Morgunblaðið - 05.10.2008, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 05.10.2008, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 5. OKTÓBER 2008 21 Eftir Ingu Rún Sigurðardóttur ingarun@mbl.is ÞAU tískuhús sem nærri alltaf er hægt að stóla á að komi fram með eitthvað fallegt og spennandi eru Chanel og Yves Saint Laurent. Hönnuðir fatalínanna eru enda stór nöfn í tískuheiminum, Karl Lagerfeld og Stefano Pilati. Lag- erfeld hefur verið mun lengur við stjórnvölinn hjá Chanel en Pi- lati hjá YSL en sá síðarnefndi hefur þó þegar getið sér gott orð fyrir hönnun sína. Hann þykir sýna gamla meistaranum, sem lést í sumar, tilhlýðilega virðingu en á sama tíma skapa eitthvað nýtt og vera leiðandi í tískuheiminum. Sýningar Chanel og YSL á vor- og sumartískunni 2009 þóttu heppnast vel en tískuvikunni í París lýkur í dag. Lagerfeld endurbyggði fram- hlið höfðuðstöðva tískuhússins við Rue Cambon fyrir sýninguna sem fram fór í hinni tilkomumiklu höll Grand Palais. Hann merkti meira að segja einhverjar af handtöskunum með heim- ilisfanginu svo enginn villist nú á leið sinni í verslunina. Fyrir þá sem eru að velta fyrir sér í hverju þeir eigi að fjárfesta á þessum óvissutímum er vel hægt að mæla með sígildri Chanel-dragt en þær halda verðgildi sínu vel. Stefano Pilati sagðist í samtali við Style.com hafa viljað skapa einfalda línu að þessu sinni, sem væri um leið „kven- leg og djörf. Mér fannst vera við hæfi að lyfta andanum aðeins upp“. Útkoman var skemmtileg blanda af aust- rænum áhrifum og nútímalegum línum. Upp- lífgandi tíska YSL Austrænt og nútímalegt. YSL Fortíðarbragur á förðun. Chanel Klassískur Karl Lagerfeld. Chanel Dragtin er sígild. Chanel Rokkaður strand- klæðnaður.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.