Morgunblaðið - 05.10.2008, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 05.10.2008, Blaðsíða 14
14 SUNNUDAGUR 5. OKTÓBER 2008 MORGUNBLAÐIÐ Hugmyndaátök | Frjálshyggjumenn legga ekki árar í bát þó að margir telji hugmyndafræðina hafa beðið algjört skipbrot. | Stórveldi Liðsmenn og stuðningsmenn fótboltaliðs Bayern München eru vanir góðu gengi og eiga bágt með að sætta sig við þá stöðu sem nú er uppi þar sem hver leikurinn á eftir öðrum tapast. VIKUSPEGILL» Hugmyndaátök Eftir Björn Vigni Sigurpálsson bvs@mbl.is E nginn segir það upphátt en það er samt ekki laust við að fyrir fáein- um dögum hafi ríkt hálfgerð þórðargleði víða utan Bandaríkj- anna út af þeim óförum sem þar- lent efnahagslíf og í kjölfarið stjórnmálalíf hefur mátt ganga í gegnum síðustu dægur. Ákveðin hugmyndafræði – kenningin um yfirburði hins frjáls markaðar umfram hið alltumlykjandi faðmlag ríkisvaldsins – virðist hafa beðið skip- brot – a.m.k. tímabundið. Evrópskir stjórnmálamenn og fræðimenn hafa margir verið fljótir að hnýta í hið banda- ríska humyndakerfi síðustu áratuga. „Hug- myndin um að hinn frjálsi markaður hafi alltaf rétt fyrir sér er galin,“ sagði Nicolas Sarkozy, Frakklandsforseti. Afskiptaleysi bandarískra stjórnvalda sem stundað var mitt í undirmáls- kreppunni, var „eins einfeldingslegt og það var hættulegt,“ var haft eftir Peer Steinbrück, þýska fjármálaráðherranum sem bætti því við að bandaríkin myndu nú glata hlutverki sínu sem „fjármálalegt ofurveldi“. Kampakátínan eða „schadenfreude“ eins og fyrirbærið kallast á þýsku hefur þó sennilega verið ótímabær. Fyrr en varði hafði bandaríska meinsemdin smitast yfir til Evrópu og jafnvel þýski fjármálaráðherrann hafði þurft að grípa til bjargráða heima fyrir vegna vandamála í þarlendu bankakerfi, eins og reyndar víðar í álf- unni. Eftir sem áður sitja Bandaríkjamenn uppi með upphaf meinsemdarinnar – hugmynda- fræði frjálshyggjunnar, er sagt, ýtti undir að farið var á svig við nauðsynlega staðla og reglu- verk í fjármálalífinu, græðgin varð alls ráðandi í Wall Street og gaf af sér stöðugt nýstárlegri og hugmyndaríkari afurðir til nota í fjármálaheim- inu, sem aftur gáfu af sér ríkulegar tekjur og of- urlaun til yfirmanna fjárfestingarbankanna, helstu útungunarstöðva hinna nýju fjármála- afurða. Afurðir þessar voru einatt í formi flókinna af- leiðna sem m.a. höfðu að geyma undirmálslán húsnæðismarkaðarins í svokölluðum vafningum sem voru til þess fallnir að fela meinsemdina. Á endanum höfðu þær náð slíkri fullkomnun að enginn botnaði í þeim lengur og þar með var öll vitræn verðmyndun fyrir bí. Þannig byrjaði að bresta í kerfinu og því er komið fyrir fjár- málageiranum eins og reyndin er – óvissan ól af sér ótta, óttinn hefur alið af sér vantraust og vantraustið fryst markaðinn. Líkkista Reagans Varla fer milli mála að fjármálakreppan sem meira og minna öll heimsbyggðin á við að etja mun þegar fram líða stundir leiða til einhvers konar hugmyndafræðilegs uppgjörs – milli ný- frjálshyggjunnar sem ráðið hefur ríkjum víðast hvar í hinum vestræna heimi allt frá valdatíma Ronald Reagans, og nýklassísku hagfræðinnar sem færð var í öndvegi eftir kreppuna miklu snemma á fjórða áratugnum með New Deal, umbótaáætlun F.D. Roosevelts. Þau sýna ef til vill betur en margt annað til- finningahitann í þessari togstreitu hugmynd- anna ummælin sem repúblikaninn Darrell Issa frá Kaliforníu lét falla kringum fyrri atkvæða- greiðsluna í fulltrúadeild bandaríska þingsins fyrr í vikunni þegar hann gerði grein fyrir and- stöðu sinni við frumvarpið þar sem það gengi gegn grundvallarstefnu flokksins. Fráhvarf frá þessari grundvallarstefnu væri eins og „að koma fyrir líkkistu ofan á líkkistu Ronalds Reagans“. Það var óneitanlega dálítið kyndugt að mitt í þessari orrahríð skolaði hingað á land í vikunni frönskum frjálshyggjupostula, Henri Lepage, blaðamanni og rithöfundi. Hann hélt hér fyr- irlestur á vegum Rannsóknarmiðstövar um samfélags- og efnahagsmál og Félagsvís- indastofnunar fyrir fullu húsi í sal í Þjóðminja- safninu, þar sem hann reifaði einmitt hvaða er- indi frjálshyggjan ætti við okkur á þeim viðsjárverðum tímum sem við lifum nú þegar þessi hugmyndastefna hefur af ýmsum verið út- máluð sem aðalástæðan fyrir því hvernig komið er. Alls óvíst er þó hvort Lepage hefði verið feng- inn hingað til lands ef ekki hefði verið vegna þess að Einar Már Jónsson, prófessor í Frakk- landi, tók sig til og úthúðaði bók hans Demain, le capitalisme (Á morgun, kapítalismi) sem kom út árið 1978 í umtalaðri bók sinni Bréfi til Maríu frá síðasta ári. Eftir skrifum Einars Más að dæma hefur Henri Lepage gegnt einhverju svipuðu hlutverki í heimalandi sínu og Hannes Hólmsteinn hér á Fróni í útbreiðslu fagnaðar- erindis frjálshyggjunnar. Pólitísk inngrip undirrótin Í fyrirlestri sínum hafði Frakkinn svo sem ekki margt nýstárlegt fram að færa enda örugglega ósanngjarnt að ætlast til þess svo skömmu eftir þann brotsjó sem hugmynd- fræðin hefur lent í samfara umrótinu í fjár- málalífinu – fylgjendur frjálshyggjunar munu þurfa tíma til að ná vopnum sínum áður en ný skoðanaskipti geta hafist við gagnrýnendur úr röðum nýklassísku hagfræðinnar og vinstri- sinnaðra þjóðfélagsrýna með tilheyrandi gerj- un. Henri Lepage var að sjálfsögðu trúr grunn- stefi hugmyndafræðinnar – frelsið og kapítalisminn sem slíkur voru ekki undirrót fjármálakreppnunnar nú heldur er skýring- anna að leita í pólitískum inngripum mörg ár aftur í tímann. Hann tók dæmi af húsnæð- islánabönkunum Freddie Mac og Fannie Mae sem ríkið þurfti að taka yfir á dögunum, og hélt því fram að vandi þeirra teygði sig aftur til miðs tíunda áratugarins. Þá var Bill Clinton í Hvíta húsinu og demókratar við völd en Lepage sagði að húsnæðislánabankarnir hefðu löngum verið sérstök gæludýr demókrata. Á þessum tíma hefði verið mörkuð sú stefna að sem flestir skyldu eignast eigið þak yfir höfuðið og stefn- unni framfylgt með þeim hætti að bankarnir hefðu freistast til að láta hefðbundið mat á veð- um lönd og leið. Um svipað leyti var skorið á þau skil sem gilt höfðu frá því fljótlega eftir keppuna miklu milli viðskiptabankastarfsemi og fjárfestingarbanka. Viðskiptabankarnir færðu sig yfir á ýmis þau svið sem fjárfestingarbankarnir höfðu áður átt fyrir sig, og þeir því þurft að færa sig inn á önn- ur, arðbærari en um leið áhættusamari svið, svo sem að gera sér mat úr undirmálslánunum. Stjórnvaldsafskipti sem skekkja markaðinn Lepage var ekkert að halda því fram að markaðsfrelsið væri fullkomið – það ætti sína tíðahringi með reglulegu millibili sem leiðréttu sig þegar boginn hefði verið spenntur of hátt. Þetta væri þó barnaleikur samanborðið við af- leiðingarnar af inngripum ríkis eða stjórnvalda á gangverk efnahagslífsins. Þar væri hamlandi regluverk með tilheyrandi eftirliti mestur skað- valdur. (Henri Lepage verður í viðtali hér í blaðinu á morgun, mánudag.) Í þessum samhengi er nógu fróðlegt að fletta upp í bók Einars Más Jónssonar, sem a.m.k. á einhverju skeiði lífs síns var hallari undir hina algjöru andstæðu kapítalismans, þ.e. marx- ismann, og sjá hvernig hann afgreiðir bók Le- page, Á morgun, kapítalismi, og höfundinn sjálfan. „Í heild er kerfi höfundar til einskis nýtt, því að hann byggir það berlega á því að velja aðeins þau atriði sem henta honum og sleppa umyrða- laust öllu því sem fellur ekki inn í kennisetn- inguna,“ segir Einar Már á einum stað. Og lítið eitt seinna: „Ef verk Henri Lepage er lesið með hliðsjón af ritum alvöru fræðimanna, sagnfræð- inga og annarra, er það hlálegt. Mann fer að gruna að það sé kannski ekki alveg út í hött sem ýmsir fræðimenn og gagnrýnendur hafa sagt, að frjálshyggjupostularnir séu oft harla fáfróð- ir, þeir byggi kenningar sínar á fáeinum dæm- um, jafnan hinum sömu og rifnum úr samhengi, sem sanni í rauninni ekki neitt.“ Undarlega djúpstæð tengsl Einar heldur síðar áfram: „Því hefur stund- um verið haldið fram – og byggist það fremur á innsæi blaðamanna en einhverjum sérstökum rannsóknum – að í sveiflum tískunnar, þegar ein bylgjan hnígur og önnur rís í hennar stað, haldist sumir þættir stöðugir og óbreyttir, kannske undir einhverju öðru nafni eða í dul- argervi sem felur þó ekki neitt. Þetta sé kannske eitthvert grundvallareinkenni í tísku- sveiflunum. Milli tískubylgju menntamanna-marxísmans franska og frjálshyggjunnar eru einmitt ým- isleg tengsl af þessu tagi, og sum þeirra eru undarlega djúpstæð. Ein þeirra eru raunar ein- föld og liggja í augum uppi: marxistar fortíð- arinnar höfðu nánast takmarkalausa óbeit á velferðarþjóðfélagi Norður-Evrópu og frjás- hyggjumenn nú eru þeim hjartanlega sammála. Forsendurnar eru að sjálfsögðu andstæðar, marxistarnir, sem trúðu því að himnaríki á jörð væri að skapast austantjalds, litu svo á að í Norður-Evrópu væri kúgun kapítalismans sér- lega hörð, því hún villti á sér heimildir og svipti menn allri von og lífsvilja (sbr. sjálfsmorðin frægu í Svíþjóð), og frjálshyggjumenn álíta að „sósíalismi Norðurlanda“ sé hefting á ein- staklingsfrelsi og efnahagsleg glötun, en hvað fordóma snertir kemur þetta í sama stað nið- ur.“ Eins og sjá má á þessum dæmum er enn nægur efniviður í hvöss skoðanaskipti milli þessara tveggja hugmyndaheima, þótt hæpið sé að þau geti orðið að einhverju viti fyrr en ofvirð- ið sem nú er í fjármálaheiminum, er gengið yfir. Óhjákvæmilegt uppgjör hugmyndakerfa Franskur frjálshyggjupostuli telur að allar helstu stoðir hugmyndafræðinnar séu í fullu gildi – Höfundur Bréfs til Maríu gaf ekki mikið fyrir kenningar í bók Henri Lepage Reuters Einvígi Allt bendir til að til uppgjörs komi milli þeirra tveggja kennisetninga hagfræðinnar sem ríkt hafa frá kreppunni miklu, frjálshyggjunnar og nýklassísku hagfræðinnar. Í HNOTSKURN »Húsnæðislánabankarnir bandarískuvoru gæludýr demókrata. »Ríkisafskiptin rugla markaðs-lögmálin, segir Henri Lepage. »Líkindi milli frjálshyggju ogmenntamanna-marxisma. »Frjálshyggjupostularnir oft harlafáfróðir. Morgunblaðið/Árni Sæberg Vangaveltur Frjálshyggjupostulinn Henri Lepage hélt hér fyrirlestur fyrir fullu húsi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.