Morgunblaðið - 05.10.2008, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 05.10.2008, Blaðsíða 11
Oddur vann á leikskóla eftir að hann kláraði stúdentsprófið. Það átti ofsalega vel við hann. Hann hefur mjög gaman af börnum og er áhuga- samur um þau. Enda er hann í óvenjulegri stöðu með fimm yngri systkini! Hann hefur sérstaklega mikið og gott lag á krökkum. Ég reyni reglulega að kalla systk- inin öll saman. Mér finnst gaman að hafa sem flesta við eldhúsborðið og elda mikinn mat. Oddur er sjálfur mjög góður kokkur og hefur áhuga á matargerð. Oddur er músíkalskur og eitt af því sem fjölskyldan hefur gaman af að gera er að syngja og spila saman. Hann lærði á hljóðfæri, á píanó og aðeins á harmonikku. Hann er einn af þeim sem spila meira eftir eyranu en eftir nótum. Við höfum verið mikið í Flatey á Breiðafirði en ég á ættir að rekja þangað. Svo eyddum við sumrunum í Hrísey þegar Oddur og Auður voru lítil. Þar áttum við hús með vin- ahjónum okkar þannig að þeirra fyrstu æskuminningar eru áreið- anlega þaðan. Mér finnst það mikil gæfa að hafa eytt tíma þarna. Þau upplifðu mikið frelsi og tækifæri til að hafa frumkvæði. Í Flatey lærðu þau til verka með ýmsa hluti og það verður ekki af þeim tekið. Þau hafa reynslu víðar en af mölinni. Mér finnst það mikilvægt að þau hafi fengið tækifæri til þess. Það er líka partur af uppeldi að búa barninu fjölbreytt umhverfi. Pólitíkin í lífinu Oddur hafði um tíma áhuga á því að vera í flokkspólitík. Hann var í Ungum vinstri grænum um skeið en fór svo að vinna hjá fjölmiðli og áherslurnar breyttust. Ég er þeirrar skoðunar að lífið sé pólitík og það sé erfitt að komast hjá því að vera pólitískur í sínu daglega lífi. Það er pólitík að kaupa innlendar vörur og stoppa í sokkana sína. Þeg- ar maður hugsar heiminn svona, þá eru stöðugar umræður um lífið og tilveruna, og þar á meðal pólitík, gegnumgangandi í fjölskyldulífinu. Oddur er mér mjög mikilvægur bandamaður þegar herðir að; þegar róðurinn er þyngri eins og hann hef- ur verið oft, sérstaklega núna síð- ustu misserin. Hann er mjög ráða- góður og mikill sanngirnismaður. Hann vill réttlæti. Það er hans að- koma að pólitík þessa dagana. Ég hef aldrei vitað til þess að það komi upp eitthvert mál sem Oddur hefur ekki skoðun á. Það er líka pólitík, hvernig maður talar við og umgengst börn. Það er kannski stærsta verkefnið og það skiptir máli að maður hafi borið gæfu til að eiga góð samtöl við börn- in sín. Mér finnst þetta vera það sem ég er ánægðust með í tengslum mín- um við hann og alla mína krakka. Við höfum alltaf lagt mikla áherslu á að eiga löng og góð samtöl, þar sem ég reyni að tileinka mér það að hlusta ekki minna en að tala. Oft er sýn þeirra líka fersk og óvænt, ómeng- aðri af fyrirfram gefnum hug- myndum. Það er eiginlega nauðsyn- legt að vera í sterku samtali við börn alla ævi. Uppeldi er samstarf milli uppal- andans og barnsins þar sem báðir hafa áhrif hvor á annan. Það sem mér finnst líka stórkostlegt er að kynnast börnunum sínum sem full- orðnu fólki. Það er nýr og skemmti- legur kafli sem við Oddur höfum ver- ið að fara inn í á allra síðustu árum. Það er frábært að eiga í slíku vin- áttusambandi á meiri jafnrétt- isgrundvelli.“ Morgunblaðið/Ómar í kringum sig Oddur Ástráðsson fæddist 7. desember 1984. Hann er sonur Svandísar og Ástráðs Haraldssonar hæstaréttarlögmanns, sem nú er kvæntur Eyrúnu Finnbogadóttur tónmenntakennara. Hann á fimm yngri systkini, Auði Ást- ráðsdóttur, Tuma og Unu Torfabörn og Egil og Snorra Ástráðssyni. Oddur er stúdent frá Menntaskólanum í Reykjavík og var þar í sigurliði skólans í spurningakeppninni Gettu betur. Á menntaskólaárunum var hann formað- ur ungliðahreyfingar Vinstri grænna í tvo vetur. Frá því í febrúar 2005 hefur hann starfað hjá 365 miðlum, lengst af hjá fréttastofu Stöðvar 2 en hann er dagskrárgerðarmaður í þættinum Ísland í dag. MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 5. OKTÓBER 2008 11 Svandís Svavarsdóttir er fædd 24. ágúst 1964. Foreldrar hennar eru Svavar Gestsson, fyrrv. ráðherra og sendiherra, og Jónína Benediktsdóttir skrifstofumaður, sem lést úr krabbameini árið 2005. Svandís á tvo yngri bræður. Hún hefur verið borgarfulltrúi Vinstri grænna frá árinu 2006. Þar á undan starfaði hún í 12 ár á Samskiptamiðstöð heyrnarlausra og heyrn- arskertra við rannsóknir og kennslu á táknmálstúlkun og íslensku tákn- máli. Hún stundaði nám við Háskóla Íslands í almennum málvísindum, ís- lensku og íslenskri málfræði. Svandís er gift Torfa Hjartarsyni, lektor við menntavísindasvið Háskóla Íslands. – bankinn þinn vaxtaauki! Allt að vextir ... ... 16,85% +10% *S am kv æ m t gi ld an di va xt at öf lu SP RO N 21 .s ep t. 20 08 .V ax ta au ki nn le gg st in n á re ik ni ng in n um næ st u ár am ót . Nýttu þér þetta TILBOÐ og stofnaðu reikning á spron.is Þeir sem stofna SPRON Vaxtabót á Netinu fyrir 3. nóvember nk. fá um næstu áramót 10% vaxtaauka á áunna vexti*
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.