Morgunblaðið - 05.10.2008, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 05.10.2008, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 5. OKTÓBER 2008 33 Stefán Hrafn Stefánsson hdl,lögg.fasts. Sími: 534 8300 • Fax: 534 8301 Kirkjustétt 4 • 113 Reykjavík www.storborg.is SKÚLAGATA 51- TIL SÖLU EÐA LEIGU • Glæsilegt atvinnuhúsnæði með tveimur lyftum og inndreginni efstu hæð með glæsilegum útsýnissvölum þar sem m.a. eru samþykktar hótelíbúðir. • Fjölbreyttir notkunarmöguleikar svo sem fyrir heilbrigðisþjónustu, skrifstofur, hótelrekstur eða höfuðstöðvar fyrirtækis / stofnunar. • Húsið er 5020 fm þar af 730 fm í bílastæðahúsi. Næg bílastæði. • Húsið afhendist strax í núverandi ástandi eða lengra komið og innréttað- allt eftir óskum viðkomandi. • Frábær staðsetning með glæsilegu útsýni og með miklu auglýsingargildi. • Leiguverð er kr. 1.950 per fm og söluverð er kr. 275 þús per fm. • Seljandi er tilbúin að lána traustum kaupanda allt að 70-80% kaupverðs. Glæsilegt atvinnuhúsnæði neðst í Borgartúni - við sjávarsíðuna - til afhendingar strax NORRÆNT sam- starf teygir anga sína yfir flesta þræði sam- félagsins, allt frá menntun, nýsköpun og rannsóknum til sam- starfs í öryggis- og varnarmálum. Hefð hefur myndast fyrir því að norrænir emb- ættismenn starfi sam- an á erlendri grund. Það er mikill samgangur á milli nor- rænna sendiráða erlendis og það kraftmikla tengslanet sem hefur myndast á meðal norrænna dipló- mata byggist á langri hefð fyrir nor- rænum samskiptum. Á alþjóðavett- vangi er oft litið á Norðurlöndin sem eina heild. Þessi heild er eins og fjöl- skylda þar sem hver passar upp á annan en margir stjórnmálamenn og embættismenn hafa einmitt líkt Norðurlandasamstarfinu við fjöl- skyldu eða systkinahóp. Norðurlöndin og Sameinuðu þjóðirnar Norðurlöndin hafa spjarað sig vel á alþjóðavettvangi en sól þeirra skín hæst á vettvangi Sameinuðu þjóð- anna. Norrænir fulltrúar hafa með sér náið samráð innan Sameinuðu þjóðanna sem hafa í langan tíma ver- ið í forgangi í utanríkisstefnu allra Norðurlandanna og vettvangur þar sem norræn samræming hefur verið mikil. Mikil áhersla hefur verið lögð á sameiginlega afstöðu Norður- landanna í norræna samstarfinu inn- an Sameinuðu þjóðanna. Það er einnig mikil áhersla lögð á samráð hvað at- kvæðagreiðslur varðar. Norðurlöndin hafa sterka ímynd innan Sameinuðu þjóðanna og þykir mörgum hið hófstillta norræna vel- ferðarkerfi vera til fyr- irmyndar. Þau eru þekkt fyrir áhuga sinn og hollustu í þróun- armálum og mannrétt- indamálum auk þess sem þau eru virk á fjöl- mörgum sviðum, til dæmis hjálparstarfsemi, friðargæslu og sáttaumleitunum. Þau eru þar að auki þekkt fyrir rausnarleg framlög sín til þessara málaflokka. Framboð Íslands til öryggisráðsins Norðurlandasamstarfið gerir Ís- landi kleift að gera hluti sem væru annars ómögulegir. Dæmi um þetta er framboð Íslands til Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna. Þegar kemur að framboðsmálum í Sameinuðu þjóðunum er hefðin sú að Norð- urlöndin ganga að atkvæði hvert annars sem vísu. Þau samræma framboð sín þannig að engin tvö nor- ræn ríki eru í framboði um sama sætið. Þegar kemur að örygg- isráðinu þá leggjast norrænu ríkin öll á eitt til að hámarka áhrif sín. Norræn hringrás varðandi sæti í ör- yggisráðinu hefur verið í gangi frá árinu 1949. Norræna samstarfið innan Sam- einuðu þjóðanna er hornsteinninn í starfi Íslendinga innan stofnunar- innar. Samstarfið er til að mynda kjölfestan í starfi íslensku fasta- nefndarinnar og þær upplýsingar og aðstoð sem Ísland hefur fengið frá hinum norrænu þjóðunum innan Sameinuðu þjóðanna hefur reynst ómetanlegt. Norræna samráðið er í raun grundvallarforsenda fyrir yf- irsýn og innsýn íslensku fulltrúanna í mál á fjölmörgum sviðum. Fram- boð Íslands til öryggisráðsins og kosningabaráttan sem því fylgir er stærsta verkefni sem íslenska utan- ríkisþjónustan hefur tekið sér fyrir hendur. Kosningabaráttan sjálf og þátttaka í starfi öryggisráðsins (ef af henni verður) umbreytir ímynd og stöðu Íslands í alþjóðasamfélaginu. Líkir leika best Það er sannarlega hægt að segja um samstarf Norðurlandanna að lík- ir leika best. Samstarf Norður- landanna er lykillinn að árangri þeirra á alþjóðavettvangi. Þetta á við um árangur þeirra innan Sam- einuðu þjóðanna, Alþjóðabankans, Alþjóðagjaldeyrissjóðsins og á al- þjóðavettvangi almennt. Norð- urlöndin gerðu sér snemma grein fyrir því að þátttaka í formlegum hópi gefi smáþjóð mun betri tæki- færi til að hafa áhrif á heimsmálin en hún gæti nokkurn tíma upp á eigin spýtur. Hvernig Norðurlöndin haga framboðsmálum innan Sameinuðu þjóðanna er skýrt dæmi um þetta. Þegar kemur að öryggisráðinu þá leggjast norrænu ríkin öll á eitt til að hámarka áhrif sín. Þetta getur líka átt við samstarf Norðurlandanna innan Alþjóðabankans og Alþjóða- gjaldeyrissjóðsins. Fortíðin veitti grunninn að þétt ofnu diplómatísku öryggisneti fyrir öll Norðurlöndin. Þetta hefur reynst norrænu ríkjunum vel í nútíðinni þar sem þau hafa skapað sér virðingu á meðal annarra ríkja og traustan sess í alþjóðakerfinu. Almennt er Norð- urlandasamstarfinu haldið á lofti sem framúrskarandi fyrirmynd og það er víst að norrænu ríkin eru sterkari heild í krafti norræna sam- starfsins. Dæmi um þetta er að Ís- land getur frekar starfað með lönd- um í Asíu einmitt vegna þess að það er í hópi með hinum Norðurlönd- unum. Samstarf norrænu ríkjanna hefur falið í sér mikinn ávinning fyrir hvert og eitt þeirra. Það hefur held- ur betur sannast að margar raddir eru sterkari en ein á alþjóðavett- vangi. Framtíðarhorfur Norð- urlandasamstarfsins eru bjartari núna en fyrir tíu árum enda stendur samstarfið traustum fótum og hefur staðist þær raunir sem á það hefur verið lagt. Norræna samstarfið logn- aðist til að mynda ekki út af vegna inngöngu þriggja norrænna ríkja í Evrópusambandið. Ljóst er að Norðurlandasamstarfið er komið til að vera. Norðurlandasamstarfið – brú Íslands til alþjóðasamfélagsins Svava Ólafsdóttir skrifar um norrænt samstarf » Þátttaka Íslands í al- þjóðastofnunum hef- ur í mörgum tilfellum verið óhugsandi nema fyrir tilstuðlan hinna Norðurlandanna og Norðurlandasamstarfs- ins. Svava Ólafsdóttir Höfundur er með MA-gráðu í alþjóða- samskiptum. Bridsfélag Kópavogs Staða efstu para jafnaðist mikið á öðru spilakvöldinu af þremur í hausttvímenningnum. Aðeins munar 10 stigum á öðru og áttunda pari. Hæsta skor N/S Halldóra Magnúsd.- Hrafnh. Skúlad. 254 Eyþór Jónsson - Þorleifur Þórarinss. 251 Guðlaugur Bessas. - Jón St Ingólfss. 243 AV: Jörundur Þórðars. - Þórður Jörundss. 254 Ármann J Láruss. - Hjálmar Pálss. 243 Árni M Björnss. - Heimir Tryggvas. 231 Staða efstu para: Ragnar Björnss. - Sig. Sigurjónss. 496 Baldur Bjartmarss. - Sigurjón Karlss. 483 Jörundur Þórðars. - Þórður Jörundss. 482 Erla Sigurjónsd. - Sigfús Þórðars. 481 Eyþór Jónsson - Þorleifur Þórarinss. 480 BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson| norir@mbl.is Bridsfélögin á Suðurnesjum Mánudaginn 29. sept hófst 3ja kvölda tvímenningur sem 2 bestu kvöldin verða látin ráða. M.ö.o. þýðir það að þeir sem misstu af fyrsta kvöldinu geta komið inn næsta mánudag og verið með í keppninni. Á þessu fyrsta kvöldi mættu 13 pör, og var það enginn annar en landsliðsmaður okkar, Sveinn Rúnar og Gulli Sveins sem sigruðu á fyrsta kvöldinu. Staða eftir fyrsta kvöldið: Sveinn R. Eiríkss.– Guðlaugur Sveinss. 60 % Gunnar Guðbjs. – Kristján Kristjánss. 59,2 % Jóh. Benediktss. – Sigurður Albertss. 57,5 % Garðar Garðarss. – Gunnl. Sævarss. 57,1 % Kolbrún Guðveigsd. – Eyþór Jónsson 54,6 % Nk. mánudag 6. október verður Sveinn Rúnar ekki með okkur þar sem landsliðið er að spila á Ólympíu- mótinu í Kína sem byrjar 4. okt. Hvetjum alla til að láta sjá sig í fé- lagsheimili okkar að Mánagrund til að spila eða bara fá sér kaffi og horfa á. Spilarar eru beðnir að mæta ekki seinna en 19 og byrjað verður að spila 19.15.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.