Morgunblaðið - 05.10.2008, Blaðsíða 16
16 SUNNUDAGUR 5. OKTÓBER 2008 MORGUNBLAÐIÐ
Stórveldi
Eftir Karl Blöndal
kbl@mbl.is
B
æjarar eru vanir vel-
gengni í fótbolta. Í
heimi Bæjara er hins
vegar ekki allt eins og
það á að vera um þessar
mundir. Fyrir viku urðu endaskipti í
pólitíkinni þegar CSU missti meiri-
hluta, sem flokkurinn hafði haft í um
hálfa öld. Og gengi FC Bayern
München hefur verið skelfilegt. Í
huga Bæjara er gangur himintungl-
anna ekki eðlilegur nema stórveldið
Bayern sé í fyrsta sæti.
Áhorfendur sátu sem lamaðir á
heimavelli Bayern á laugardaginn
fyrir tveimur vikum. Síðast þegar
Brimaborgarar komu í heimsókn
fengu þeir 4-1 útreið. Nú hafði dæm-
ið snúist við og þegar staðan var orð-
in 5-0 fyrir Bremen stefndi allt í
mesta ósigur liðsins í áratugi. Tvö
mörk Bæjara undir lok leiksins fegr-
uðu aðeins úrslitin.
Viku síðar hélt niðurlægingin
áfram. Hannover 96 á ekki að vera
mikil fyrirstaða, jafnvel á útivelli.
Hugmyndasnauðir Bæjarar komust
hins vegar lítið áleiðis og þegar flaut-
að var til leiksloka hafði Hannover
unnið 1-0 sigur. Skyndilega sat Bay-
ern í 9. sæti deildarinnar.
Önugur framkvæmdastjóri
„Venjan er sú að við komum hing-
að, skorum eitt mark, síðan annað
mark, og svo förum við heim,“ sagði
Uli Hoeneß, framkvæmdastjóri Bay-
ern, ráðþrota eftir leikinn við Hann-
over. Þolinmæði hans gagnvart
blaðamanninum, sem hafði náð af
honum tali, var engin. „Ég hef heyrt
gáfulegri spurningar,“ sagði hann
snúðugur þegar hann var spurður
hvaða afleiðingar tapið myndi hafa.
Ekkert lið hefur átt jafn mikilli
velgengni að fagna í þýsku knatt-
spyrnunni og FC Bayern München. Í
fyrra varð liðið meistari undir stjórn
Ottmars Hitzfelds. Til að tryggja
áframhaldandi velgengni var Jürgen
Klinsmann ráðinn til að taka við af
honum. Klinsmann var á sínum tíma
framherji af guðs náð og lék víða,
meðal annars með Ásgeiri Sigurvins-
syni hjá Stuttgart og tvö tímabil með
Bayern.
Þýska landsliðið þótti ganga í end-
urnýjun lífdaga undir hans stjórn og
leika nútímalegan sóknarbolta í
heimsmeistarakeppninni, sem haldin
var í Þýskalandi fyrir tveimur árum.
Þótt Bayern hafi gengið vel í
Þýskalandi hefur liðið ekki náð að
halda stöðu sinni sem eitt af fremstu
liðum Evrópu. Liðið getur staðið í
hvaða andstæðingi sem er, en herslu-
muninn hefur vantað og það reynir á
þolinmæði eigenda og áhangenda.
Klinsmann var ráðinn til að snúa
þessu við. Miklar vonir eru bundnar
við hann og þeim fylgir pressa.
Ergilegt tap
Klinsmann reyndi að láta eins og
leikurinn gegn Bremen hefði verið
slysið, en eftir leikinn gegn Hann-
over, sem þar til á laugardag hafði
ekki borið sigurorð af Bayern í 20 ár,
gat hann ekki brosað. „Þetta var
mjög ergilegt tap,“ sagði Klinsmann.
„Okkur vantaði mikið upp á til að
snúa leiknum við: sköpunarkraft,
leikgleði og leik án bolta.“
Staðreyndin er sú að leikur liðsins
var skelfilegur og því tókst aldrei að
ógna marki andstæðinganna. Bæj-
arar áttu sex skot að marki, en ekk-
ert þeirra hitti á markið. Hugmyndir
Klinsmanns um áferðarfallega sókn-
arknattspyrnu þar sem boltinn geng-
ur manna á milli hratt upp völlinn eru
ekki í neinum takti við leik liðsins,
sem þýskir fjölmiðlar kalla nú stein-
aldarfótbolta.
Bayern lék gegn Olympique Lyon
í meistarakeppni Evrópu í vikunni og
náði að knýja fram 1-1 jafntefli á úti-
velli. Í knattspyrnublaðinu Kicker
var spurt hvort þetta bæri því vitni
að glasið væri hálftómt eða hálffullt.
Klinsmann gæti nú þurft að velta
stöðu sinni fyrir sér. Franz Becken-
bauer, forseti Bayern, hafði lítinn
húmor fyrir sjálfsmarki Martins De-
michelis í vörninni hjá Bayern: „Í
skólaliði yrði sagt: Stundaðu píanó
eða flautu, en ekki fótbolta.“
Í gær, laugardag, áttu Bæjarar
leik við Bochum. Úrslitin í þeim leik
eru vísbending um það hvort FC
Bayern München spólar í sama
farinu eða Klinsmann sé að takast að
koma hugmyndafræði sinni til skila.
Bæjarar valda
endurteknum
vonbrigðum
Reuters
Í eldlínunni Frank Ribery, ein af stjörnum Bæjara, reynir að komast áleiðis gegn Olympique Lyon á þriðjudag.
Bayern marði jafntefli gegn léttleikandi frönsku liði.
Reuters
Upp eða niður? Jürgen Klinsmann gengur erfiðlega að koma Bayern
München á beinu brautina.
Jürgen Klinsmann fer illa af stað og
finnur þegar fyrir óþolinmæði
Í HNOTSKURN
»FC Bayern München hefurorðið Þýskalandsmeistari
21 sinni og bikarmeistari í 14
skipti.
»Liðið var stofnað árið 1900og varð fyrst meistari árið
1932.
»Liðið átti mikilli velgengniað fagna á áttunda ára-
tugnum þegar Franz Becken-
bauer var á hátindi ferils síns
og varð Evrópumeistari fé-
lagsliða þrjú ár í röð, 1974-76.
»Á undanförnum 10 árumhafa Bæjarar sjö sinnum
orðið meistarar, nú síðast í
vor.
Orðrómur um að rússneskur mafíuforingi hafi með
því að smyrja hjólin með 50 milljónum í ótilgreindri
mynt séð til þess að FC Bayern München lá fyrir Ze-
nit frá Pétursborg með fjórum mörkum gegn engu í
bikarkeppni UEFA í vor hefur hleypt af stað þónokk-
urri umræðu, einkum í spænskum fjölmiðlum. Zenit
sló Bæjara út úr keppninni og varð síðan meistari.
Bæjarar gerðu jafntefli við Zenit á heimavelli, en
steinlágu á útivelli og höfðu ekki tapað svo stórt í
Evrópubikarnum í 31 ár.
Í spænskum fjölmiðlum var því haldið fram að
málið væri til rannsóknar hjá dómstólum, en upphaf
þess mun vera hleranir hjá rússneskum mafíufor-
ingjum á Spáni. Einnig var sagt að Baltasar Garzón,
rannsóknardómari á Spáni, hefði gert þýskum yf-
irvöldum viðvart. Hvorki þýsk yfirvöld né ráðamenn
hjá knattspyrnufélaginu kannast hins vegar við að
hafa heyrt um það eftir opinberum leiðum að mál
þetta sé til rannsóknar.
Leikmenn Bayern tóku þessar fréttir ekki alvar-
lega. „Ég fékk ekki neitt, ég get einfaldlega ekki
gert mér þetta í hugarlund,“ sagði Miroslav Klose,
miðframherji hjá Bayern München og leikmaður
þýska landsliðsins. „Sennilega skaut ég vísvitandi
ekki almennilega, ég sá bara dollaramerkin.“ Klose
sagði að leikmenn liðsins hefðu rætt þennan orð-
róm í búningsklefanum og gert grín að málinu.
Forsvarsmenn Zenit taka hann hins vegar mun
alvarlegar. Rússarnir telja að sér og heiðri leik-
manna beggja liða vegið og vilja fá Bæjara í lið
með sér til að stefna spænskum fjölmiðlum. Þeir
vilja verja orðspor sitt og hafa lögfræðingar þeirra
farið yfir fréttir spænskra fjölmiðla um þetta dul-
arfulla mál.
„Trúið þið því að heims- og Evrópumeistarar á
borð við Kahn, Klose, Zé Roberto og Lucio láti
kaupa sig?“ spurði Vitali Mutko, íþróttamálaráð-
herra Rússlands. Það þykir flestum ólíklegt.
Undarleg umræða um rússnesku mafíuna og mútur
Tímamót
Eftir Orra Pál Ormarsson
orri@mbl.is
Eina vikuna lék hann með skólaliðisínu fyrir framan tuttugu mann-eskjur og hund. Þá næstu fyrirframan átján þúsund áhorfendur í
næstefstu deild í Englandi. Reuben Noble-
Lazarus varð í vikunni yngsti leikmaðurinn í
sögu ensku knattspyrnunnar þegar hann kom
inn á í lið Barnsley gegn Ipswich Town á
Portman Road, fimmtán ára og 45 daga gam-
all. Þar með bætti hann met Alberts Geldards,
Bristol Rovers, um 113 daga en það hafði
staðið allar götur frá árinu 1929. Var raunar
jafnað af Ken nokkrum Roberts, Wrexham,
árið 1953.
Noble-Lazarus, sem er sóknarmaður, var
ljóst að hann væri yngsti leikmaðurinn í sögu
Barnsley en það var ekki fyrr en hann fór að
lesa leikskýrslur á netinu um kvöldið að hann
áttaði sig á því að hann hafði ritað nafn sitt í
sögubækurnar. „Þetta kom mér í opna
skjöldu. Það er meira að segja grein um mig á
Wikipediu. Þetta er hálfvandræðalegt allt
saman,“ sagði hann við enska fjölmiðla við
fyrsta hanagal daginn eftir.
Þá var hann sestur á skólabekk með jafn-
öldrum sínum enda þótt hann hafi ekki verið
kominn í rúmið fyrr en kl. 4 um nóttina eftir
ferðina frá Ipswich. „Mamma tekur ekki í mál
að ég missi úr skóla.“
Noble-Lazarus er enn of ungur til að þiggja
laun hjá Barnsley en fékk flatbökusneið að
launum í liðsrútunni á leiðinni heim eftir
eldskírnina. „Mér var lofað flatböku og sam-
loku en það var bara flatbaka,“ segir hann
glottandi og bætir við að liðsfélagarnir hafi
tekið sér vel.
Foreldrar hins nýbakaða methafa, Bridget
Noble og Roy Lazarus, voru á Portman Road
ásamt bróður hans, Kurtis, sem er ungmenna-
þjálfari hjá Barnsley. „Kurtis kynnti undra-
heim fótboltans fyrir mér og er boðinn og bú-
inn að gefa mér góð ráð,“ segir ungstirnið.
Þetta var í fyrsta skipti sem Noble-Lazarus
blandaði geði við aðallið Barnsley, hvað þá að
hann léki með því, en nú hefur verið búið svo
um hnúta að hann æfi með því tvisvar í viku.
Að því gefnu að hann verði búinn með heima-
vinnuna sína!
Knattspyrnustjóri Barnsley, Simon Davey,
hefur óbifandi trú á piltinum. „Ég var ung-
lingaliðsþjálfari hér fyrir tveimur árum og
valdi hann þá tólf ára gamlan í lið skipað leik-
mönnum átján ára og yngri,“ segir hann.
„Hann stóð sig með prýði gegn Ipswich. Hélt
boltanum vel. Hann skoraði þrennu fyrir ung-
lingaliðið um liðna helgi og séu menn nógu
góðir eru þeir nógu gamlir.“
Raunar hafði Davey áform um að tefla
Noble-Lazarus fram í deildabikarleik í síð-
asta mánuði en lenti þá á rauðu ljósi. Leik-
menn sem ekki eru orðnir fimmtán ára eru
ekki gjaldgengir í ensku knattspyrnunni. Da-
vey lofar þó að leggja ekki of þungar byrðar á
unga manninn. „Hann er bara fimmtán ára og
það er skylda okkar að hlúa vel að honum.
Hann verður notaður sparlega fyrst um
sinn.“
„Í dag sá ég framtíðina. Framtíðin er Reu-
ben Noble-Lazarus,“ hafði ónefndur aðdáandi
Barnsley á orði á dögunum. Nú er bara að
bíða og sjá hvort hróður hans verður meiri en
Alberts Geldards og Kens Roberts.
Fékk flatböku að launum
Yngstur Reuben Noble-Lazarus á fleygiferð
með Barnsley gegn Ipswich Town í vikunni.