Morgunblaðið - 05.10.2008, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 05.10.2008, Blaðsíða 8
8 SUNNUDAGUR 5. OKTÓBER 2008 MORGUNBLAÐIÐ VEÐUR Umræður um fjárlagafrumvarpríkisstjórnarinnar hafa fallið í skuggann af efnahagsfárviðrinu sem blindar flestum sýn þessa dag- ana.     Enda segja sumir að það þýði lítiðað tala um fjárlög þessa dagana vegna efnahagsóvissunnar.     Í frumvarpinueru hins vegar atriði sem þegar hljóta að orka tvímælis og ástæða er til að benda á.     Þar ber hæst aðláta skatta og gjöld elta verðbólguna. Þarna er um að ræða benzín- og olíugjald, bifreiðagjald, kílómetragjald, áfengis- og tóbaksgjald.     Gjöld á eldsneyti, bíla og áfengihafa lengi verið með þeim hæstu í heiminum. Það eina, sem hefur breytt þeim alþjóðlega sam- anburði, er gengisfall krónunnar.     Margir skattgreiðendur höfðuvonað að ríkið lækkaði olíu- og benzíngjaldið til að mæta sí- hækkandi olíuverði, ekki sízt af því að verðhækkanirnar skila ríkissjóði auknum virðisaukaskatttekjum.     Nú blasir við að enn verður bætt í.Ef verðbólgan vex enn á næstu vikum, eins og flest bendir til, munu þessi gjöld líklega hækka enn í meðförum þingsins.     Þau elta þá ekki bara verðbólg-una, heldur búa til verðbólgu – því að auðvitað þýðir hækkun þess- ara gjalda að viðkomandi vörur hækka í verði.     Er þetta skynsamleg pólitík hjáfjármálaráðherra? STAKSTEINAR Árni M. Mathiesen Skynsamleg pólitík?                            ! " #$    %&'  ( )                  * (! +  ,- . / 0     + -                                12       1  3   4 2- 2  * -  5  1 % 6! (78 9 4 $  (               !"#      :  3'45;4 ;*<5= >? *@./?<5= >? ,5A0@).? $ $    $     $         $                         *$BCD                       !  "        *! $$ B *!   %& ' (#  (& (#   !  )#* ) <2  <!  <2  <!  <2  %!#'  (+ ,(-" ).  E !-                <   #       $%&               '&    6  2      ( )   *       $       +  B  ( )    ,!        )        -  $   *  !   .    /0 (()11  )#( (2 )  ")(+ (3 $(   ( $($4 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://morgunbladid.blog.is/ FRÉTTIR  ANNA Helgadóttir læknir varði doktorsritgerð sína „Genetics of Myocardial Infarction: Variations in Genes Encoding 5-Lipoxygenase Activating Pro- tein and Leukot- riene A4 Hydro- lase and a Common Variant on Chromosome 9p21 Affect the Risk of Myoc- ardial Infarction“ eða „Erfðir krans- æðastíflu: Breytileiki í genum sem stjórna levkótríenframleiðslu og al- gengur breytileiki á litningi 9p21 auka áhættu á kransæðastíflu“, 29. ágúst sl. við læknadeild Háskóla Ís- lands. Leiðbeinendur í verkefninu voru dr. Guðmundur Þorgeirson og dr. Kári Stefánsson. Sú vinna sem lýst er í þessari rit- gerð er innlegg til aukins skilnings á tilurð og meingerð kransæðastíflu og- vitneskja gæti haft klíníska þýðingu þar sem lyf sem hindra annaðhvort FLAP eða LTA4H gætu haft áhrif þess á gang sjúkdómsins. Helgadóttir er fædd 15. mars 1968. Hún lauk BSc. prófi og embættisprófi við læknadeild Háskóla Íslands árið 1996. Hún hóf störf hjá Íslenskri erfðagreiningu 1998 og hefur stýrt þar síðan rann- sóknum á erfðum kransæðastíflu. Sambúðarmaður Önnu er Kristján Sigurðsson húsasmíðameistari og eiga þau saman Maríönnu sem er 15 ára og Marinó 11 ára. Doktor í læknisfræði Anna Helgadóttir MAGNÚS Kristjánsson, fram- kvæmdastjóri Orkusölunnar, segist ekki geta tekið undir að markaðs- væðing raforkumarkaðarins hér á landi hafi misheppnast. Fram kom í Morgunblaðinu um síðustu helgi að frá því að sala á raf- magni var gefin frjáls hafa fáir not- endur skipt um orkufyrirtæki, eða innan við 1% allra notenda. Er það t.d. mjög lágt hlutfall í samanburði við flestar aðrar Norðurlandaþjóðir. Magnús segir að fjöldi sölu- aðilaskipta sé ekki endilega besti mælikvarð- inn á hvernig til hefur tekist með tilkomu sam- keppninnar í raf- orkusölu. Bendir Magnús einkum á litla hækkun á söluliðnum, langt innan við hækkun neysluvísitölunnar. Þannig hafi ein kílóvattstund hjá meðalviðskiptavin Orkusölunnar hækkað um 2,99% síðan í janúar 2005, eða úr 3,68 krónur í 3,79 krónur, án virðisauka- skatts. Samkeppni til staðar „Margir telja þá staðreynd, að raforkuverð sé nánast það sama hjá öllum sölufyrirtækjum, vera merki um að engin samkeppni sé til stað- ar. Ég tel aftur á móti að það sýni að samkeppni sé á markaðnum, enda kostnaður fyrirtækjanna við orkuöflun mismunandi. Ef fyrirtæk- in ætla að verðleggja vöru sína hærra en samkeppnisaðilarnir þýðir það að þau missa markað sem væntanlega ekkert þeirra sættir sig við. Því er eðlilegt að verð sé svipað hjá þeim sem keppa á þessum markaði,“ segir Magnús. bjb@mbl.is Markaðsvæðing ekki misheppnuð Magnús Kristjánsson Eftir Ólaf Bernódusson Skagaströnd | Nýtt frumsamið leikrit um Þórdísi spákonu í leikstjórn Bryndísar Petru Bragadóttur var frumsýnt í Fellsborg á Skagaströnd í gærkvöldi, laugardag. Leikritið, sem heitir Spákonan, er eftir Guð- brand Ægi Ásbjörnsson en hann skrifaði það eftir sögu Dagnýjar Sig- marsdóttur, Sigrúnar Lárusdóttur og Svövu Sigurðardóttur. Þá samdi hann einnig söngva og tónlist sem flutt er í leikritinu. Spákonan segir sögu Þórdísar spákonu, sem talin er hafa verið landnámsmaður á Skagaströnd. Það er Spákonuarfur sem stendur fyrir leiksýningunni en höfundar sög- unnar eru helstu driffjaðrirnar í því fyrirtæki. Allt að 20 manns taka þátt í sýningunni. Morgunblaðið/Ólafur Bernódusson Spákona Eiríkur trúboði á Hofi veitir Guðrúnu gömlu syndaaflausn. Spákonan frumsýnd á Skagaströnd Í HNOTSKURN »Spákonuarfur hefur ástefnuskrá sinni að gera veg Þórdísar spákonu sem mestan. »Á vegum Spákonuarfs ersafnað vitneskju um spá- dóma og aðferðir við að spá fyrir um óorðna hluti. Á MEÐAN ríkisstjórnin fundaði á föstudag um alvarlega stöðu í efna- hagsmálum voru krakkar úr 6. og 7. bekk Salaskóla í ratleik um miðbæ Reykjavíkur. Nokkur þeirra guðuðu á gluggann á hurð stjórn- arráðsins til að athuga hvernig þeim fullorðnu gengi að ráða ráð- um sínum. Morgunblaðið/Kristinn Guðað á glugga í stjórnarráðinu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.