Tímarit kaupfjelaga og samvinnufjelaga - 01.01.1911, Síða 41
37
um fjelagsmanna. En það á að vera áhugamál fjelags-
stjórnar að fræða fjelagsmenn um það, hvernig vörur
þeim er heppilegast að kaupa, og leitast við að fá vand-
aðar vörur.
Þegar vörupantanir eru sendar frá fjelögunum, er það
afar-áríðandi, að nöfn þeirra og allar táknanir sjeu sem
rjettastar, bæði um tegund og gæði, svo enginn mis-
skilningur geti átt sjer stað. Því að eins að þessa sje
gætt hefir fjelagið rjett til þess, að endursenda þær vör-
ur, sem rangt eru afgreiddar, og fá flutningsgjaldið end-
urborgað hjá afgreiðanda.
10. Varasjóðurinn.
Pað gengur opt treglega fyrir stjórnendum fjelaganna,
að fá fjelagsmenn til þess að leggja fram nokkuð af á-
góðanum til varasjóðs eða efla hann á annan hátt. Mót-
mæli manna eru ýmisleg, svo sem: »Hvers vegna á að
bæta það tjón, sem menn hugsa sjer að fyrir kunni að
koma síðar meir? Vjer getum vel beðið þess tíma, að
skaðinn komi í ljós«, eða, »F*að gengur fullerviðlega að
útvega sjálfum oss hið nauðsynlegasta. Hvers vegna ætt-
um vjer þá að taka frá sjálfum oss til þess að auðga
eptirkomendur vora?« eða, »Vjer höfum orðið að sjá
um oss sjálfir og ætlum því komandi kynslóð sama
hlutskipti.« Að minni hyggju eru svona setningar of
eigingjarnar og órökstuddar. Fyrst er þess að gæta, að
varasjóður getur komið sjálfum oss að miklu liði, þegar
óhöpp bera að höndum, og í öðru lagi er það ekki
nema bláber skylda vor að hugsa lengra fram.
Kynslóðinni, sem nú er uppi, hefði þó Iiðið enn ver,
en nú á sjer stað, hefði hún eigi meðtekið neitt frá
kynslóðunum á undan, ef þær hefðu eytt allri fram-
leiðslunni. Ástandið hefði eigi verið gott, ef vjer hefð-
um orðið að byrja á öllu stuðningslausir og á bersvæði,
ef vjer eigi hefðum fengið nein mannvirki, eignir nje
peninga o. sv. frv., nje það menningarstig og framþró.