Tímarit kaupfjelaga og samvinnufjelaga - 01.01.1911, Síða 57
53
Að ekki fæst fullt virðingarverð húsa endurgoldið úr
þessum brunabótasjóðum, heldur að eins 2k þess bruna-
skaða, sem verður, telja sumir ókost á lögunum. En í
margra augum er þetta einmitt kostur. Vegna þessa geta
iðgjöldin verið lægri. þau eru nú um 2h lægri en í er-
lendu fjelögunum. Þeir, sem vilja vátryggja allt fullu verði,
geta eptir sem áður vátryggt í áreiðanlegu erlendu fje-
lagi. þessi lági skattur ætti að vera vel kleifur, og þó
hann veiti ekki aðgang að fyllstu bótum, er þó jafnan
betri hálfur skaði en allur. Reglugerðin um tilhögun
eldstæða minnkar brunahættuna, og þegar eigi fást full-
ar bætur, er freistingin minni að ná í þær á óleyfilegan
hátt.
Rað er mikill kostur laganna, að hið framlagða fje á-
vaxtast í landinu sjálfu, að því leyti sem því er ekki var-
ið til brunabóta. Helmingur þess rennur í hinn sameig-
inlega brunabótasjóð, sem lánar það aptur út til lands-
manna. Hinn helminginn má ávaxta heima í sveitarfje-
laginu sjálfu í tryggum sparisjóði, — og sparisjóður ætti
að vera í hverri sveit. Ef vel gengur safnast þar saman
dálítið veltufje til nytsemdarfyrirtækja í sveitinni, án þess
líklegt sje að sjóðsöfnunin hafi verið mönnum tilfinnan-
leg byrði. Hjer er ekki um einkafyrirtæki að ræða, er
hafi stórgróða fyrir markmið, heldur samvinnu til trygg-
ingar og sameignar fjelagsins í því, er saman kann að
safnast.
Hingað til hafa furðu fá sveitarfjelög komið þessu
fyrirkomulagi á hjá sjer. Þó er það á veg vikið, að hin
sameiginlegi brunabótasjóður er stofnaður. Vonandi er,
að þessi heimildarlög verði notuð af öllum sveitarfjelög-
um landsins, áður en langir tímar líða. Pá fyrst getur
reynslan sýnt mönnum hverju breyta þarf í þeim, þegar
hluttakan er orðin almenn í þessu máli.
S.J.