Tímarit kaupfjelaga og samvinnufjelaga - 01.01.1911, Qupperneq 47
43
Það lítur út fyrir að Danir, sjerstaklega, sjeu nú að
taka ástfóstri við dilkakjötið okkar, og þá einkum kaup-
fjelögin dönsku, sem helzt vilja ekki annað kjöt. Verð-
munur á því og almennu kjöti mun hafa verið 7 — 10
kr. á tunnu, að mjer virtist, almennt í Danmörku, og þó
einlægt meiri eptirspurn eptir dilkakjötinu.
* *
*
Þó meðferð kjötsins og verkun þess sje enn á frum-
stigum hjá okkur, og kjötsölumálinu hafi ekki verið sinnt
eins og æskilegt hefði verið, verður því ekki neitað, að
allmikið hefir áunnizt, þessi síðustu ár. Það eru ekki
allmörg ár síðan að íslenzkt saltkjöt var eingöngu neyð-
arkostur fátæks fólks og sjómanna. Og það eru ekki
nema 3 ár síðan, að hin nýja kjötverkun og aðgreining
þess var kunn að eins kaupfjelögunum dönsku og nokk-
urum mönnum þar fyrir utan. Nú má heita að dilka-
kjötið okkar sje orðið þekkt um alla Danmörku og sje
iðulega á borðum efnaðra manna. það er nú að verða
þar í eins miklum metum og danskt kjöt.
Þetta béndir ótvíræðlega á það, að vjer erum á rjettri
leið, sem stendur. En það má ekki gleyma því, að bæði
er hægt að hrekjast út áf henni og enn eru ýmsar tor-
færur, sem yfir þarf að stíga. Skal hjer, að síðustu, bent
á ýmislegt það, sem eg álít nauðsynlegt að gera, og vjer
megum sízt gleyma í þessu máli.
Fyrsta og aðalatriðið er það, að vjer bændur — fram-
leiðendurnir — tökum málið algerlega, eða sem allra
mest, í okkar hendur gegnum samvinnufjelagsskap.
Kaupmenn hafa haft kjötverkunina með höndum, um
margar aldir, eins og kunnugt- er. þeir hefðu aldrei
hreift sig — að því er sjeð verður — til að hefja þessa
dýrustu framleiðslu okkar frá lítilsvirðingu. Meðan kaup-
menn hafa kjötverkunina í sínum höndum, getum vjer
bændur minni áhrif haft á málið. F*etta hefir áður ræki-