Morgunblaðið - 05.10.2008, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 05.10.2008, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 5. OKTÓBER 2008 41 Flatahraun 5a • www.utfararstofa.is Vaktsími: 565 5892 & 896 8242 • Sólarhringsvakt Komum heim til aðstandenda ef óskað er ÚTFARARSTOFA HAFNARFJARÐAR Kistur • Krossar • Sálmaskrár • Duftker • Blóm • Fáni • Gestabók • Erfidrykkja • Prestur Kirkja • Legstaður • Tónlist • Tilkynningar í fjölmiðla • Landsbyggðarþjónusta • Líkflutningar Suðurhlíð 35 Fossvogi • www.utforin.is Vaktsími: 581 3300 & 896 8242 • Sólarhringsvakt Komum heim til aðstandenda ef óskað er Bryndís ValbjarnardóttirSverrir Einarsson ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS Það sem hafa ber í huga varðandi andlát og útför Hermann Jónasson Yvonne Tix ✝ Hugheilar þakkir til allra sem sýndu samúð, hlýhug og vináttu við andlát elskulegu konunnar minnar, SIGRÍÐAR SIGURGEIRSDÓTTUR, Seiðakvísl 31, Reykjavík. Halldór Valdemarsson. hún lifði. Okkar gamli kennari Her- mann Hjartarson fylgdist með okkur Sævari í námi alla tíð og má sem dæmi um tryggð hans nefna að hann og kona hans buðu okkur Sævari ásamt eiginkonum heim til sín í kaffi til skrafs og upprifjunar gamalla stunda eftir að við höfðum báðir lok- ið okkar háskólanámi. Virtist Her- mann mjög ánægður með „strákana sína“. Ekki ætla ég að fjalla um lækn- isstörf Sævars til þess eru aðrir mér færari. Þó er mér kunnugt um að hann naut gífurlegra vinsælda og trausts sem barnalæknir og var allan sinn starfsferil yfirhlaðinn störfum. Síðustu ár stundaði Sævar hesta- mennsku af miklum áhuga enda lengst af vel á sig kominn, grannur og hress. Hann hlaut þó, eftir snarpa baráttu, að lúta þeim sjúkdómi sem margan fellir. Þó stóð hann meðan stætt var og bar veikindi sín af karl- mennsku allt til endaloka. Vil ég að leiðarlokum þakka Sæv- ari ævilanga vináttu um leið og við Esther sendum Sigrúnu, dætrum og barnabörnum innilegar samúðar- kveðjur. Þorsteinn Júlíusson. Hann Sævar er dáinn. Það er stað- reynd sem erfitt er að sætta sig við. Síðustu daga hefur verið ljóst í hvað stefndi en það kom mér samt í opna skjöldu þegar hann kvaddi, maður er aldrei tilbúinn þrátt fyrir aðdrag- anda. Veikindum sínum tók Sævar af yfirvegun og aldrei kvartaði hann og í raun gerði maður sér ekki grein fyrir hvað hann var veikur. Þegar við hittumst síðast fyrir stuttu var hann hress, brosti og hló og talaði af ástríðu um hestana sína, þannig var hann. Sævar var frábær læknir og fjöl- skyldan er heppin að hafa fengið að hafa hann sem lækni. Mér er sér- staklega minnisstætt þegar ég fékk heiftarlega botnlangabólgu þrettán ára gömul og þurfti á uppskurði að halda. Sævar gerði sér þá lítið fyrir og lét ræsa út lýtalækni til að skera „fósturdótturina“ upp svo að hún fengi ekki ljótt ör. Og ekki reyndist hann síðri þegar Björn Snær fæddist og við urðum reglulegir gestir upp á barnadeild. Honum fannst alltaf frá- bært að hitta Sævar „afa“ og var ekki sáttur við aðra lækna. Björn Snær tilkynnti þeim að þeir kynnu ekki að kíkja í eyrun eins og Sævar „afi“ og vildi ekki sjá að þeir skoðuðu sig. Svona er að vera góðu vanur. Fjölskyldur okkar hafa verið ná- tengdar vináttuböndum í yfir 40 ár og maður finnur hvað maður er ríkur að eiga svona góða að. Sævar var yndislegur maður sem og öll hans fjölskylda og alltaf gaman að hitta þau. Stórt skarð var höggvið í hana síðastliðið haust þegar Tóti minn lést en ég veit að þeir feðgar eru saman einhvers staðar á öðrum stað og að við eigum öll eftir að hittast seinna. Það er með trega sem ég kveð Sævar og við fjölskyldan eigum eftir að sakna hans sárt. Elsku Sigrún mín, Dóra Soffía, Linda og fjölskyldur. Megi Guð gefa ykkur styrk í sorginni og hjálpa ykk- ur að komast í gegnum erfiðan tíma. Minningin um hann mun verða ljós í lífi okkar um ókomin ár. Kom, huggari, mig hugga þú, kom, hönd, og bind um sárin, kom, dögg, svala sálu nú, kom, sól, og þerra tárin, kom, hjartans heilsulind, kom, heilög fyrirmynd, kom, ljós, og lýstu mér, kom, líf, er ævin þver, kom, eilífð, bak við árin. (Valdimar Briem.) Bylgja Björnsdóttir. Við andlát vinar míns Sævars Halldórssonar læknis leita á hugann margar góðar minningar. Kynni okkar voru ekki mikil fyrstu árin, þó að við byggjum báðir við Grettisgöt- una, en þau urðu sífellt meiri og betri eftir því sem leið á menntaskólaárin og með náminu í Háskólanum. Það vildi einnig svo til, að við vorum sam- ferða í tilhugalífinu. Konuefni okkar voru vinkonur og við gengum í hjónaband sama árið, 1957. Dóttir þeirra Dóra Soffía fæddist réttum níu mánuðum eftir að Sigrún heim- sótti konu mína á fæðingardeildina eftir fæðingu sonar okkar. Námsferill Sævars var glæsilegur. Að loknu kandidatsprófi frá lækna- deild Háskólans 1961 var hann sett- ur héraðslæknir á Siglufirði og vann síðan á ýmsum deildum Landspítal- ans fram til 1963 er hann fór til Bost- on til framhaldsnáms með konu og tvö börn. Þar stundaði hann sér- fræðinám í barnalækningum og einkum með þá sem voru fæddir með andlega og líkamlega fötlun í huga. Þessu námi, sem að mestu fór fram við Harvard-háskóla og Mass. Gen. Hospital, lauk 1968. Frammistaða Sævars var slík, að honum buðust stöður og kjör sem þóttu mjög freist- andi, en hugurinn stefndi heim. Og heim komu þau, nú með þrjú börn, og við tók mikil vinna á mörgum stöðum. Hann var sérfræðingur á Kópavogshæli, barnadeild Landa- kotsspítala, Læknastöðinni Glæsibæ, síðar Læknastöð Landa- kots, barnadeid Landspítala í Foss- vogi, Kjarvalshúsi, Greiningarstöð ríkisins auk kennslu við Háskólann ofl. Einna kærust held ég honum hafi þótt störfin á Landakotsspítala þar til barnadeildin var flutt í Fossvog og sárastur var hann þegar sú deild var lögð niður og sameinuð Barna- spítala Hringsins. Rekstur stofu reyndist honum erfiður þar sem veikindi stórs hluta sjúklinga hans voru með þeim hætti að viðtöl og skoðanir tóku mun lengri tíma en samningar gerðu ráð fyrir í greiðslu og þar að auki voru þeir ófáir, sem fengu ekki að greiða sinn kostnaðar- hluta. Sævar var duglegur að sækja ráð- stefnur og námskeið erlendis og fór þá jafnan til Bandaríkjanna og þá helst á fornar slóðir til Boston. Á ár- um áður stunduðum við töluvert lax- veiðar saman, en hann var löngu hættur því og kominn í hesta- mennsku sem átti hug hans allan, allt til vors, þegar heilsa hans leyfði ekki meira. Það er rúmt ár síðan þetta mein fannst hjá Sævari og fyr- ir tæpu ári eða 21. október sl. dó son- ur þeirra Þórir læknir þannig að skammt er stórra högga á milli. Blessuð sé minning þeirra beggja. Ég og fjölskylda mín eigum Sæv- ari mikið að þakka. Hann var læknir okkar hjóna, allra barna okkar og barnabarna, alltaf til þjónustu reiðubúinn. Yngri dóttir mín minnist þess að hafa hringt í hann eitt sinn og afsak- að ónæðið en hann svaraði: „Mæður eiga að vera vel á verði og betra er að hringja tíu sinnum of oft heldur en einu sinni of sjaldan.“ Þannig minn- umst við Sævars og óskum honum Guðs blessunar. Við fjölskyldan sendum Sigrúnu og dætrunum inni- legar samúðarkveðjur. Ólafur G. Karlsson. Fyrir nýútskrifaðan unglækni var það mikil upplifun að kynnast Sæv- ari Halldórssyni árið 1971. Þá var hann nýlega kominn til landsins eftir glæsilegan námsferil í Bandaríkjun- um, fyrst í Worcester Massachusetts 1963-1964, en síðan við Massachu- setts General Hospital í Boston 1964-1967. Sævar var glæsilegur á velli, hafði á sér yfirbragð heims- mannsins og ljóst var að hann bjó yf- ir yfirburða þekkingu og kunnáttu í barnalæknisfræði. Ég tel að kynni mín við hann á þessum árum hafi ráðið úrslitum hvert leiðin lá síðar á námsbrautinni. Örlögin höguðu því síðar á þann hátt að við urðum nánir samstarfsmenn í 25 ár. Árin á barna- deild Landakotsspítala voru mjög skemmtileg, en forystu við uppbygg- ingu deildarinnar, höfðu haft ásamt Birni Guðbrandssyni þeir félagar Sævar og Þröstur Laxdal. Þar voru oft langir vinnudagar og sjúklingum sinnt eftir því sem þurfti án tilstilli stimpilklukku. Vinnuandinn var hins vegar frábær og að mörgu leyti er mikil eftirsjá að þeirri stofnun sem þar var rekin. Tilfinning mín er sú að á Landakoti hafi Sævar átt sína bestu daga í starfi.Vinnuþrek hans var með ólíkindum, því ásamt störf- um við barnadeildina rak hann eigin stofu og gegndi auk þess hlutastöð- um við Kópavogshælið og Greining- arstöð. Lærdómsríkt var að fylgjast með viðmóti Sævars og framkomu við foreldra og börn. Vinsældir hans voru miklar meðal foreldra og marg- ir sjúklinganna bundust honum vin- arböndum sem enst hafa ævina út. Á námsárum Sævars í Boston var hann samtíða mörgum barnalækn- um sem síðar urðu forystumenn í sínu fagi í Bandaríkjunum. Tengsl við þessa aðila urðu margoft til þess að greiða götu barna með erfiða sjúkdóma sem þurftu læknishjálp erlendis frá. Ekki síður komu þau sér vel þegar aðstoða þurfti unga lækna sem hugðu á framhaldsnám í Bandaríkjunum. Fáir eru þeir starf- andi barnalæknar á Íslandi í dag sem ekki hafa notið handleiðslu Sæv- ars um lengri eða skemmri tíma og hygg ég að þeir kunni honum miklar þakkir fyrir. Frá árinu 1997 helgaði Sævar alfarið starfskrafta sína sjúkrahúsinu eftir að barnadeildin flutti í Fossvoginn og síðustu tvö starfsárin á Barnaspítalanum. Ég er þakklátur fyrir þann tíma sem ég fékk að starfa með Sævari. Fjöl- skyldu hans og ástvinum sendum við Ragna innilegar samúðarkveðjur. Árni V. Þórsson. Svipmyndir. Horft um öxl. Tún- gata 27, Siglufirði, í desembermán- uði 1961. Ung læknishjón leigja efri hæðina í tvíbýlishúsi, þar sem ég, fimmtán ára unglingur, átti heima með foreldrum mínum. Þetta voru Sigrún og Sævar með Dóru Soffíu tveggja ára. Sigrún var ófrísk að Tóta. Foreldrar mínir tóku þessum ungu hjónum sem börnum sínum og Dóra Soffía eignaðist afa og ömmu á Sigló. Mikill og daglegur samgangur var á milli hæðanna og varð að ævi- langri vináttu sem aldrei bar skugga á. Sævar var ráðinn héraðslæknir á Siglufirði í tæpt ár. Svo vel var hann liðinn þar að fólki fannst og finnst ótrúlegt að hann hafi ekki starfað þar miklu lengur. Það skapaðist óvenjusterkt vin- áttusamband milli Sævars og pabba – skrifuðust þeir reglulega á eftir að Sævar fór í framhaldsnám til Boston og héldu því áfram eftir að þau fluttu heim aftur. Það er ekki nema mán- uður síðan við Sævar sátum og rifj- uðum þetta upp og vorum bæði mið- ur okkar yfir að þessi bréf skuli flest glötuð. Þetta sýnir hvern mann Sæv- ar hafði að geyma, trygglyndi hans var einstakt. Sævar var framúrskarandi barna- læknir, auk lækniskunnáttu sinnar og menntunar hafði hann einstakt lag á að ná til barna, tala við þau og róa, alltaf jafnrólegur og yfirvegaður sjálfur. Sonur okkar Birkir var oft veikur fyrstu tvö árin og var Sævar okkar „hirðlæknir“ eins og við köll- uðum hann. Eina nóttina ákváðum við að hlífa honum og hringdum á næturlækni, sem aldrei komst nær barninu en í tveggja metra fjarlægð, því sá stutti stóð á öskrinu og kallaði á Sævar, hvers viðbrögð voru að hundskamma okkur foreldrana og tilkynna okkur að hann vildi ekki láta hlífa sér. Þannig var Sævar, allt- af gátum við hringt og komið til hans bæði í gleði og sorg. Nú hefur sorgin bankað upp á tvíefld. Það er aðeins tæpt ár síðan Tóti okkar lést, sonur Sigrúnar og Sævars, harmdauði öllum sem til þekktu. Ég veit ekki hvernig Sigrún mín, Dóra Soffía, Linda Sif og barna- börnin eiga að sigla gegnum þessa miklu sorg, en ég trúi því að Guð leggi ávallt líkn með þraut. Aldrei heyrði ég Sævar kvarta en veikindin fóru með hann á ótrúlega skömmum tíma. Aðeins fjórum dög- um áður en hann lést sátum við Björn hjá honum og þeir töluðu um hesta, aðaláhugamál Sævars í seinni tíð. Það er erfitt að lýsa manni eins og Sævari því hann var einstakur, hann var mér eins og einn af bræðrum mínum og okkur þótti alveg óend- anlega vænt um hann. Við Björn biðjum algóðan Guð að styrkja Sig- rúnu, Dóru Soffíu, Lindu Sif og fjöl- skyldur og biðjum þess að birti til og allar góðu minningarnar lifi og fái notið sín. Sjálf er ég sannfærð um að þeir feðgar séu sameinaðir á öðrum og betri stað. Við fjölskyldan erum Guði óendanlega þakklát fyrir að hafa þekkt og átt Sævar að í tæp fimmtíu ár og kann engin betri kveðjuorð en segir í Hávamálum. En orðstír deyr aldregi hveim er sér góðan getur. Anna Sigríður Árnadóttir. „Hvað ef þú deyrð frá mér? Hvað geri ég þá? Við hvern get ég talað?“ Árið var 1975 og spurningarnar af- skaplega óraunhæfar þar sem þú varst rétt rúmlega fertugur og ótt- inn við að þú myndir á þeirri stundu deyja úr elli fáránlegar. En rúmlega tvítug móðir hafði fundið mann sem hún gat treyst fyrir demantinum sín- um. Þú varst maðurinn sem ég treysti mest og best. Árum saman voru engar ákvarðanir teknar án samráðs við þig. Enginn leiðbeindi betur. Þú varst alltaf til staðar þegar á þurfti að halda. Þú varst kletturinn í lífi okkar Lízellu. Við þekktum þig í rúma þrjá ára- tugi. Sem lækni og samstarfsmann en fyrst og fremst sem ráðagóðan vin. Þú faldir stundum fallega hjartalagið þitt bak við töffaralega framkomu og þeir sem ekki skildu að stundum þurfa læknar að fela sig bak við grímu fóru mikils á mis. Elsku Sigrún, Dóra Soffía, Linda Sif og fjölskyldur. Það eru engin orð nógu sterk til að lýsa samúð okkar vegna þeirra byrða sem á ykkur hafa verið lagðar á tæpu ári. Fyrst elsk- aður sonur og bróðir, nú elskaður eiginmaður, faðir og afi. Skrefin eru þung en með trúna að leiðarljósi munu þau verða léttbærari. Megi himnasmiðurinn styrkja ykkur og vaka yfir ykkur. Sævars Halldórssonar minnumst við sem mikils mannvinar, frábærs læknis og þeirrar manneskju sem við treystum best á erfiðum stundum. Guð varðveiti allar góðar minningar um góðan mann og við vitum að við tölum fyrir munn margra sem vilja þakka þessum yndislega barnalækni lífsbjörg og góða aðhlynningu. Það segir mikið um manngæsku hans þegar unglingar kröfðust þess að fá að vera áfram sjúklingar hans og leggjast á barnadeild. Hvíldu í friði, elsku Sævar. Við eigum ekki nógu sterk orð til að þakka þér samfylgdina og látum því einfalda orðið „takk“ duga í bili, enda trúum við að við hittumst aftur í ríki eilífðarinnar. Lízella og Anna Kristine.  Fleiri minningargreinar um Sævar Halldórsson bíða birtingar og munu birtast í blaðinu á næstu dögum. ✝ Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir og afi, ÓSKAR P. ÓSKARSSON, lést á Landspítalanum í Fossvogi föstudaginn 3. október. Útför hans fer fram frá Kópavogskirkju föstudaginn 10. október kl. 13.00. Lilja Guðbjörnsdóttir, börn, tengdabörn og barnabörn. ✝ Okkar ástkæra, ANNA ÁSTRÓS ÓLAFSDÓTTIR, andaðist að heimili sínu miðvikudaginn 1. október. Útförin fer fram frá Fossvogskapellu miðvikudaginn 8. október kl. 13.00. Filippus Þorvarðarson, Sólveig Filippusdóttir, Hafsteinn Filippusson, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.