Morgunblaðið - 05.10.2008, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 05.10.2008, Blaðsíða 44
44 SUNNUDAGUR 5. OKTÓBER 2008 MORGUNBLAÐIÐ Þrautin felst í því að fylla út í reitina þannig að í hverjum 3x3-reit birtist tölurnar 1-9. Það verður að gerast þannig að hver níu reita lína bæði lárétt og lóðrétt birti einnig töl- urnar 1-9 og aldrei má tvítaka neina tölu í röð- inni. Sudoku dagbók Í dag er sunnudagur 5. október, 279. dagur ársins 2008 Orð dagsins: Ég lít svo á, að ekki séu þjáningar þessa tíma neitt í sam- anburði við þá dýrð, sem oss mun op- inberast. (Rm. 8, 18.) Ég veit ekki hvar þetta endar,“segir vinnufélagi Víkverja nokkrum sinnum á dag. Vinnufélag- inn er póetískur og þess vegna við- kvæmur og tekur kreppuna nærri sér. Víkverji er harðari af sér. Hann hefur þá skoðun að peningar skipti litlu sem engu máli í lífinu og verri hlutir geti hent mann en að tapa þeim. Þess vegna stendur Víkverji að mestu fyrir utan allt krepputal. Hann hefur alltaf haldið að það væri lögmál að hver manneskja yrði að upplifa að minnsta kosti eina til tvær kreppur um ævina. Nú er kreppa en henni hlýtur einhvern tíma að ljúka. Sú vitneskja nægir Víkverja til að lifa sáttur. x x x Víkverji varð ekki glaður þegartók að snjóa eitt kvöld fyrir skömmu. „Æ, nei, ekki þetta,“ sagði hann upphátt. Hann hefur reyndar ekkert á móti því að umhverfið líti út eins og jólakort. En honum finnst allt of snemmt að það gerist í byrjun október. Snjór tilheyrir jólum en er þess utan heldur hvimleitt fyrirbæri. Svo fylgir honum yfirleitt kuldi og Víkverja er meinilla við kulda. x x x En það finnast ráð við öllu. Vík-verji gætir þess vandlega að hafa nóg af kertum í kringum sig á síðkvöldum. Þar sem hann býr auk þess heimilislega þá líður honum ákaflega vel heima hjá sér. Kveikir á kertum, fær sér kannski smá- rauðvín, les og hlustar á Mozart eða Verdi. Kreppan kann að geisa fyrir utan og þar kann einnig að vera snjóþungt. En Víkverja er sama. Hann er í eigin heimi. x x x Vikverji er á þeirri skoðun að eig-in heimur sé besti heimur af öll- um mögulegum heimum. Í eigin heimi ræður maður sér nefnilega al- veg sjálfur og þarf ekki að vera í takt við raunveruleikann frekar en mað- ur vill. Þetta er alveg sérlega gott hlutskipti og allra best á krepputím- um. víkverji@mbl.is Víkverjiskrifar Krossgáta Lárétt | 1 vegna þess, 4 fletja fisk, 7 fimur, 8 ást- ríki, 9 guð, 11 forar, 13 bylur, 14 læðast, 15 sálda, 17 svöl, 20 iðn, 22 örlög, 23 viðbjóður, 24 fíflið, 25 mannsnafn. Lóðrétt | 1 drepa, 2 fæð- ir kópa, 3 magurt, 4 falskur, 5 endurtekið, 6 hægt, 10 fiskinn, 12 for- sögn, 13 agnúi, 15 gana, 16 aflaga, 18 dáin, 19 blundi, 20 hafði upp á, 21 stara. 19 legil, 20 ilma. Lausn síðustu krossgátu Lárétt: 1 löðrungur, 8 fílum, 9 fúska, 10 Syn, 11 sigla, 13 amman, 15 stegg, 18 salli, 21 rok, 22 lygna, 23 örgum, 24 landskuld. 2 öflug, 3 romsa, 4 nefna, 5 ufsum, 6 ofns, 7 hann, 12 lag, 14 móa, 15 sálm, 16 eigra, 17 grand, 18 skökk, 1 7 11 15 22 24 12 14 3 9 20 10 4 8 21 23 25 13 17 5 18 6 19 2 16 Skák Helgi Áss Grétarsson | ritstjorn@mbl.is 1. d4 Rf6 2. c4 g6 3. g3 Bg7 4. Bg2 O–O 5. Rc3 d6 6. Rf3 Rc6 7. O–O a6 8. b3 Hb8 9. Rd5 Rh5 10. Bb2 e6 11. Rc3 b5 12. cxb5 axb5 13. Hc1 Bd7 14. Dd2 b4 15. Ra4 Ra5 16. Dc2 Bxa4 17. bxa4 b3 18. axb3 Rxb3 19. Hb1 Dd7 20. d5 Rc5 21. dxe6 Dxa4 22. Dxa4 Rxa4 23. Bxg7 Kxg7 24. Rd4 Hxb1 25. Hxb1 Kf6 26. Hb3 Rc5 27. Hf3+ Ke7 28. exf7 Rf6 29. Rb5 Re6 30. Hc3 c5 31. He3 Rg4 32. Ha3 Hd8 33. Ha7+ Kf6 34. Bh3 h5 35. f3 Re5 Staðan kom upp í landskeppni Kína og Rússlands sem lauk fyrir skömmu í Ningpo í Rússlandi. Kínverski stór- meistarinn Xiangzhi Bu (2710) hafði hvítt gegn Ernesto Inarkiev (2675). 36. Rxd6! Hxd6 37. Bxe6 Kg7 38. He7 c4 39. He8 Rxf7 40. Bxc4 Rd8 41. Kf2 Kf6 42. h4 Rc6 43. Hf8+ og svartur gafst upp. Hvítur á leik Brids Guðmundur Páll Arnarson | ritstjorn@mbl.is Kerfisstríðið. Norður ♠ÁK2 ♥D8 ♦G73 ♣KG875 Vestur Austur ♠73 ♠D1098654 ♥G6542 ♥Á107 ♦D1064 ♦98 ♣103 ♣6 Suður ♠G ♥K93 ♦ÁK52 ♣ÁD942 Suður spilar 6♣. Á árunum í kringum 1930 geisaði hatrammt „kerfisstríð“ í bridsheim- inum, sem náði hámarki í frægu einvígi Culbertsons og Lenz. Culbertson fór með sigur af hólmi, en tapaði þó stórt á spilinu að ofan. Lenz og Oswald Jacoby enduðu í laufslemmu, sem Jacoby spil- aði í suður. Frú Josephine Culbertson kom óvart út frá rangri hendi og Ja- coby nýtti sér það til að krefjast útspils í tígli, eins og þá var hægt lögum sam- kvæmt. Jacoby fékk því ódýran slag á ♦G blinds. En líklega hefði slemman unnist með öðru útspili líka, því Josep- hine hafði sagt spaða á þriðja þrepi og sú innákoma ætti að vísa sagnhafa veg- inn. Vinningsleiðin er að spila litlu hjarta að kóng, henda svo hjarta í háspaða og trompa spaða. Taka ♦Á-K og senda loks austur inn á ♥Á til að spila í tvöfalda eyðu. (21. mars - 19. apríl)  Hrútur Einhver pælir í hvernig hann get- ur launað þér hollustuna, og misskilur þig alveg. Fyrir þér er hollustan málið; að fá að berjast fyrir málstað af öllu afli. (20. apríl - 20. maí)  Naut Þér finnst hugmyndin um ferðalag spennandi. Ef þú getur ekki séð allan heiminn, geturðu allavega séð nýtt horn af honum. Þú finnur ferð á góðu verði. (21. maí - 20. júní)  Tvíburar Allt á sína árstíð. Við hvaða að- stæður blómstrar þú? Þegar þú kemst í snertingu við náttúruna; lítil börn, haust- lauf, sól sem sest og dýpsta eðli mannsins. (21. júní - 22. júlí)  Krabbi Það er val að vera alvarlegur. Hlutir hafa nákvæmlega þá vigt sem þú gefur þeim. Ef þú vilt létta á þér og lífinu er gott sjá hlutina í bjartara ljósi. (23. júlí - 22. ágúst)  Ljón Athygli þín magnast við sýn á fal- legum hlut. Auðvitað er þessi hlutur mjög sérstakur, jafnvel ágæt viðbót við safn þitt á klikkuðum hlutum. (23. ágúst - 22. sept.)  Meyja Þú hefur mikið sjálfstraust. Þú veist ekki hvað þarf til svo að þú takir næsta skref fram á við. Þú ert viss um að þú munir komast að því og ráða við það. (23. sept. - 22. okt.)  Vog Þú átt í ástar-haturssambandi við sjálfan þig þessa dagana og þess vegna skilur fólk þig svona vel. Allir eru að ganga í gegnum eitthvað svipað, og þú höndlar það með þokka. (23. okt. - 21. nóv.) Sporðdreki Munurinn á þér og hinum í liðinu er sá að þú kannt að hlusta. Þú skil- ur heildartilganginn og vinnur út frá því í stað þess að týnast í smáatriðum. (22. nóv. - 21. des.) Bogmaður Þú stýrir verkefni sem þú skapaðir sjálfur. Haltu áfram þótt þú vitir ekki hvert þú ert að fara. Innsæið er svo sterkt núna að þú verður að fylgja því. (22. des. - 19. janúar) Steingeit Útlendingar munu heimsækja þig og hrífast af því hvernig þú býrð. Það er skrítið að vera skoðaður af svo mikilli athygli og þú sérð sjálfan þig í nýju ljósi. (20. jan. - 18. febr.) Vatnsberi Var uppeldi þitt skrítið? Þegar þú segir frá lífi þínu kemstu að tvennu; 1) Lífshlaup þitt er mjög sérstakt. 2) Þér er einstaklega lagið að skemmta fólki með smáatriðum. (19. feb. - 20. mars) Fiskar Þú vilt vel og árangurinn verður eftir því. „Hvernig“ hann verður mun koma þér á óvart. Ekkert verður eins og þú býst við, en samt verður allt frábært! Stjörnuspá Holiday Mathis 5. október 1946 Alþingi samþykkti samning um afnot Bandaríkjanna af Keflavíkurflugvelli. Harðar deilur urðu um samninginn og nýsköpunarstjórnin sprakk vegna þeirra. 5. október 1949 Dregið var í fyrsta sinn í Vöruhappdrætti Sambands ís- lenskra berklasjúklinga (SÍBS). Hæsti vinningur, hús- gögn í tvær stofur, kom á miða númer 18064. 5. október 1963 Hljómar léku í fyrsta sinn op- inberlega, í Krossinum í Njarðvík. 5. október 1984 Eiríkur J. Eiríksson og Kristín Jónsdóttir gáfu Bæjar- og hér- aðsbókasafninu á Selfossi safn sitt sem í voru um þrjátíu þús- und bindi. Talið er að þetta sé mesta bókagjöf í sögu lands- ins. 5. október 1991 Blönduvirkjun var formlega tekin í notkun. Framleiðslu- geta hennar er 150 megawött. Stofnkostnaður virkjunar- innar var meira en 12 millj- arðar króna. 5. október 2000 Víkingaskipið Íslendingur kom til hafnar í New York, en lagt hafði verið af stað frá Ís- landi í júní. „Takmarkinu er náð,“ sagði Gunnar Marel Eggertsson skipstjóri. Ferðin var farin til að minnast landa- fundanna árið 1000. Skipið er nú í Reykjanesbæ. Dagar Íslands | Jónas Ragnarsson. Þetta gerðist … „Ég held ég haldi nú ekki upp á daginn í þetta sinn. Ég hélt mjög veglega upp á fertugsafmælið mitt og ætli ég bíði ekki með frekari hátíðarhöld til fimmtugsafmælisins,“ segir Guðjón Sigvalda- son, leikari og leikstjóri, sem verður 45 ára í dag. Guðjón segist lengi vel ekki hafa haldið upp á afmæli sitt. „Ég hætti að halda upp á afmælið mitt þegar ég var tólf ára, fannst engin ástæða til þess og fagnaði deginum ekki aftur fyrr en ég varð 25 ára,“ segir Guðjón. Hann segist eiga marga eft- irminnilega afmælisdaga – minningarnar séu hins vegar misgóðar. „Þegar ég var 21 árs var ég staddur í Svíþjóð á sýningarferðalagi með leikhópi. Ég og félagarnir voru búnir að plana mikið djamm en þá veiktist einn okkar illilega svo ég hékk allan daginn og langt fram á nótt inni á spítala að bíða eftir rannsóknarniðurstöðum. Þannig að það fór ekki mikið fyrir skemmti- legheitunum.“ Guðjón er nú að setja upp söngleikinn Jesus Christ Superstar með leikfélaginu Grímni í Stykkishólmi. Stefnt er að frumsýningu í nóv- ember. Hann segir mjög skemmtilegt að vinna með leikhópum á landsbyggðinni. „Ég er með fjörutíu manna hóp, á aldrinum fjórtán ára og upp úr. Hér eru fínir söngvarar og flottir tónlistarmenn.“ Hann segir því engan skort á hæfileikafólki í Stykkishólmi og mikla tilhlökkun að koma verkinu á fjalirnar. | sunna@mbl.is Guðjón Sigvaldason 45 ára Eyddi afmælinu á sjúkrahúsi 4 2 1 9 3 4 6 7 1 5 9 3 4 1 2 8 1 2 6 4 8 4 6 7 1 9 3 8 1 6 3 8 2 1 2 5 8 6 5 1 1 8 5 5 2 8 6 9 4 6 8 6 2 5 7 5 6 4 5 4 2 8 2 7 9 9 5 3 4 8 6 4 3 2 5 1 9 7 9 2 1 7 6 8 4 5 3 5 3 7 9 4 1 2 6 8 2 8 9 5 7 3 6 4 1 1 4 5 8 9 6 3 7 2 6 7 3 4 1 2 5 8 9 4 9 6 2 3 7 8 1 5 7 5 2 1 8 4 9 3 6 3 1 8 6 5 9 7 2 4 2 9 4 8 5 7 3 6 1 1 6 7 4 2 3 8 5 9 5 8 3 1 6 9 4 2 7 4 2 1 7 3 6 5 9 8 3 5 6 9 4 8 7 1 2 8 7 9 5 1 2 6 3 4 7 4 2 3 9 5 1 8 6 6 1 5 2 8 4 9 7 3 9 3 8 6 7 1 2 4 5 7 9 6 8 5 3 4 1 2 8 5 4 2 9 1 7 3 6 1 3 2 6 4 7 8 5 9 5 8 9 7 2 4 3 6 1 2 6 3 9 1 8 5 4 7 4 7 1 3 6 5 9 2 8 3 1 8 5 7 2 6 9 4 9 4 7 1 3 6 2 8 5 6 2 5 4 8 9 1 7 3 3 2 8 6 4 9 3 6 6 9 3 5 8 5 6 1 4 8 7 9 6 2 8 3 5 4 4 5 7 5 4 9 3 2 Frumstig Miðstig Efstastig Lausn síðustu Sudoki. ;) Nýbakaðir foreldrar? Sendið mynd af nýja ríkisborgaranum ásamt upplýsingum um fæðingarstað og stund, þyngd, lengd og nöfn foreldra, á netfangið barn@mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.