Tímarit kaupfjelaga og samvinnufjelaga - 01.01.1911, Page 69

Tímarit  kaupfjelaga og samvinnufjelaga - 01.01.1911, Page 69
65 Annað sjónarmiðið er á vinnustöðum fjelagsins hjá afgreiðslumanni og sölustjóra. Par blasa við öll tor- merkin sem á því eru að gera alla ánægða, að full- nægja hinum fjölbreyttu kröfum ríkra og fátækra, ráð- deildarmannsins og ráðleysingjans, smekkmannsins og sundurgerðarmannsins. Þar rekast á hinar hjáleitustu kröfur og þarfir, svo ekki er auðvelt að komast hjá meiðingum, eða framfylgja fullkomnu rjettlæti og jöfnuði. F’riðja sjónarmiðið er í sæti formanns og stjórnar- nefndar. Paðan blasa við ekki að eins deildirnar allar, með sínum þörfum og kröfum, heldur og einstakling- arnir allir, frá hinum velstæða broddborgara sem leggur hnefann á borðið, til ræfilsins, sem ekki á málungi mat- ar og ekki veit sitt rjúkandi ráð, en væntir að minnsta kosti mannúðar hjá samvinnu- og umbótafjelaginu. En, ekki nóg með það. Á þessu sjónarmiði blasa líka við öll viðskiptin út á við, öll tormerki og mótsagnir við- skiptalífsins og kaupskaparins við aðrar þjóðir, við bank- ana, við skipaútgerðir, o. sv. frv. Þaðan sjest svo fjöl- margt, sem alveg er dulið hinum velstæða deildarmanni heima hjá sjer, sem heimtar að allt gangi eptir sínu höfði og hagsmunum. Pað má nú nærri geta, að málefnin sjást ekki í sama ljósi, eða sömu samböndum, frá þessum sjónarmiðum hverju fyrir sig, þegar menn eru misjafnlega fúsir til og misjafnlega sýnt um, að líta á þau frá þeim öllum, en það er þó aðalskilyrðið fyrir því, að heppilega og far- sællega sje til málanna lagt. Án þess verða skoðanirnar einhliða og þröngar, kaldar og ómannúðlegar, eða þá ó- framkvæmanlegar. Pað er, t. d., hætt við, ef skoðanir efnabóndans, eða broddborgarans, sem lítur á öll kaupfjelagsmálin frá sínu eigin velstæðissjónarmiði, yrðu alveg ofan á í kaupfjelag- inu, mundi fjelagið á skömmuin tíma verða að duglegri broddaklíku, sem sæi vel um sig, en lofaði »ræflunum« 5

x

Tímarit kaupfjelaga og samvinnufjelaga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit kaupfjelaga og samvinnufjelaga
https://timarit.is/publication/329

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.