Morgunblaðið - 05.10.2008, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 05.10.2008, Blaðsíða 2
2 SUNNUDAGUR 5. OKTÓBER 2008 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir frett@mbl.is Fréttastjórar Sunna Ósk Logadóttir, sunna@mbl.is Egill Ólafsson, egol@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Björgvin Guðmundsson, fréttastjóri, bjorgvin@mbl.is Daglegt líf Anna Sigríður Einarsdóttir, annaei@mbl.is, Bergþóra Njála Guðmundsdóttir, ben@mbl.is Menning menning@mbl.is Fríða Björk Ingvarsdóttir, ritstjórnarfulltrúi, fbi@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins Guðlaug Sigurðardóttir, ritstjórnarfulltrúi, gudlaug@mbl.is Minningar mbl.is/sendagrein, Stefán Ólafsson, Arnór Ragnarsson Íþróttir sport@mbl.is Sigurður Elvar Þórólfsson, seth@mbl.is Víðir Sigurðsson, vs@mbl.is Sunnudagur Ragnhildur Sverrisdóttir, ritstjórnarfulltrúi, rsv@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is RÚMLEGA 300 ungmenni úr grunnskólum landsins eru nú samankomin á Reykjanesi þar sem fram fer um helgina stærsta landsmót Sam- fés, Samtaka félagsmiðstöðva, sem haldið hefur verið frá upphafi. Markmið mótsins er að mynda tengsl milli unglinganna og deila hugmyndum sem hægt er að nýta í starfi félagsmiðstöðvanna um land allt. Í gær var boðið upp á ýmsar mismunandi smiðj- ur, t.d. dans, umræðu, glersmiðju og bakara- smiðju, sem unglingarnir gátu valið um að taka þátt í og var afraksturinn sýndur á hátíð- arkvöldverði um kvöldið. Lögð er áhersla á að fulltrúar hverrar félagsmiðstöðvar velji sér fjöl- breyttar smiðjur sem þeir kynni svo síðar í eigin félagsmiðstöð. Þannig nær landsmótið til fleiri en bara þeirra unglinga sem sækja það. Í dag er svo landsþing ungmennaráðs Samfés þar sem krakkarnir stýra sjálfir umræðum á opnum vettvangi. Landsmót Samfés hefur reynst góður vettvangur fyrir nýkosin nem- endaráð að hefja félagsstarfið. una@mbl.is Unglingar á umræðufundi Landsmót Samfés fer fram í Garði um helgina þar sem 310 ungmenni af land- inu öllu sameinast til að deila hugmyndum og undirbúa félagsstarf vetrarins Ljósmynd/Víkurfréttir Smiðjur Söngsmiðjan á landsmóti Samfés var komin í fullan gang í gærmorgun á Suðurnesjum. Eftir Önund Pál Ragnarsson onundur@mbl.is FULLTRÚAR aðila vinnumarkaðar- ins hittust klukkan átta að morgni laugardags til að ræða um efnahags- aðgerðir. Eftir fundinn létu þeir lítið uppi og vildu ekki tjá sig fyrr en „þetta verður tilbúið.“ Stjórnendur stærstu lífeyrissjóða og landssambands þeirra funduðu í gærmorgun og lauk fundinum fyrir hádegið. Þar var farið yfir stöðu mála og viðhorf innan sjóðanna könnuð. Rætt var um fyrirkomulag aðstoð- araðgerða við íslenskt fjármálakerfi, ef af verður. Allir sjóðirnir verði með Eftir hádegi voru fundir ráðgerðir í ráðherrabústaðnum, með SA og ASÍ, fulltrúum stjórnarandstöðu og fulltrúum lífeyrissjóðanna. Hrafn Magnússon, framkvæmdastjóri Landssamtaka Lífeyrissjóða, sagði samtökin eiga stóran fund með for- mönnum og framkvæmdastjórum allra lífeyrissjóða á landinu, klukkan eitt eftir hádegið. Þar yrðu málin kynnt enn frekar og farið yfir atburði vikunnar. „Við vitum ekki enn hvað þetta eru miklar fjárhæðir sem stjórnvöld eru að óska eftir. Við þurfum upplýsingar um umfang vandans, svo aðgerðir okkar dugi til langtímastyrkingar krónunnar. Við leggjum sérstaka áherslu á að allir lífeyrissjóðirnir taki þátt. Af hálfu stærstu lífeyrissjóð- anna er það skilyrði að allir lífeyr- issjóðir í landinu verði með í þessu.“ Hrafn segir að af þeim samtölum sem hann hafi átt sé ekki annað að heyra en að sé skilningur ríki á ástandinu. Þá verði aðgerðir lífeyrissjóðanna samstilltar við hugmyndir aðila vinnumarkaðarins. „Þetta verður einn heildstæður pakki,“ sagði Hrafn. Morgunblaðið/Brynjar Gauti Fundir Hannes G. Sigurðsson og Vilhjálmur Egilsson frá SA koma til fundar í höfuðstöðvum ASÍ í gærmorgun ásamt Ólafi Darra Andrasyni frá ASÍ. Fundað stíft um helgina  Fulltrúar Samtaka atvinnulífsins og ASÍ, stjórnarandstöðunnar og lífeyrissjóð- anna ræða við ríkisstjórnina um helgina  Heildstæður pakki á að líta dagsins ljós Mætir Gylfi Arnbjörnsson frá ASÍ. „Þetta hefur gengið ljómandi vel og mikið af mannskap tekið þátt,“ sagði Otti Sigmarsson, talsmaður stórslysaæfingar í Grindavík, þegar hún stóð sem hæst í gær. „Þetta er afbragðsæfing. Veðrið leikur við okkur. Það heiðskírt og austangola og veðrið eins og best verður á kosið á þessum árstíma.“ Líkt er eftir jarðskjálfta sem skekur Grindavík rétt fyrir klukk- an átta á virkum degi með þeim af- leiðingum að hluti grunnskólans hrynur. Töluverður fjöldi nemenda er kominn inn í skólabygginguna en fleiri fyrir utan, á leiðinni inn, að sögn Otta. Rúmlega 100 björg- unarsveitamenn frá öllum lands- hlutum taka þátt í æfingunni, auk 25 slökkviliðs- og sjúkraflutninga- manna. Um 50 unglingar leika sjúk- linga í hamförunum. Líkt eftir skjálfta Á SAMA tíma og fjármálakreppan skellur með fullu afli á íslenska hagkerfinu reyna forystumenn í at- hafnalífi landsins að gera sem minnst úr tengslum sínum við Ís- land. Á þennan veg hefst frétta- skýring stórblaðsins Financial Tim- es um frostið á íslenska fjármála- markaðinum. Vitnað er til þeirra ummæla Jóns Ásgeirs Jóhannessonar, stjórn- arformanns Baugs UK, að fyr- irtækið standi traustum fótum, þar sem eignir félagsins, og stór hluti skulda, séu utan Íslands. „Þetta er eins og í stríði – óvar- legt tal getur kostað mannslíf,“ hef- ur blaðið eftir Don McCarthy, stjórnarformanni House of Fraser og fjárfesti í Baugi. Þá er haft eftir Gunnari Sigurðs- syni, forstjóra Baugs Group, að fyr- irtæki félagsins í Bretlandi standi á traustum grunni. Keðja Ein verslun House of Fraser. „Eins og í stríði“ Þegar bönkum og mörkuðum var lokað á föstudaginn varð mikið spennufall í bönkum og fjár- málastofnunum, drjúgur hluti vinnudagsins fór í að þjónusta al- menna viðskiptavini sem voru uggandi um sinn hag og vildu skýr- ingar á því hvað væri best að gera. Viðmælendur tjáðu blaðamanni að taugarnar hefðu verið ansi strekktar eftir daginn, fólk hefði í raun verið úrvinda. Í bönkunum er nú uppi ákveðin biðstaða en beðið er eftir því út- spili stjórnvalda sem nú liggur á teikniborðinu. Hafa stjórnendur bankanna fundað með stjórnvöld- um um helgina. Spennufall í bönkunum í lok dags RÍKISSAKSÓKNARA hefur borist krafa um opinbera rannsókn í Haf- skipsmálinu. Fréttablaðið greindi frá þessu og Ragnar Aðalsteinsson hrl. staðfesti við Morgunblaðið að erindið hefði verið lagt inn á fimmtudag. Krafan var gerð fyrir hönd Björgólfs Guðmundssonar, Páls Braga Kristjónssonar, Þórðar H. Hilmarssonar, Helga Magn- ússonar og ekkju Magnúsar Kjart- anssonar. Rannsókn í Hafskipsmáli LÖGREGLAN á Suðurnesjum leitar að ökumanni bifreiðar sem ekið var á steinvegg við Túngötu í Grinda- vík í fyrrakvöld. Ökumaðurinn ók á brott og er hans enn leitað. Lögreglan biður hugsanleg vitni að umferðaróhappinu að hafa sam- band við lögregluna á Suðurnesjum en í morgun höfðu engin vitni gefið sig fram við lögreglu. Ökuníðings enn leitað
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.