri því ráðlegra að láta afgreiðslumann fá 1 % meira í laun, en telja honum aptur til útgjalda allt umbúðaverð í vörubókinni. Eg hefi ekki verið að vara við þeim ákvæðum, sem leiða af sjer óþægilegar freistingar fyrir afgréiðslumann, af því eg sje hræddur um að sjerlega margir muni falla fyrir þeim, en eg tel það bezt, að leiða engan í freistni, ef unnt er hjá því að komast. það er affarasælast fyrir alla hlutaðeigendur að sneiða hjá öllu því, sem vekur tor- tryggnina.

x

Tímarit kaupfjelaga og samvinnufjelaga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit kaupfjelaga og samvinnufjelaga
https://timarit.is/publication/329

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.