Tímarit kaupfjelaga og samvinnufjelaga - 01.01.1911, Blaðsíða 61
57
verzlunarhættir vorir breytast á síðast liðnum 100 árum,
allt frá því skömmu á eptir »siglingaleysisárunum«, þeg-
ar þarfir landbænda voru svo furðanlega Iitlar og fá-
breyttar, með útlendar vörur, og til síðustu ára með
hinum fjölbreyttu þörfum, stóru verzlunarveltu og skulda-
basli. Petta sýnir, með skýrum dráttum, frá hverju land-
búnaðurinn hefir horfið og hvert hann stefnir.
Pað sýnir sig, meðal annars, að sumar innlendar varn-
ingstegundir hverfa, einkum heimilisiðnaðarvörur, en aðr-
ar vaxa aptur stórkostlega, sjer í lagi útflutt matvæli og
efnisvörur í klæðnað og skófatnað. Landbúnaðurinn er
nú margfalt fjarlægari því en áður var, að fæða og
klæða starfsmenn sína með innlendri framleiðslu, án
vöruskipta. Heimilisiðnaður er, sem sagt, nær því horf-
inn til framleiðslu útflutningsvöru. En það er ekki þar
með búin sagan. Heimilisstarfsemin er á hröðum eyði-
leggingarvegi í því að framleiða óbreyttustu heimilis-
þarfir í fatnaði og margskonar áhöldum, svo fátt er þar
nú, víða hvar, annað eptir en að »tæta á hendur og
fætur«, þó ekki að öllu leyti, tálga hrífutinda, laga ofur-
lítið verkfæri og fleira smávegis.
Víst ber því ekki að neita, að margt hefir færzt í holl-
ara og eðlilegra horf á síðast liðnurh 100 árum, en hver
vill fullyrða, að jafnframt hafi eigi margar illar venjur og
óhollar stefnur fengið of mikið ráðrúm? Hefir eigi verið
farið of langt í byltingaáttina, og ýmislegt af hinu þjóð-
holla lent fram af Ætternisstapa, en sumt lítils metið,
sem ætíð og allstaðar eflir sannarlegt manngildi? Hvern-
ig er því nú almennt háttað með iðjusemina, hófsemi í
nautnum og kröfum og viljann til vinnunnar: að »neyta
síns brauðs í sveita síns andlitis«, m. fl. og fl.?
F*að er eflaust svo, að um tíma var verzlað allt of lit-
ið; það hefði verið hollara að hafa meiri vöruskipti en
gert var. En, of mikið má að flestu gera, og nú er
þessu snúið svo við, að margir munu telja að vjer
verzlum of mikið. Áður voru menn má ske of mjög