Morgunblaðið - 05.10.2008, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 05.10.2008, Blaðsíða 32
32 SUNNUDAGUR 5. OKTÓBER 2008 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN Upplýsingar: Björg Einarsdóttir. Sími: 862 7675 Orkustöðvar mannsins Hugleiðum á sálfræði orkustöðvanna. Megintilgangur að sameina vitund persónu og sálar í kærleiksblómi hjartastöðvar. Í Laya Yoga er áhersla lögð á vinnu með orkustöðvar líkamans, sem leið til sjálfsþekkingar og andlegrar einingar. Við tengjumst sköpun hugans og sálarinnar með því að örva ímyndunarafl og innsæi í leiddum hugleiðslum. Kynningarkvöld: Hugleiðslunámskeið Námskeiðið hefst 8. október kl. 20. Austurströnd 1. Mán. 6. október, kl. 20, Bolholti 4, 4. hæð. Heilunarhugleiðslur Blönduð tækni og hugmyndafræði Laya Yoga MÁNUDAGINN 15. september og miðviku- daginn 17. sama mán- aðar, litu dagsins ljós á síðum Morgunblaðsins tvær greinar eftir frú Ástu Möller, alþing- ismann og formann heilbrigðisnefndar Al- þingis. Mig langar til að velta fyrir mér ákveðnum þáttum er tengjast grein- um frú Ástu, henni og öðrum til íhugunar. Að sjálfsögðu ber að þakka það er færst hefur til betri vegar en ég mun að sjálfsögðu benda þar frú Ástu á það óréttlæti er snýr beint að okkur eldri borg- urum. Frú Ásta talar um það í greinum sínum að allar þær lagfær- ingar sem orðið hafa á trygg- ingakerfinu hafi verið gerðar undir stjórn Sjálfstæðisflokksins. Var það ekki undir stjórn Sjálfstæðisflokks- ins sem tekið var úr sambandi það ákvæði að miða laun aldraðra við lægstu laun verkamanns? Sem var afnumið á Alþingi á vordögum að mig minnir 1995. Hvað varð um byggingu hjúkrunarheimilanna sem fyrrverandi heilbrigðisráðherra Jón Kristjánsson skrifaði upp á að yrðu byggð í tíð stjórnar Davíðs Odds- sonar? Minna má á samkomulag Ásmun- arnefndarinnar sem skipuð var í tíð stjórnar Sjálfstæðisflokksins, og segja má að stjórn LEB hafi í raun verið neydd til að skrifa undir, eftir fund með formönnum aðildarfélag- anna að Stangarhyl 4 í júlímánuði 2006. Því þar var okkur tjáð að ef við myndum ekki undirrita samnings- drögin eins og þau lægju fyrir að öllu leyti, gætum við farið heim og yrðum við þá á byrjunarreit. Þessir samningar voru samþykktir og nú skul- um við rifja upp hvað í þeim stóð. Hvað varðar upp- byggingu hjúkr- unarheimila 2007, 200 hjúkrunarheimili. 2008, 500 heimili, 2009, 900 heimili, 2010, 900 heim- ili. Þess vegna er ekki úr vegi að spyrja þig, frú Ásta, er þetta samkomulag sem LEB skrifaði undir í góri trú að staðið yrði við, eitthvað í samræmi við að sem þú, frú Ásta, ert að guma af að núverandi ríkisstjórn eigi að gera til ársins 2010? Í upphafi talaði ég um að það bæri að þakka það sem vel væri gert, og að sjálfsögðu er það spor í rétta átt að lofa fólki 67 ára og eldra að halda áfram að vinna án skerðingar trygg- ingabóta. Nú væri ekki úr vegi að spyrja þig, frú Ásta, hvaða vinna er í boði fyrir okkur sem búum í sjávarþorp- unum úti um allt land, þar sem fisk- veiðistjórnunarkerfið eins og það er er við lýði og ef auglýst er eftir starfskrafti á þessu atvinnusvæði, þá er háskólaprófs krafist. Nú er rétt að velta fyrir sér skerðing- arákvæði tryggingabóta. Frú Ásta bendir réttilega á það að skerðingar hafi lækkað úr 67% frá síðustu alda- mótum 25% 1. apríl 2008. Frú Ásta setur upp dæmi um einstakling sem leysir út 500.000 kr. úr séreignalíf- eyrissjóði og segir að skerðingin sé 248.000 kr. en getur þess ekki að 35% skattur er af þessum 500.000 kr. og eftir því telst mér til að við- komandi einstaklingur eigi eftir 73.500 kr. Það er rétt að vekja at- hygli frú Ástu og annarra á því að ef einstaklingur eða hjón eiga sum- arbústað eða einhverjar eignir, og hafa ekki náð að losa sig við þær fyrir 67 ára aldur, þá hirðir ríkið 60% í gegnum skatta og skerðingar af uppgefnu söluverði. Í dag borga ellilífeyrisþegar 35,72% skatt af líf- eyristekjum og til viðbótar 25% skerðingu tryggingabóta. Það væri vissulega ánægjulegt, frú Ásta, ef þú gætir upplýst okkur eldri borgara um það hvaða lög það eru sem heimila þá eignaupptöku á lífeyristekjum og fasteignum og öðru því er eldri borgarar vilja selja og nota sem viðbótarlífeyri? Í lok þessarar greinar langar mig til að fara nokkrum orðum um tilurð lífeyrissjóða, í fyrsta lagi eru ákveð- in % af launum og framlag atvinnu- rekenda, lífeyrissjóðirnir ávaxta sig á ýmsan hátt. Það er nánast nokkuð víst að um 50% af greiðslum lífreyr- issjóðanna eru tilkomin í gegnum vexti og verðbætur, þess vegna væri eðlilegt að um mun lægri skattpró- sentu væri að ræða á lífeyristekjur til dæmis 15%. Að lokum, frú Ásta, væri ekki úr vegi að þú sæir þér fært að halda fund með okkur eldri borgurum svo við fengjum tækifæri til að fræða þig um það óréttlæti sem lögleitt var undir ríkisstjórn Sjálfstæð- isflokksins er mér telst til á 18 ára valdaferli Sjálfstæðisflokksins. Kveðja til frú Ástu Möller Guðmundur Björn Hagalínsson skrifar Ástu Möller opið bréf »… hvaða lög heimila eignaupptöku á líf- eyristekjum, fast- eignum og öðru því er eldri borgarar vilja selja og nota sem viðbótarlíf- eyri? Höfundur er fv. bóndi á Hrauni á Ingjaldssandi og formaður félags eldri borgara í Önundarfirði og stjórnarmaður í stjórn Lands- sambands eldri borgara. Guðmundur Björn Hagalínsson ÞESSI spurning leitaði á mig fyrir stuttu. Ég byrjaði fyrst á klisju- svörunum eins og for- varnargildinu og sam- skiptum kynjanna. Svo fór ég að hugsa um hvað mér finnst samkvæmisdans vera alveg ofboðslega skemmtilegur og þá er ég að tala um allar hliðarnar. Ekki bara keppnisdansinn sem ég hef verið mest tengdur heldur líka hvað krakkar eru tilbúnir að skemmta sér þegar þeir dansa og svo líka hvað það er hollt fyrir hjón sem og önnur pör að hafa samkvæmisdansa sem sameig- inlegt áhugamál. Og ofan á þetta getum við líka talað um hvað dans er mikilvægur til sjálfstyrkingar. Ekki að ég sé að kvarta en hvað ætli það séu margir karlmenn þarna úti sem eru „kúgaðir“ af konunum sínum? Ég held að sam- kvæmisdans sé eina íþróttin og tómstundin þar sem karlmenn eiga að stjórna og hafa frumkvæðið að öllu sem gerist inni á dansgólfinu. Ég hef séð ótrúlega góðar breytingar á karl- mönnum sem hafa byrjað námskeið sem „rólega“ týpan og endað sem ákveðinn stjórnandi á gólfinu. Flestar konur sem ég þekki eru líka miklu ánægðari með að dansa við góðan stjórnanda. Samkvæmisdansar eru krefjandi bæði á líkama og sál. Hef lesið nokkrar rannsóknir þar sem hefur verið gerður samanburður á lík- amlegri áreynslu í samkvæm- isdönsum og öðrum íþróttagreinum og held það sé best að vera ekki að vitna í þær hér þar sem flestir trúa ekki niðurstöðunum. Hef oft- ar en ekki heyrt „Það getur ekki verið svona erfitt að dansa“. Hef svo sem ekkert eytt mikilli orku í að sannfæra mann og annan um það en oft sagt að fólk verði bara að prófa sjálft og sjá svo til. Það eru ekki margar íþróttir sem eru sambærilegar við samkvæmisdans- inn að andlegu hliðinni. Helst væri þó hægt að líkja paraskautadansi við samkvæmisdansa. Þó ég sé enginn sérfræðingur í skautadansi þá get ég ímyndað mér að tæknin í báðum greinum krefjist ótrúlega mikillar samvinnu þar sem báðir aðilar verða að hlusta á hinn að- ilann, ekki bara með eyrunum heldur einnig með líkamanum. Þungaflutningur getur ekki orðið góður nema með mikilli æfingu og mikill samvinnu og góðri hlustun. Ætlaði nú ekki að fara út í tækni- legar hliðar en get stundum ekki hamið mig. Af hverju ekki samkvæmisdans? Mér finnst vera svo margt jákvætt við samkvæmisdans og það sem tengist honum að mér hefur varla tekist að finna eitthvað neikvætt. Man að minnsta kosti ekki eftir neinu eins og er. Ég kenndi mörgum yngri krökk- um þegar ég byrjaði að kenna og man eftir því þegar byrjað var að kenna þeim að fara í danshald. Það var ótrúlegt að sjá þessa litlu krakka, 4–5 ára, taka upp dans- hald og byrja að dansa hliðar sam- an hliðar. Allir samtaka (nánast) og allir í takti (nánast). Það var kannski ekki markmiðið hjá mér að svara neinum spurn- ingum með þessari grein en ég hef alltaf sagt að maður eigi að gera það sem mann langar til ef maður getur það. Þeir sem þekkja mig þekkja þennan frasa, þeir sem þekkja mig ekki skilja hann. Af hverju samkvæmisdans? Ragnar Sverrisson skrifar um dans- íþróttina sem hann segir krefjandi fyr- ir sál og líkama »Ég held að sam- kvæmisdans sé eina íþróttin og tómstunda- iðjan þar sem karlmenn eiga að stjórna og hafa frumkvæðið að öllu sem gerist inni á dansgólf- inu. Ragnar Sverrisson Höfundur er danskennari. TALIÐ er að 60 milljón manns spili bridge um víða ver- öld og á árinu 1991 stóð þessi heimur á öndinni þegar sveit áhugamanna frá Ís- landi lagði að velli alla bestu atvinnu- spilara heimsins. Enn er maður að hitta fólk sem veit lítið annað um Ísland og Íslendinga en að þeir urðu einhvern tímann heimsmeistarar í bridge. Og ekki verð- ur annað sagt en að fjölmiðlar hér heima hafi gert þessu góð skil á sínum tíma. Minnisstæðar eru forsíður DV sem voru undirlagðar dag eftir dag, svo og ýtarleg umfjöllun og viðtöl Bjarna Fel. Þess vegna kom á óvart að í öllu fjölmiðlafárinu í kringum nýafstaðna Ólympíu- leikana nefndi enginn fréttamaður þetta einstaka afrek. Þvert á móti ítrekuðu fréttastofur að silfur handboltalandsliðsins í Beijing væri besti árangur Íslendinga í hópíþróttum. Sínum augum lítur hver á silfrið, en sú staðreynd að við höfum átt heimsmeistara í bridge dregur ekkert úr glæstum árangri handboltalandsliðsins. Vel fer á að forseti Íslands heiðri afreksfólk í íþróttum og sannarlega eiga strákarnir okkar slíkan heiðursvott skilinn. Samt er óvenjuleg sú sýn forsetaembætt- isins á gildi eðalmálma að gullið frá Yokohama 1991 þykir ekki efni til slíkrar viðurkenningar. Ég minnist þess ekki heldur að nokk- ur ráðherra hafi heim- sótt bridgestrákana okkar meðan á þeirri keppni stóð, hvað þá tvisvar. Nú fara í hönd í Beijing einskonar Ól- ympíuleikar í hugar- íþróttum. Ég óska ís- lensku bridgesveitinni góðs gengis þar og vona að fjölmiðlar geri mótinu góð skil. Eng- inn ætlast til að sveit- in fái ráðherraheim- sókn á mótsstað enda held ég að svoleiðis hjálpi ekkert upp á árangurinn, hvort sem keppt er í handbolta eða bridge. Hins veg- ar er ætlast til að íþróttagreinum sé ekki mismunað að geðþótta, sama hvaða opinbera embætti á í hlut. Annars var vel til fundið hjá blaðinu Reykjavík Grapevine að birta þjóðinni glögga sýn gestsins á allt uppistandið í kringum OL, ásamt þörfum ábendingum um hvernig votta megi strákunum okkar virð- ingu og þakklæti á viðeigandi hátt. Til dæmis:  Að skíra götur og torg í höf- uðið á Strákunum Okkar.  Að skipta út 500 kr. seðlum fyrir 500 kr. silfurpeninga – með handboltamunstri á bakhlið  Að tilnefna 24. ágúst „silfur- daginn“ sem almennan opinberan frídag. Og margt fleira. Ég hvet þá embættismenn sem málið er skylt til að kynna sér hugmyndir blaðs- ins. Eflaust má enn hrinda ein- hverjum þeirra í framkvæmd. Sínum augum lítur hver á silfrið Karl Sigurhjart- arson skrifar um heimsmeistaratitil Íslendinga í hóp- íþrótt 1991 Karl Sigurhjartarson » Sú staðreynd að við höfum átt heimsmeist- ara í bridge dregur ekkert úr glæstum ár- angri hand- boltalandsliðs- ins. Höfundur er fv. frkvstj. og áhuga- maður um bridge og handbolta.Fáðu fréttirnar sendar í símann þinn Fréttir á SMS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.