Tímarit kaupfjelaga og samvinnufjelaga - 01.01.1911, Síða 72
68
því enginn nær að afla sjer teljandi manngildis, ef hann
aldrei kemur auga á neina þá hugsjón, er almenut gildi
hafi, og hann vill leggja eitthvað í sölurnar fyrir af eig-
in hagsmunum.
* * * *
* *
*
* *
Öll framþróun og allar umbætur í mannlífinu eiga
rætur sínar í hugsjónum um betri og rjettlátari framtíð.
En af því mennirnir eru ekki alvitrir, eru hugsjónir
þeirra ekki óskeikular. F*etta vita reyndir menn. Og þó
tekur mannkynió alltaf fagnandi hverri nýrri umbóta-
hugsjón, þegar fyrirrennarar hennar voru reyndir að því,
að leiða ekki til þess farsældarmarks, er menn höfðu
vænzt.
Samvinnu- eða samúðarhugsjónin er yngst allra al-
þjóðahugsjóna, og þótt hún sje ekki nema nokkurra
áratuga gömul, þá má svo að orði kveða, að hún á
síðustu árum hafi farið sigurför um allan hinn mennt-
aða heim, og hvervetna tekið hina beztu og göfugustu
krapta mannanna í sína þjónustu, eins og raunar allar
sannar hugsjónir hafa gert, þá er þær fyrst ruddu sjer
til rúms.
En mikill fjöldi manna stendur enn skilningslaus og
trúlaus gagnvart þessum nýja boðskap, ýmist í þjónustu
útdauðra hugsjóna, eða verjandi sjerrjettindi — völd og
auð — gegn hinu nýja skipulagi.
Fyrirrennari þessarar yngstu hugsjónar var hugsjón
hins pólitíska einstaklingsfrelsis með almennum atkvæð-
isrjetti um pólitísk stjórnmál og óháðri samkeppni í at-
vinnumálum; hún var andstæða einveldisins og rígskorð-
aðrar stjettaskipunar. Pessari hugsjón hafa þjóðirnar nú
um all-langt skeið verið að koma í framkvæmd, og fjöld-
inn er enn að stritast við framkvæmd hennar. F*etta er
göfug hugsjón á þeim tíma, er mikill fjöldi mannanna
voru eiginlega þrælar, er gengu kaupum og sölum, at-