Morgunblaðið - 05.10.2008, Side 33

Morgunblaðið - 05.10.2008, Side 33
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 5. OKTÓBER 2008 33 Stefán Hrafn Stefánsson hdl,lögg.fasts. Sími: 534 8300 • Fax: 534 8301 Kirkjustétt 4 • 113 Reykjavík www.storborg.is SKÚLAGATA 51- TIL SÖLU EÐA LEIGU • Glæsilegt atvinnuhúsnæði með tveimur lyftum og inndreginni efstu hæð með glæsilegum útsýnissvölum þar sem m.a. eru samþykktar hótelíbúðir. • Fjölbreyttir notkunarmöguleikar svo sem fyrir heilbrigðisþjónustu, skrifstofur, hótelrekstur eða höfuðstöðvar fyrirtækis / stofnunar. • Húsið er 5020 fm þar af 730 fm í bílastæðahúsi. Næg bílastæði. • Húsið afhendist strax í núverandi ástandi eða lengra komið og innréttað- allt eftir óskum viðkomandi. • Frábær staðsetning með glæsilegu útsýni og með miklu auglýsingargildi. • Leiguverð er kr. 1.950 per fm og söluverð er kr. 275 þús per fm. • Seljandi er tilbúin að lána traustum kaupanda allt að 70-80% kaupverðs. Glæsilegt atvinnuhúsnæði neðst í Borgartúni - við sjávarsíðuna - til afhendingar strax NORRÆNT sam- starf teygir anga sína yfir flesta þræði sam- félagsins, allt frá menntun, nýsköpun og rannsóknum til sam- starfs í öryggis- og varnarmálum. Hefð hefur myndast fyrir því að norrænir emb- ættismenn starfi sam- an á erlendri grund. Það er mikill samgangur á milli nor- rænna sendiráða erlendis og það kraftmikla tengslanet sem hefur myndast á meðal norrænna dipló- mata byggist á langri hefð fyrir nor- rænum samskiptum. Á alþjóðavett- vangi er oft litið á Norðurlöndin sem eina heild. Þessi heild er eins og fjöl- skylda þar sem hver passar upp á annan en margir stjórnmálamenn og embættismenn hafa einmitt líkt Norðurlandasamstarfinu við fjöl- skyldu eða systkinahóp. Norðurlöndin og Sameinuðu þjóðirnar Norðurlöndin hafa spjarað sig vel á alþjóðavettvangi en sól þeirra skín hæst á vettvangi Sameinuðu þjóð- anna. Norrænir fulltrúar hafa með sér náið samráð innan Sameinuðu þjóðanna sem hafa í langan tíma ver- ið í forgangi í utanríkisstefnu allra Norðurlandanna og vettvangur þar sem norræn samræming hefur verið mikil. Mikil áhersla hefur verið lögð á sameiginlega afstöðu Norður- landanna í norræna samstarfinu inn- an Sameinuðu þjóðanna. Það er einnig mikil áhersla lögð á samráð hvað at- kvæðagreiðslur varðar. Norðurlöndin hafa sterka ímynd innan Sameinuðu þjóðanna og þykir mörgum hið hófstillta norræna vel- ferðarkerfi vera til fyr- irmyndar. Þau eru þekkt fyrir áhuga sinn og hollustu í þróun- armálum og mannrétt- indamálum auk þess sem þau eru virk á fjöl- mörgum sviðum, til dæmis hjálparstarfsemi, friðargæslu og sáttaumleitunum. Þau eru þar að auki þekkt fyrir rausnarleg framlög sín til þessara málaflokka. Framboð Íslands til öryggisráðsins Norðurlandasamstarfið gerir Ís- landi kleift að gera hluti sem væru annars ómögulegir. Dæmi um þetta er framboð Íslands til Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna. Þegar kemur að framboðsmálum í Sameinuðu þjóðunum er hefðin sú að Norð- urlöndin ganga að atkvæði hvert annars sem vísu. Þau samræma framboð sín þannig að engin tvö nor- ræn ríki eru í framboði um sama sætið. Þegar kemur að örygg- isráðinu þá leggjast norrænu ríkin öll á eitt til að hámarka áhrif sín. Norræn hringrás varðandi sæti í ör- yggisráðinu hefur verið í gangi frá árinu 1949. Norræna samstarfið innan Sam- einuðu þjóðanna er hornsteinninn í starfi Íslendinga innan stofnunar- innar. Samstarfið er til að mynda kjölfestan í starfi íslensku fasta- nefndarinnar og þær upplýsingar og aðstoð sem Ísland hefur fengið frá hinum norrænu þjóðunum innan Sameinuðu þjóðanna hefur reynst ómetanlegt. Norræna samráðið er í raun grundvallarforsenda fyrir yf- irsýn og innsýn íslensku fulltrúanna í mál á fjölmörgum sviðum. Fram- boð Íslands til öryggisráðsins og kosningabaráttan sem því fylgir er stærsta verkefni sem íslenska utan- ríkisþjónustan hefur tekið sér fyrir hendur. Kosningabaráttan sjálf og þátttaka í starfi öryggisráðsins (ef af henni verður) umbreytir ímynd og stöðu Íslands í alþjóðasamfélaginu. Líkir leika best Það er sannarlega hægt að segja um samstarf Norðurlandanna að lík- ir leika best. Samstarf Norður- landanna er lykillinn að árangri þeirra á alþjóðavettvangi. Þetta á við um árangur þeirra innan Sam- einuðu þjóðanna, Alþjóðabankans, Alþjóðagjaldeyrissjóðsins og á al- þjóðavettvangi almennt. Norð- urlöndin gerðu sér snemma grein fyrir því að þátttaka í formlegum hópi gefi smáþjóð mun betri tæki- færi til að hafa áhrif á heimsmálin en hún gæti nokkurn tíma upp á eigin spýtur. Hvernig Norðurlöndin haga framboðsmálum innan Sameinuðu þjóðanna er skýrt dæmi um þetta. Þegar kemur að öryggisráðinu þá leggjast norrænu ríkin öll á eitt til að hámarka áhrif sín. Þetta getur líka átt við samstarf Norðurlandanna innan Alþjóðabankans og Alþjóða- gjaldeyrissjóðsins. Fortíðin veitti grunninn að þétt ofnu diplómatísku öryggisneti fyrir öll Norðurlöndin. Þetta hefur reynst norrænu ríkjunum vel í nútíðinni þar sem þau hafa skapað sér virðingu á meðal annarra ríkja og traustan sess í alþjóðakerfinu. Almennt er Norð- urlandasamstarfinu haldið á lofti sem framúrskarandi fyrirmynd og það er víst að norrænu ríkin eru sterkari heild í krafti norræna sam- starfsins. Dæmi um þetta er að Ís- land getur frekar starfað með lönd- um í Asíu einmitt vegna þess að það er í hópi með hinum Norðurlönd- unum. Samstarf norrænu ríkjanna hefur falið í sér mikinn ávinning fyrir hvert og eitt þeirra. Það hefur held- ur betur sannast að margar raddir eru sterkari en ein á alþjóðavett- vangi. Framtíðarhorfur Norð- urlandasamstarfsins eru bjartari núna en fyrir tíu árum enda stendur samstarfið traustum fótum og hefur staðist þær raunir sem á það hefur verið lagt. Norræna samstarfið logn- aðist til að mynda ekki út af vegna inngöngu þriggja norrænna ríkja í Evrópusambandið. Ljóst er að Norðurlandasamstarfið er komið til að vera. Norðurlandasamstarfið – brú Íslands til alþjóðasamfélagsins Svava Ólafsdóttir skrifar um norrænt samstarf » Þátttaka Íslands í al- þjóðastofnunum hef- ur í mörgum tilfellum verið óhugsandi nema fyrir tilstuðlan hinna Norðurlandanna og Norðurlandasamstarfs- ins. Svava Ólafsdóttir Höfundur er með MA-gráðu í alþjóða- samskiptum. Bridsfélag Kópavogs Staða efstu para jafnaðist mikið á öðru spilakvöldinu af þremur í hausttvímenningnum. Aðeins munar 10 stigum á öðru og áttunda pari. Hæsta skor N/S Halldóra Magnúsd.- Hrafnh. Skúlad. 254 Eyþór Jónsson - Þorleifur Þórarinss. 251 Guðlaugur Bessas. - Jón St Ingólfss. 243 AV: Jörundur Þórðars. - Þórður Jörundss. 254 Ármann J Láruss. - Hjálmar Pálss. 243 Árni M Björnss. - Heimir Tryggvas. 231 Staða efstu para: Ragnar Björnss. - Sig. Sigurjónss. 496 Baldur Bjartmarss. - Sigurjón Karlss. 483 Jörundur Þórðars. - Þórður Jörundss. 482 Erla Sigurjónsd. - Sigfús Þórðars. 481 Eyþór Jónsson - Þorleifur Þórarinss. 480 BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson| norir@mbl.is Bridsfélögin á Suðurnesjum Mánudaginn 29. sept hófst 3ja kvölda tvímenningur sem 2 bestu kvöldin verða látin ráða. M.ö.o. þýðir það að þeir sem misstu af fyrsta kvöldinu geta komið inn næsta mánudag og verið með í keppninni. Á þessu fyrsta kvöldi mættu 13 pör, og var það enginn annar en landsliðsmaður okkar, Sveinn Rúnar og Gulli Sveins sem sigruðu á fyrsta kvöldinu. Staða eftir fyrsta kvöldið: Sveinn R. Eiríkss.– Guðlaugur Sveinss. 60 % Gunnar Guðbjs. – Kristján Kristjánss. 59,2 % Jóh. Benediktss. – Sigurður Albertss. 57,5 % Garðar Garðarss. – Gunnl. Sævarss. 57,1 % Kolbrún Guðveigsd. – Eyþór Jónsson 54,6 % Nk. mánudag 6. október verður Sveinn Rúnar ekki með okkur þar sem landsliðið er að spila á Ólympíu- mótinu í Kína sem byrjar 4. okt. Hvetjum alla til að láta sjá sig í fé- lagsheimili okkar að Mánagrund til að spila eða bara fá sér kaffi og horfa á. Spilarar eru beðnir að mæta ekki seinna en 19 og byrjað verður að spila 19.15.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.