Morgunblaðið - 05.10.2008, Blaðsíða 56
SUNNUDAGUR 5. OKTÓBER 279. DAGUR ÁRSINS 2008
Heitast 6° C | Kaldast 0° C
Suðvestan 8-15 m/s
og dálítil rigning á
vestanverðu landinu
en hægara og bjart
veður austan til. » 8
ÞETTA HELST»
Tekist á um ESB
Á minnisblaði, sem ASÍ lagði fram
á fundi með aðilum vinnumarkaðar-
ins í fyrrakvöld, var lagt til að stefnt
yrði að aðild „að ESB og upptöku
evru svo fljótt sem auðið er“. Sagt er
að viðbrögðin við tillögunni hafi ver-
ið með ýmsum hætti. » Forsíða
Sækja á Landsvirkjun
Hlutdeild Landsvirkjunar í raf-
orkuvinnslunni fór úr 93% í 72% á
tíu árum en frá árinu 1997 hefur
orkuframleiðslan aukist um 60%. Á
þeim tíma hefur vinnsla jarð-
varmavirkjana OR og HS tífaldast.
» 4
Margar bændakirkjur
Í Skagafirði er nú verið að skrifa
kirkjusögu héraðsins upp á nýtt en
ljóst er að eftir að kristni komst á og
fram undir 1300 voru þar kirkjur
nærri á öðrum hverjum bæ. Þær
voru svokallaðar bændakirkjur en
lögðust af er sóknarskipulagi var
komið á. » 6
Fjárlögin fyrir næsta ár
Fjárlagafrumvarpið fyrir næsta
ár liggur nú fyrir Alþingi en sam-
kvæmt því munu útgjöld ríkisins
hækka um 46,9 milljarða króna. Er
því þó spáð að vegna samdráttarins í
efnahagslífinu muni tekjur ríkisins
lækka um 13 milljarða króna. Per-
sónuafsláttur hækkar um 24.000 kr.
og tekjuskattur fyrirtækja lækkar í
15%. » 28
Bændur í vanda
Margir bændur eiga í erfiðleikum
um þessar mundir og eru þeir farnir
að leita sér aðstoðar og ráðgjafar hjá
Bændasamtökunum. Dæmi eru um
áttfaldar heildarskuldir á við árs-
veltu sama bús en í venjulegu árferði
er talið að meðalbú þoli fjórfaldar
skuldir á við ársveltu. Aðföng til bú-
reksturs hafa hækkað mikið að und-
anförnu. » 30
SKOÐANIR»
Ljósvakinn: Flakkað um töfraheima
Indlands
Staksteinar: Skynsamleg pólitík?
Forystugrein: Ofurlaunaliðið
UMRÆÐAN»
Kveðja til frú Ástu Möller
Sínum augum lítur hver á silfrið
Norðurlandasamstarfið – brú Ís-
lands til alþjóðasamfélagsins
TÓNLIST »
Steed Lord þeytist um
veröld klúbbanna. » 46
Reggí-sveitin
Hjálmar boðar fagn-
aðarerindi reggísins
á þrennra tónleika
ferðalagi um Rúss-
land. » 51
TÓNLIST »
Aftur til
USSR
KVIKMYNDIR »
Bestu kvikmyndir RIFF
að mati Moggans. » 52
TÓNLIST »
Hvað í ósköpunum er
portúgalskt fado? » 48
Breski myndlist-
armaðurinn Marc
Quinn hefur nú gull-
slegið fyrirsætuna
og tískuíkonið Kate
Moss. » 50
Allt er gull
sem glóir
FÓLK »
reykjavíkreykjavík
5 6 9 1 1 0 0
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is
Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100
mbl.is: netfrett@mbl.is
5 6 9 0 9 0 0 0 0 0 9 0 0
Í LAUSASÖLU 395 ÁSKRIFT 2950 HELGARÁSKRIFT 1800 PDF Á MBL.IS 1700
VEÐUR»
» VEÐUR mbl.is
»MEST LESIÐ Á mbl.is
1. Róbert Wessman vill Glitni
2. Blikkandi gemsar í þingsalnum
3. Icelandair kynnir nýtt farrými
4. Aðeins í örugga höfn
Borgarleikhúsinu
Fólkið í
blokkinni
VINNINGSHAFINN sem var svo
heppinn að vinna 13 milljónir í bón-
usvinningi Víkingalottósins sl. mið-
vikudag er búinn að gefa sig fram
við Íslenska getspá.
Að sögn Stefáns Konráðssonar,
framkvæmdastjóra Íslenskrar get-
spár, var sá heppni Borgfirðingur í
þetta skiptið og keypti hann mið-
ann í Hyrnunni þegar hann stopp-
aði þar til að kaupa bensín og lét
sölukassann velja raðirnar. Þegar í
ljós komu 5 réttar tölur auk vinn-
ingstölu brunaði maðurinn í bæinn
og var að eigin sögn mjög stress-
aður alla leiðina um að einhver mis-
skilningur væri á ferðinni. Svo var
hinsvegar ekki og hann sneri aftur
heim alsæll og 13 milljónum ríkari.
Vinningurinn er að sjálfsögðu vel
þeginn á krepputímum og kemur
sér ekki síst vel þar sem maðurinn
byggði sér nýlega hús sem hann er
enn að greiða niður. una@mbl.is
Borgfirðingur vann 13
milljónir í bónusvinning
FUGLAVERND minnir á smá-
fuglana nú þegar vetur brestur á af
fullum þunga. Þurfa fuglarnir fjöl-
breytta fæðu en bent er á að hver
tegund hafi sinn matseðil. Fita
hentar þó flestum fuglum vel í kuld-
anum. Fyrir þresti, starra og
hrafna má nefna brauð, epli, fitu,
kjötsag og matarafganga. Mælt er
með kurluðum maís og hveitikorni
handa snjótittlingum. Nauðsynlegt
er að gefa fuglunum reglulega.
Munum eftir
smáfuglunum
Morgunblaðið/Ómar
Kuldi Hart í ári hjá smáfuglunum
sem mannfólkinu þessa dagana.
Eftir Unu Sighvatsdóttur
una@mbl.is
TÖLUVERÐ umferð var við opnun
nýs 38.000 fermetra verslunarkjarna
við Korputorg í Grafarvogi um átta-
leytið í gærmorgun. Margir létu sig
hafa það að rísa snemma úr rekkju á
köldum laugardagsmorgni til að
nýta sér þau opnunartilboð sem í
boði voru og myndaðist röð fyrir ut-
an áður en opnað var inn.
„Ég er að kaupa jólagjafirnar,“
sagði Hildur Tryggvadóttir, sem
blaðamaður rakst á við leikfangahill-
una í Rúmfatalagernum. „Maður
verður að nýta tækifærið og reyna
að hafa þær ódýrar svona einu
sinni.“ Fleiri reyndust vera í sömu
hugleiðingum og virtust leikföng
raunar vera það sem helst rataði í
kerrurnar hjá fólki, sem var forsjált
og hafði jólagjafir barna og barna-
barna í huga.
Mest var að gera í nýrri verslun
leikfangarisans Toys ’R’ Us þar sem
raðir voru á öllum kössum, þótt ekki
væri það neitt í líkingu við hama-
ganginn þegar fyrsta Toys ’R’ Us
búðin var opnuð við Smárann í
Kópavogi í október 2007. Þá var
enda tíðarandinn annar en kreppan
virðist þó enn ekki hafa slegið á
eftirspurnina eftir leikföngum.
Þorvaldur Þorláksson, forstjóri
fasteignafélagsins SMI sem byggði
Korputorg segist ánægður með við-
tökurnar fyrstu klukkustundirnar.
„Þetta er svona í takt við það sem
við áttum von á. Það kom ákveðinn
hvellur í byrjun, fyrstu raðirnar
byrjuðu að myndast upp úr klukkan
sjö í morgun og svo hefur verið mjög
jafn straumur af fólki síðan.“ Efna-
hagslægðin breytti nokkuð upphaf-
legum áformum um Korputorg og
stendur um fjórðungur húsnæðisins
enn tómur. Þorvaldur segir þó
kreppuna ekki hafa bitið á þá þenn-
an fyrsta verslunardag. „Allavega
kemur fólkið, það vantar ekki. Það
virðist enn vera vænting eftir nýjum
vörum og greinilegt að landinn hefur
byrjað jólainnkaupin.“
Morgunblaðið/hag
Biðlund Það var eins gott að vera vel klæddur gegn kuldanum í biðröðinni sem myndaðist skömmu fyrir opnun nýrrar verslunar Toys ’R’ Us.
Kaupmáttur er ekki þorrinn
Biðröð myndaðist við opnun nýrrar
verslunarmiðstöðvar í Korputorgi
Afsláttur Ýmis girnileg opnunartilboð var að finna í leikfangaversluninni.