Tímarit kaupfjelaga og samvinnufjelaga - 01.01.1911, Síða 74

Tímarit  kaupfjelaga og samvinnufjelaga - 01.01.1911, Síða 74
70 eigingirni og sjerplægni, hræsni og yfirdrepsskapur ráða mestu; samábyrgðartilfinning lífsheildarinnar þverrar eða hverfur, og allt kemst á ringulreið, þangað til ný um- bótahugsjón lifnar í djúpi mannssálnanna og með henni ný von og trú á framtíðina. Nú hefir ein þessi efa- og vantrúaralda gengið um hríð yfir hinn svokallaða menntaða heim. Mjög mikill fjöldi manna hefir misst trúna á árangur hins pólitíska frelsis eða stjórnarforma eða á hina svonefndu óbundnu samkeppni, án þess þó að þeir hafi komið auga á aðra nýja úrlausn. Petta hefir leitt til þeirrar pólitísku og efnahagslegu ó- aldar, sem yfir þjóðirnar hefir gengið á síðari árum, og flestir hjer hafa einhverjar sagnir af í blöðum og ritum, án þess að gera sjer grein fyrir að þetta geti átt rætur sínar í öðru en þeirri spillingu mannanna, sem prestar óg guðfræðisrit tala um. F*að er nú illt að vakna til lífsins og alast upp á þessum vantrúar- og hugsjónaleysistímabilum, enda al- ast þá upp gallaðar kynslóðir, kaldar, síngjarnar, kæru- lausar og jafnvel grimmar. Og hvers vegna? Af þvf engin göfug framtíðarhugsjón er þeim innrætt í æsku, engin siðlég umbótakrafa vakin í sálum þeirra, er tekið gæti krapta þeirra og þrá í sína þjónustu og beint hug- um þeirra að hærra marki en þrengstu eiginhagsmuna, pólitísks flokkadráttar og ofstækis. Vjer íslendingareigum nú, enn sem komið er, torvelt með að átta okkur á þessum hlutföllum mannlífsins, nema gegn- um erlendar bókmenntir og fræðslu, af því vjer erum svo lítt þroskaðir þjóðfjelagslega, og afskekktir frá megin- straumnum; vjer höfum svo litla reynslu. En þó hygg eg að benda megi á þennan öldugang í okkar litla þjóðfjelagi. Hin fyrsta vakning, sem fór yfir land vort, eptir mið- aldamókið, var siðlegs og efnahagslegs eðlis, með »ró- mantískum« blæ. Eggert Ólafsson setti markið gleggst,

x

Tímarit kaupfjelaga og samvinnufjelaga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit kaupfjelaga og samvinnufjelaga
https://timarit.is/publication/329

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.