Tímarit kaupfjelaga og samvinnufjelaga - 01.01.1911, Page 70
66
og »ráðleysingjunum« að liggja eptir í slóðinni og ljeti
kaupmennina um það, að bjarga þeim Lazarusum.
En, hvað er þá orðið úr umbótunum, siðbótunum,
uppeldinu, mannúðinni og samhjálpinni, sem kaupfjelag-
ið hefir svo fagurlega ritað á skjöld sinn?
Á hinn bóginn er auðvitað að kaupfjelagið má ekki
missa sjónar á frumreglum sínum; það verður að læra
að takmarka sig, að meta rjett krapta sína og möguleg-
leika; læra að spilla aldrei kröptum nje fje til þess, sem
ekki þokar í áttina að markinu, en nota þó kraptana og
tækifærin til hins ítrasta. þarna er einmitt vandasamasta
málið til úrlausnar. Þarna er því svo ómissandi að hafa
víðsýni og glöggt yfirlit frá öllum þeim sjónarmiðum,
sem nefnd voru, og fleirum þó, því það þarf enn frem-
ur víðtæka þekkingu á viðskiptalífinu yfir höfuð og kunn-
ugleika á öflum þeim, sem þar eru starfandi. Og, það
má ekki eitt augnablik gleymast, að verkefni kaupfjelag-
anna er einmitt það, að vinna að umbótum á Öllu við-
skiptalífi manna, eptir nýjum grundvallarreglum: sam-
vinnu og samhjálp, og að til þessa þarf uppeldi og þekk-
ing, sem alls ekki er að búast við að þorri manna til-
einki sjer á skömmum tíma eða án þess að hugsjóninni
sje stöðugt á lopti haldið og hún skýrð fyrir mönnum,
bæði í orði og verki.
Ekki megum vjer heldur eina stund missa sjónar á
því, að það er afar-langt til marksins enn, að vjer erum
að eins að stíga fyrstu fótmálin, og þau ekki ætíð eptir
beinustu leið; að hvíld og aðgerðaleysi er ekki fyrir
höndum, heldur erviði og sjálfsafneitun.
Kyrrstæði er sama sem undanhald. Meðan vjer erum
aðgerðalausir vinna andstæðu kraptarnir og skjóta okkur
aptur fyrir sig. Tíminn bíður ekki; hann leggur daglega
fyrir okkur nýjar spurningar til úrlausnar, nýjar kröfur
og þarfir, nýja nauðsyn. Vjer komumst ekki hjá að veita
svör og úrlausnir, en gildi þeirra svara og úrlausna —
fyrir það málefni sem vjer vinnum fyrir — fer alveg ept-