Tímarit kaupfjelaga og samvinnufjelaga - 01.01.1911, Page 73

Tímarit  kaupfjelaga og samvinnufjelaga - 01.01.1911, Page 73
69 vinnumálin voru hneppt í fjötra, og einvaldir drottnar óðu yfir löndin með báli og brandi. Nú er þessari hugsjón víða að miklu leyti fullnægt, en um leið sýnt, að fullnæging hennar gat ekki, og get- ur aldrei, leitt að því rjettlætis- og farsældarmarki, sem menn væntu og alltaf þrá. í hugsjóninni sjálfri var fólg- in mótsögn, er ónýtti árangur hennar og olli nýjum meinsemdum. Grundvöllur hennar var að vísu siðlegur: rjettlæti og jöfnuður, en menn gættu þess ekki, að hinn óhlutvandi og sterki, og sá sem erft hafði sjerstaka að- stöðu, auð eða vald, fjekk jafnan rjett hinum, er van- máttkir stóðu með tvær hendur tómar, og skyldunum var einnig skipt jafnt á báða. Af þessu leiddi eðlilega, að misjöfnurnar á kjörum mannanna uxu en minnkuðu ekki, hversu jafnt sem menn deildu atkvæðisrjettinum og hinu svokallaða pólitíska frelsi. Fleiri og fleiri urðu útilokaðir frá uppsprettum lífsnauðsynjanna: náttúrugæð- unum, sem hinir sterkari, óhlutvandaðri og auðugri náðu á sitt vald. Petta hefir leitt til hinnar alkunnu auðvalds- þrælkunar, sem nú reynist engu minna böl og ranglæti en hin pólitíska og stjórnfarslega þrælkun áður var. Og þetta böl, þetta ranglæti, krefst nú bráðrar úrlausnar, ef Evrópumenningin nú á ekki að fá sömu endalykt og menningartímabil fornþjóðanna. Með þessu er þó alls ekki sagt, að baráttan fyrir hinni pólitísku hugsjón hafi verið árangurslaus. Nei, því er fjarri. Hún hefir veitt mönnum afar-dýrmæta reynslu og þroskað skilninginn; hún var óhjákvœmilegur liöur i frampróuninni. Þegar nokkrar kynslóðir mannanna hafa, í trú og ept- irvænting betri líma, unnið að framkvæmd einhverrar hugsjónar og fengið hana, að meira eða minna leyti, framkvæmda, án þess upp hafi runnið sú gullöld, er menn höfðu vænzt, þá gengur ætíð yfir, á eptir, efa-, vantrúar- og kæruleysis-tímabil. Fjöldi manna missir alla trú á umbótum mannlífsins; hinar siðlegu kröfur lækka;

x

Tímarit kaupfjelaga og samvinnufjelaga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit kaupfjelaga og samvinnufjelaga
https://timarit.is/publication/329

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.