Morgunblaðið - 05.10.2008, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 05.10.2008, Blaðsíða 18
18 SUNNUDAGUR 5. OKTÓBER 2008 MORGUNBLAÐIÐ Í bókinni, sem ber heitið Alka- samfélagið, rekur Orri m.a. eigin sögu, en á 13 árum lagðist hann 15 sinnum inn á stofnun vegna alkóhólisma og hefur setið mörg hundruð AA- fundi. Hann segir leið samtakanna henta sumum en fráleitt öllum og tel- ur undarlegt að SÁÁ bjóði almennt ekki upp á önnur úrræði en þau sem byggjast á 12 spora kerfi AA. Það eru nefnilega til lausnir, ekki bara ein lausn, segir Orri. „Ég vona að bókin veki umræður sem leitt geta til þess að meðferð- arbatteríið á Íslandi verði uppfært; að hætt verði byggja meðferðina nær eingöngu á hugmyndum þessara samtaka og þau þá aðeins kynnt sem mögulegur valkostur eftir meðferð. Mér finnst allt í lagi að AA sé til og samtökin hafa örugglega hjálpað ein- hverjum, en það verður að kalla hlut- ina réttum nöfnum. Það er ein- kennilegt í seinni tíð að menn sem vita betur reyni að breiða yfir trúar- legt eðli samtakanna. Á heimasíðu SÁÁ segir að AA-leiðin sé andleg en aldrei trúarleg en ég fullyrði að þetta er ekki rétt og þeir guðfræðingar sem ég hef rætt við taka undir það.“ Þú segir í bókinni að árangur af starfi AA sé sláandi lítill. Er það virkilega svo? „Já, meira að segja höfuðstöðvar samtakanna í Bandaríkjunum áætla að brottfallið á einu ári sé um 95%; að af þeim sem koma fyrst á AA-fund séu aðeins 5% enn í samtökunum, ári síðar. Þeirri smánarlegu prósentu má svo hæglega skipta á milli þeirra sem halda bindindi og svo hinna sem drekka, en mæta aftur og aftur á fundi. Það er því svolítið skrýtið að aðferðum AA skuli enn vera hampað sem einu lausninni við alkóhólisma 70 árum eftir að samtökin voru stofnuð. Langflestir sem voru með mér í meðferð, á þeim 13 árum sem ég var að velkjast í þessu áður en ég náði ár- angri, hafa ekki verið edrú síðan. Sumir hafa þó náð sér aftur á strik, rétt eins og ég. En árangursleysið er auðvitað sláandi. Auðvitað ætla ég ekki að halda því fram að AA hafi ekki hjálpað neinum. Fólki, sem er raunverulega trúað, getur gengið vel í slíkri meðferð. Ég veit samt fyrir víst, að bæði ég og fjöl- margir aðrir – sem sumir eru því mið- ur látnir – hefðum þurft önnur úrræði en þau sem voru í boði.“ Ertu á því að eðli meðferðarinnar hafi komið í veg fyrir að fleiri náðu ár- angri en raun ber vitni? „Já, sumir sáu því miður ekki til sólar. En svo eru menn sem trúa á prógrammið, sama hvað á gengur. Ég þekki mann sem á fast að 100 inn- lagnir að baki, á meira en 20 árum. Eftir hvern einasta túr trúir hann því að AA sé málið; hann segir alltaf að prógrammið sé æðislegt, en það sé bara eitthvað að sér! Að það sé eitt- hvað sem hann hafi ekki gert rétt; hafi til dæmis ekki verið nógu heið- arlegur. Menn þora ekki að gagnrýna prógrammið og rífa sjálfa sig frekar niður.“ Þú ert guðleysingi sjálfur en virðist samt hafa trúað því lengi að þetta væri eina lausnin og fórst aftur og aft- ur í meðferð. Hvernig stendur á því? „Ég er þannig samsettur að ég trúi og treysti þegar menn koma fram sem sérfræðingar á einhverju sviði. Ég tek mark á læknum á Vogi og hélt lengi vel að ráðgjafarnir hjá SÁÁ væru miklir sérfræðingar. Flestir þeirra voru sjálfir í AA þannig að ég ákvað að fara þarna inn, aftur og aft- ur, þrátt fyrir að mér liði aldrei vel með það, og alltaf verr eftir því sem ég las meira í AA-fræðunum. Fólk virðist almennt og sjálkrafa halda að AA séu mjög góð samtök. En þar er einhver heilagleiki og leyndardómur yfir öllu, og hreinlega litið á það sem sjúkdómseinkenni ef spurt er gagnrýninna spurninga. Og það er svo sem ósköp skiljanlegt því fræðin þola enga skoðun.“ Hvað er helst gagnrýnivert varð- andi AA-samtökin að þínu mati? „Það er margt gott fólk í AA- samtökunum og þar á ég marga vini. En það eru slæm skilaboð þegar fólk er rakkað niður, ár eftir ár, ef það er ekki tilbúið að ganga sporin 12 gagn- rýnislaust á guðs vegum; að fullyrt sé við fólk að það sé og ófært um að vera heiðarlegt. Það er sagt í tíma og ótíma að ef menn hætti að mæta á AA-fundi þá fari þeir aftur að drekka eða þeir séu komnir á fallbraut. Og ef þeir fari aftur að drekka þá drekki þeir sig sennilegast í hel. Þetta er mannfyrirlitning, þótt alltaf sé talað um AA sem mannræktarsamtök þar sem allt gangi út á kærleika og sam- hjálp. Í rannsókn sem gerð var í Banda- ríkjunum var fylgt eftir tveimur jafn- stórum hópum, annar fór í AA en hinn ekki, og að ári liðnu voru flestir dottnir í það. Sem kemur mér ekki á óvart, en eini munurinn var sá að þeir fóru almennt verr sem höfðu verið í AA. Þar er alið á vanmættinum og að fólks, sem byrji að drekka á ný, bíði ekki annað en geðveiki og dauði. Fólk trúir því að það sé gjörsamlega varn- arlaust og enginn mannlegur máttur geti stöðvað alkóhólisma. Það verði aðeins gert með æðri mætti.“ Þú talar um í bókinni að edrú- mennska þín byggist fyrst og fremst á sjálfsþekkingu, sem er í andstöðu við það sem AA telur mögulegt. „Jú, í AA-fræðunum segir að alkó- hólista sé næstum undantekning- arlaust algjörlega ókleift að hætta drykkjuskap á grundvelli sjálfsþekk- ingar. Ég tel þvert á móti að eftir því sem félagsleg staða fólks er betri, eft- ir því sem menn eru þroskaðri og yf- irvegaðri og hugsa málin betur, ættu  Orri Harðarson gagnrýnir fíknimeðferðarbransann hérlendis harðlega í nýrri bók  Það eru til lausnir, ekki bara ein lausn, eins og AA-samtökin halda fram  Náði loks bata eftir 13 ára þrautagöngu eftir að hann sniðgekk algjörlega aðferðir AA Orri Harðarson tónlistarmaður hefur verið edrú í 16 mánuði eftir áralanga baráttu við alkóhólisma. Skapti Hallgrímsson ræddi við Orra, sem fjallar í nýrri bók á mjög gagnrýninn hátt um fíknimeðferðarbransann hér á landi. Sjálfsþekking er lykillinn; ekki trú á æðri mátt ORRI Harðarson er fæddur 1972 á Akranesi. Fimm ára gamall tilkynnti snáðinn form- lega að hann ætlaði sér að verða tónlistarmaður og spila á bassa. „Við bjuggum þá í Danmörku og yfirlýsingin er til á kassettu sem við sendum til ömmu,“ segir hann. Orri lék knattspyrnu á yngri árum eins og algengt er á Skag- anum; stóð í marki liðs sem var illviðráðanlegt enda meðal sam- herjanna þekktar kempur í seinni tíð eins og tvíburabræð- urnir Arnar og Bjarki Gunn- laugssynir, Þórður Guðjónsson og Lárus Orri Sigurðsson. Hann hefur lengi fengist við tónlist og gefið út fjórar sólóplötur; fyrst Drög að heimkomu 1993, Stóri draumurinn 1995, Tár 2002 og Trú 2005. Fyrir þá fyrstu var hann valinn bjartasta vonin þeg- ar Íslensku tónlistarverðlaunin voru afhent 1994 og sú síðasta var tilnefnd sem plata ársins á sama vettvangi 2006. Auk eigin platna hefur Orri unnið að um það bil 30 plötum fyrir aðra, m.a. KK, Önnu Halldórsdóttur, Bjartmar Guðlaugsson og Þórunni Ant- oníu, sem hljóðfæraleikari, útsetjari og upptökustjóri. Þá hefur hann komið að gerð kvikmynda- og leikhústónlistar fyrir Hilmar Örn Hilmarsson og fleiri. Orri hefur auk þess fengist við skriftir; hann hefur þýtt nokkrar bækur og var tónlistargagnrýnandi við Morgunblaðið 1999 til 2002, og aftur frá því í fyrra og þangað til í sumar. Ekki fór að halla verulega undan fæti í drykkjunni hjá Orra fyrr en komið var á á þrítugsaldurinn, segir hann. „Verstu tímabilin einkenndust af stífri dagdrykkju og stóðu stundum mánuðum sam- an. Til allrar hamingju var ég fyrst og fremst sjálfum mér verstur; lenti blessunarlega ekki í því eins og margur fíkillinn að gerast brotlegur við lög. Ég hef komist út úr þessu án þess að verða gjaldþrota og er með hreint sakavottorð.“ Hann segir ákveðins tvískinnungs gæta í samfélaginu að því leyti að þar sem áfengi sé löglegt telji margir það ekki eins alvarlegt og ólöglegu vímuefnin. „Það er mikill misskilningur. Áfengi er til að mynda eitt örfárra efna sem geta slegið á heróínfráhvörf. Efnin eru mjög skyld og áfengi síst hættuminna. Ólíkt heróínfráhvörfum geta áfeng- isfráhvörf verið banvæn.“ Bjartasta vonin Orri áritar fyrstu plötu sína haustið 1993. „Ekki orðið gjaldþrota og er með hreina sakaskrá“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.