Morgunblaðið - 05.10.2008, Blaðsíða 46
46 SUNNUDAGUR 5. OKTÓBER 2008 MORGUNBLAÐIÐ
MENNING
Plata Steed Lord kallastTruth Serum, eða Sann-leikslyfið, og kemur út ávegum Tónaljóss, fyr-
irtækis sem er í eigu Björgvins Hall-
dórssonar, föður Svölu. Sena dreifir
hins vegar. Hljómsveitir í dag virð-
ast vera farnar að gefa út sjálfar í æ
ríkari mæli auk þess sem þær
byggja feril sinn oft og iðulega upp á
svig við stórfyrirtækin. Fagnaðar-
erindinu er dreift eftir nýjum leið-
um, nokkuð sem Steed Lord er
prýðisgott dæmi um.
„Við tókum plötuna raunverulega
upp í stofunni heima,“ segir Einar.
„Þetta er búið malla hjá okkur í tvö
ár og lögin urðu mörg hver til
„óvart“ þannig séð, við vorum bara
að leika okkur og vorum ekkert að
spá í útgáfu. Það er t.d. hægt að
heyra köttinn okkar mjálma á bak
við sönginn hennar Svölu! Þetta er
afskaplega sjálfbær starfsemi, við
erum með alla þræði í okkar hönd-
um.“
Svala segir að Einar hafi viljað
þurrka mjálmið út og fá hana til að
taka sönginn aftur en hún hafi harð-
neitað.
„Það eru einfaldlega töfrar
bundnir í fyrstu tökum sem er ekk-
ert hægt að fanga aftur,“ segir hún
ákveðin. „Þannig að þessar tökur
standa, og þær gefa tónlistinni okk-
ar sérkenni.“
Hvernig tónlist?
Einfaldast væri að lýsa tónlist
Steed Lord sem stuðvænni raf-
tónlist, þótt hljóðheimurinn byggist
reyndar á ýmiskonar stíl. Sumir
hafa kallað Steed Lord „nu-rave“-
sveit, stimpill sem þau eru orðin
langþreytt á.
„Ég skil þann merkimiða út frá
fötunum sem við klæðumst en tón-
listin er ekki af þeim toga,“ útskýrir
Svala. „Það er house í þessu, R&B,
hipphopp og sálartónlist. Rappið
spilar þá mikið inn í, t.d. „crunk“-ið
sem suðurríkjarapparar á borð við
Outkast hafa stundað. Ég hef alltaf
verið mikið fyrir R&B og hipphopp
og Einar sömuleiðis.“
Steed Lord er að sönnu fjöl-
skylduiðnaður, Einar og Svala eru
par en hinir tveir meðlimirnir eru
bræður hans Einars, þeir Elli og
Eddi.
„Þetta hófst með því að Eddi,
yngsti bróðirinn, gaf mér „house“-
takt í afmælisgjöf,“ rifjar Svala upp.
„Ég samdi síðan lag við taktinn og
úr varð fyrsta lagið okkar, „You“.
Þetta var vorið 2006.“
Hljómsveitin varð þannig til smátt
og smátt. Robbi Kronik, nú umboðs-
maður sveitarinnar, lóðsaði þau t.d.
inn á tónleika um líkt leyti og í
fyrstu voru þau treg til, enda var
ekkert búið að búa til hljómsveit í
kringum lögin.
„Robbi var hins vegar harður og
við létum til leiðast,“ segir Einar.
„Kýldum bara á þetta og við sjáum
ekki eftir því. Þetta virkaði vel og á
sviði þróast lögin líka og nýjar hyg-
myndir poppa upp.“
Einar segist ekki hafa vitað á
þessum tíma að litli bróðir væri orð-
inn svona klár, en hann var ekki
nema sextán ára þegar þetta var að
gerast.
Alnetið yndislega
„Þetta ýtti við mér og það fór
svona keðjuverkun í gang,“ segir
hann og telur það mikinn kost að
hljómsveitarfélagarnir séu svo ná-
tengdir. Svala tekur undir þetta.
„Ég var að passa Ella þegar hann
var pínulítill og þeir eru eins og
bræður mínir. Þannig að þetta er
mjög þægilegt fyrirkomulag.“
Steed Lord er ein af þeim sveitum
sem hafa byggt sig upp með því að
nota hina vinsælu Myspace-síðu, en
hún hefur gert mörgum ungsveit-
unum gott.
„Við vissum varla hvað þetta var
þegar við vorum að byrja,“ segir
Einar og brosir. „Ég og Elli erum
grafískir hönnuðir og við fórum
strax að vinna duglega í síðunni. Við
póstuðum tveimur lögum þar og
fljótlega fór snjóbolti að rúlla. Það
fór allt í gang fyrir tilstilli myspace,
eins klisjukennt og það kann að
hljóma (hlær). Í alvörunni … við höf-
um dælt lögum þar inn reglubundið
og allt í einu fórum við að fá skilaboð
í gegnum síðuna um að spila hér og
þar. Þetta voru einhverjar tónlist-
arhátíðir sem við könnuðumst ekk-
ert við. Þannig er að síðastliðin tvö
ár höfum við einfaldlega verið að
bregðast við eftirspurn, eins ótrú-
lega og það kann að hljóma. Við höf-
um aldrei skipulagt túr sjálf, en
munum hins vegar gera það til að
fylgja plötunni eftir. Planið er að
fara á Evróputúr í haust og svo til
Bandaríkjanna í vor.“
Í apríl á þessu ári var Steed Lord
einmitt á leiðinni út til tónleikahalds
þegar hún lenti í voveiflegu bílslysi á
Keflavíkurveginum. Það þurfti að
leggja alla meðlimi inn á sjúkrahús
og voru meiðslin af ýmsum toga,
misalvarleg. Einar er t.a.m. ekki enn
búinn að ná sér að fullu. Hann varð
fyrir miklum innvortis meiðslum en
það stoppaði hann ekki í því að
stjórna málum á slysstað eins og
herforingi
„Við svona árekstur þá fara marg-
ir undarlegir hlutir af stað,“ rifjar
hann upp. Hann lýsir slysinu fyrir
blaðamanni með tilþrifum, svo ná-
kvæmlega að maður er nánast kom-
inn á staðinn.
„Ég var á adrenalínflippi og mín
sár fóru bara á pásu ef svo mætti
segja. Svala var hvít sem nár um
stund og þetta var einfaldlega
svakalegt. Upplifunin var gríðarlega
sterk og sjokkið mikið. Ég vaknaði
síðan upp á sjúkrahúsinu og hélt að
slysið hefði átt sér stað þremur tím-
um fyrr. Þá var mér tjáð að ég væri
búinn að liggja í þrjá daga.“
Einar og Svala lýsa því að þau hafi
tekið ákvörðun um að halda ótrauð
áfram. Mikilvægur partur af því að
jafna sig var Ameríkutúr í sumar, en
sveitarmeðlimir voru hálfir heilsu
þegar það var lagt í hann.
„Við ákváðum bara að kýla á
þetta. Ég var enn með slöngu í æð
þegar þetta var ákveðið!“ segir Ein-
ar. „Við létum bara skeika að sköp-
uðu og þessi túr gerði afskaplega
mikið fyrir okkur. Hann heppnaðist
frábærlega og þjappaði okkur enn
þéttar saman en áður.“
Steed Lord spilaði þvers og kruss
um Bandaríkin, og hélt tólf tónleika.
Á völdum tónleikum hitaði hún upp
fyrir Does It Offend You, Yeah? og
Chromeo. Hún hefur einnig spilað
með Vampire Weekend og var boðið
að hita upp fyrir M.I.A. þegar hún
var enn í sárum. Allt eru þetta vel
sæmilegar stærðir í móðins raf-
tónlist og eftirspurnin eftir kröftum
sveitarinnar er stöðug og góð.
Á jörðinni
Svala tekur undir það að túrinn
hafi gengið vonum framar og það
var stappfullt á hverjum tónleikum,
en staðirnir tóku á að giska 500
manns.
„Við áttum ekki von á svona rosa-
legum viðbrögðum,“ segir Einar.
„Það var magnað að sjá fólk í
Portland syngja með í lögunum okk-
ar!? Lög sem eru ekki komin út
ennþá, nema þá á Myspace.“
Einar og Svala eru þá kirfilega
niðri á jörðinni gagnvart Steed
Lord. Sveitin snýst fyrst og síðast
um að veita sköpunargleði þeirra út-
rás, þau hafa aldrei hugsað lengra
en það. Og eins og svo oft vill vera
skilar slíkt viðhorf hljómsveitum
áfram og upp. Um leið og maður
hættir að rembast, þá kemur þetta.
„Við pössum okkur á því að sinna
því sem hugurinn býður okkur,
sinna því sem okkur finnst skemmti-
legt,“ segir Einar.
„Við erum ekkert að reyna að vera
þetta eða hitt, en við vöndum okkur
við að njóta alls þess sem hefur bor-
ist til okkar. Það er ekki gefið að
eiga kost á því að ferðast um heim-
inn með tónlistina sína og við erum
mjög þakklát fyrir það hvernig hlut-
irnir hafa þróast hjá okkur.“
arnart@mbl.is
Umsvif hljómsveit-
arinnar Steed Lord
hafa vaxið stig af stigi
undanfarin misseri.
Það sem byrjaði sem
heimilisiðnaður er orðið
að fjögurra manna
hljómsveit sem túrar
erlendar grundir reglu-
lega og bætir þar með í
ört vaxandi aðdáenda-
hóp. Arnar Eggert
Thoroddsen ræddi við
Steed-liðana Svölu
Björgvinsdóttur og
Einar Egilsson en
fyrsta plata hljómsveit-
arinnar er væntanleg í
nóvembermánuði.
Eflist við hverja raun …
MEÐLIMIR Steed Lord eru
töff í tauinu eins og sagt er,
tónlist og tíska renna saman í
eitt og mynda einhvers konar
heildaráru. Hljómsveitin hann-
aði t.a.m. fatalínu fyrir H&M
og yfir sveitinni er sterkur og
einkennandi stíll.
„Ja … það er ekki eins og
við séum að troða okkur í ein-
hverja búninga,“ segir Einar
og kímir. „En svona klæðum
við okkur einfaldlega dags
daglega.“ Svala segir meðlimi
vissulega tengjast fatatísku og
alls kyns hönnun traustum
böndum. Þau séu svo sann-
arlega „tískufrík“.
„Ég hef alltaf verið að
sauma og stílisera, Elli var
verslunarstjóri í Nakta apanum
og þeir bræðurnir eru t.d. skó-
óðir, þannig að þetta tengist
óhjákvæmilega inn í það sem
við erum að gera. En tónlistin
er auðvitað númer eitt, tvö og
þrjú.“
Einar segir að Steed Lord
hafi myndað sér ákveðna
ímynd og fólk erlendis þekki
þau á útlitinu þegar þau ganga
inn í klúbba.
„Fólk er að senda okkur póst
og spyrja hvar það geti keypt
þessi „Steed Lord“-föt. Sumir
ætlast eiginlega til þess að við
vippum upp einu stykki búð!“
Tískutröllið Steed Lord
Svöl Steed Lord er með allt á tandurhreinu
þegar kemur að fötum og skóbúnaði.
» Það var magnað að
sjá fólk í Portland
syngja með í lögunum
okkar!? Lög sem eru
ekki komin út ennþá,
nema þá á Myspace.Fjölskylda „Þeir eru eins og bræður mínir ...
þetta er mjög þægilegt fyrirkomulag,“ segir
Svala Björgvinsdóttir, söngkona Steed Lord.