Morgunblaðið - 05.10.2008, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 05.10.2008, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 5. OKTÓBER 2008 27 Fólkið í blokkinni verður settá fjalirnar um næstu helgiog er í raun saga sem gætigerst í samtímanum, að sögn Ólafs Hauks, sem á ekki í vand- ræðum með að finna stól á stóra svið- inu í Borgarleikhúsinu. Þjóðin færði honum stólana eftir að auglýst hafði verið eftir þeim í fjölmiðlum – þeir koma úr ólíkum áttum eins og fólkið í blokkinni. „Sagan fjallar um tilveru ósköp venjulegra Íslendinga, sem búa í blokk í Hólunum, og segir af vonum og draumum einnar slíkrar fjöl- skyldu. Heimilisfaðirinn er driffjöður í hljómsveit, sem er svolítið lúin, en er að reyna að gera kombakk með því að setja saman söngleik í blokk- Morgunblaðið/Kristinn Leikskáldið „Ég laga textann alveg fram á frumsýningardag,“ segir Ólafur Haukur Símonarson. inni. Og fólkið í blokkinni tekur þátt í að búa til sýninguna. Hljómsveitin nefnist Sónar og átti hittara fyrir tíu árum, þótt fáir muni eftir henni. En Sónar eru staðráðnir í að slá í gegn með söngleiknum um fólkið í blokk- inni.“ – Eru Hljómar fyrirmyndin að sveitinni Sónar? „Sónar er hefðbundin bítla- hljómsveit,“ segir Ólafur Haukur og hlær. „Þeir flytja áheyrileg bítlalög eftir reyndri forskrift. Auðvitað eru ýmsar sögur í gangi í leikritinu, sög- ur af fólkinu sem býr í blokkinni. Þarna er líka húsvörður sem hefur allt á hornum sér gagnvart þessu söngleikjartiltæki og leikarapar sem á í erfiðleikum, hleypur sífellt sundur og saman. Þetta er bara eins og ger- ist hjá fólki, líka í blokkum. En grunntónninn er sá að jafnvel þegar hlutabréfin eru öll farin til fjandans, þá er alltaf von fyrir Sónar að slá í gegn með einum góðan hittara!“ Skildum eftir myndavélar Ólafur segist byggja leikritið að einhverju leyti á eigin reynslu. „Ég bjó í blokk sem unglingur, ekki lengi reyndar, en ég veit hvernig blokk- arsamfélag gengur fyrir sig og það er á margan hátt skemmtilegt,“ segir hann. „Fyrir þessa sýningu fórum við í blokkir í Breiðholtinu og fengum fólk til þess að leggja okkur lið. Allir tóku okkur vel, veittu okkur aðgang að lífi sínu og heimilum. Það voru skildar eftir myndavélar hjá fólki og það tók heilu syrpurnar af myndum sem fengum að moða úr. Þetta skilaði ótal smáatriðum inn í sýninguna. Og mað- ur verður alltaf jafn hissa þegar mað- ur sér hvað fólk býr ólíkt, kannski í sama húsi. Það geta verið ólíkir heim- ar í tveimur íbúðum sem eru hlið við hlið í einu fjölbýlishúsi. Stundum heldur fólk þegar það horfir á blokk að það sé svipað að líta inn í íbúðirnar, en þetta geta verið hundrað gjör- samlega ólíkir heimar. Við erum mjög þakklát öllum sem opnuð þessar gátt- ir fyrir okkur. En auðvitað er sagan fyrst og fremst skálduð leiksaga.“ Hann bætir við eftir augnabliks- þögn: „Ég hélt að fólk væri orðið varara um sig og tortryggnara, eftir allt hjalið um innbrot og hættulega út- lendinga!“ Áhorfendur snúast í hringi Leikritið á uppsprettu sína í sög- um sem Ólafur Haukur skrifaði fyrir nokkrum árum, einum fimmtán smá- sögum sem komu saman í bók undir þessum titli, og tveim hljómplötum með söngvum, sem hétu Fólkið í blokkinni og Allt í góðu. „Síðan hef ég bætt við nokkrum nýjum lögum, sem eru í sýningunni, og allt kemur þetta út í einu safni,“ segir hann. „En Magnús Geir [Þórðarson] bað mig um að skrifa þennan söngleik og leikrit af þessu tagi lýtur sínum lög- málum. Það verður upp að vissu marki að fjarlægja sig frá efninu sem liggur til grundvallar, sumar persón- ur halda sér en margar nýjar bætast við.“ Og uppfærslan í Borgarleikhúsinu er óhefðbundin. „Við gerum skemmtilega tilraun á leiksviðinu, nokkuð sem aldrei hefur verið gert, umturnum öllum stóra salnum og margir verða ábyggilega undrandi. Nú verða áhorfendur á hringsviðinu, snúast þar í hringi, og leikritið verð- ur allt um kring. Þannig eru mörg leikhús í sama leikhúsinu.“ Persónur í verkinu eru sóttar í ýmsar áttir. „Það er erfitt að svara því, hvernig leiksögur verða til. Það er með mjög ólíkum hætti frá einu verki til annars. Saga getur átt lang- an eða skamman aðdraganda. Höf- undar eiga í sér ákveðið safn af per- sónum og upplýsingum, sem þeir mjatla síðan inn í sögur, sem þeir sjá ástæða til að segja.“ Tólf gerðir af verkinu Leikrit er strangt form og annars eðlis en skáldsagan, að sögn Ólafs Hauks. „Maður er náttúrlega að skrifa toppinn á ísjakann. Í leiksýn- ingu gerist svo mikið undir yfirborð- inu. Það fer mikil vinna í það, að minnsta kosti hjá mér, að skipu- leggja söguna, finna forsendur og þróa hverja persónu fyrir sig áður en ég byrja að skrifa leikritið. Til að mynda Janis 27, þá skrifaði ég einar tólf gerðir af verkinu, þó ekki teljist það flókin sýning. Og að baki Fólkinu í blokkinni liggja áreiðanlega aðrar tólf gerðir. Þetta er bara svona vinna – maður þreifar sig áfram í leit að einhverjum kjarna.“ Og það er nánast aldrei of seint að breyta. „Ég laga textann alveg fram á frumsýningardag, ef það er eitt- hvað sem mér finnst ekki ganga upp, eða ef ég vil hnykkja betur á ein- hverju. Ég hef alltaf átt mikið og náið samstarf við þá leikstjóra sem ég hef unnið með. Það er nauðsynlegt þegar unnið er að frumsmíð leikrits. Og frá mínum bæjardyrum séð er leikrit aldrei fullsmíðað eða fullgert. Þau leikrit sem verða sígild eru þess eðlis að hið almenna blívur þótt tíminn líði og umverfið breytist. Af öllum þeim hundruðum þúsund leikrita sem skrifuð hafa verið eru kannski hundrað leikrit sem mynda hinn klassíska kjarna vestrænnar leikrit- unar. Það eru mikil afföll í þessum bransa.“ Hundrað ólíkir heimar Fólkið í blokkinni „Fyrir þessa sýningu fórum við í blokkir í Breiðholtinu og fengum fólk til þess að leggja okkur lið. Allir tóku okkur vel, veittu okkur aðgang að lífi sínu og heimilum. Það voru skildar eftir myndavélar hjá fólki og það tók heilu syrpurnar af myndum sem fengum að moða úr.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.