Morgunblaðið - 05.10.2008, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 05.10.2008, Blaðsíða 26
26 SUNNUDAGUR 5. OKTÓBER 2008 MORGUNBLAÐIÐ Í bakgrunni má heyra gítarund-irleik, Hammond-orgel og aðsagt er í hljóðnemann: „Tveir,tveir, tveir.“ Ólafur Haukur situr í hægindastól í kjallara Íslensku óperunnar og rennsli á sýningu Janis Joplin er að hefjast á leiksviðinu. Fyr- ir nokkrum árum var ámálgað við Ólaf Hauk að skrifa söngleik um Jan- is Joplin, en svo datt það upp fyrir. Stefán Baldursson leikhússtjóri Óp- erunnar sá hins vegar handritið skömmu eftir að hann fékk lyklavöld- in í Ingólfsstræti og fannst það mikill veigur í því að hann vildi smella því á svið. „Stefáni fannst tónlistin orðin nógu klassísk til þess að eiga heima í þessu húsi,“ segir Ólafur Haukur. Gerði lögin að sínum Þrátt fyrir að þekkja tónlistina frá fornu fari, varð Ólafur Haukur að lesa sér til um Janis Joplin. „Ég hafði hlustað á hana ungur maður, látið hana detta á fóninn annað slagið. En nú tók ég mig til og hlustaði á allar plöturnar hennar. Og það rifjaðist upp hvílík afburðasöngkona hún er. Janis gerði tónlistina svo eft- irminnilega að sínu, að manni finnst þetta hennar músík, þó að hún væri ekki nema að hluta til eftir hana sjálfa.“ Hún söng sig inn í sviðsljósið með miklum tilþrifum, en það tók fljótt af, að sögn Ólafs Hauks. „Janis Joplin hafði reynt ýmislegt, gengið í há- skóla, sungið þjóðlög og blús, og allt í einu tók hún þá ákvörðun, eða ákvörðunin tók hana, að helga sig söngnum. Á þeim tíma hafði myndast mikið uppstreymi í tónlist, blúskynjuð hippatónlist varð til á vesturströnd Bandaríkjanna, og Janis fór að syngja með hippabandi sem hún komst í tæri við. Svo tóku við þrjú ár þar sem hún hafði sönginn að lifibrauði, eða þar til hún dó fyrir aldur fram 27 ára gömul. Þetta var stuttur og litríkur ferill, og Janis lifði hratt, bæði í leik og starfi. Hún var mikil gleðibomba, en um leið greind kona og hugsandi manneskja, sem las mikið, málaði og var vel að sér á mörgum sviðum.“ Svona er lífið Þegar upp er staðið var Pearl, síð- asta plata Janis Joplin, hápunkturinn á hennar ferli, að sögn Ólafs Hauks. „Hún deyr frá þeirri plötu næstum fullgerðri, til allrar hamingju búin að syngja inn á band einhvers konar prufuupptökur, sem síðan voru not- aðar á plötunni og standa glæsilega fyrir sínu. En maður hefur grimmi- lega á tilfinningunni að hún hafi átt mikið inni sem söngkona þegar hún féll frá.“ Fátt kemur Ólafi Hauki úr jafn- vægi, að minnsta kosti þegar hann situr í hægindastólnum, og hann bæt- ir við: „En svona er lífið.“ Svo hallar hann sér aftur mak- indalega. Ilmur Kristjánsdóttir sting- ur höfðinu í dyragættina: „Eitt með Óla, hann hefur óskap- lega óþægilega nærveru.“ Svo er hún horfin úr gættinni, aft- ur inn í Janis. – Hvenær heyrðirðu fyrst í Jopl- in? „Ætli það hafi ekki verið um 1970. Þá bjó ég í Kaupmannahöfn og þessi plata kom eins og sprengja, Sex, Dope and Cheap Thrills eða Kynlíf, dóp og ódýr sæla eins og við þýðum það! Þessi plata gekk á milli manna í Kaupmannahöfn og um allan heim. Þetta var svo sér- kennileg og mikil rödd, sem ein- hvern veginn tók sviðið.“ Kölluð svertingjasleikja Ólafur Haukur segir að það hafi mótað Janis Joplin að alast upp í Port Arthur, lítilli borg í Texas, og vera ósátt og í sífelldum átökum við sitt umhverfi. „Á þeim árum voru mikil kyn- þáttaátök og Janis var alin upp í því andrúmslofti, blökkumenn bjuggu í sérstökum hverfum og hvítu krakkarnir máttu ekkert fara þangað, en hún læddist inn í blökkumannahverfin ásamt fáein- um vinum til að hlusta á svert- ingjana spila blús. Henni fannst ekkert merkilegt að heyra Bill Ha- ley syngja Rock Around the Clock eða Presley. Hún valdi frekar negrablúsarana og fyrir það fékk hún að gjalda í skólanum og í sam- félaginu. Hún var kölluð svert- ingjasleikja, hrækt á hana og það hafði afgerandi áhrif á mótun hennar persónuleika.“ – Svo brast á hippatíminn! „Já, skömmu eftir þetta. Hún flæktist inn í það, fór til San Frans- iskó og síðan New York þegar Bob Dylan var að byrja í Village. Þá er þetta deigla ungs fólks, sem vildi að brjótast út úr hefðbundnu amerísku samfélagi, og reyna að finna rætur í blúsnum og menningu frumbyggja. Og allt kemur það saman í hennar tónlist.“ – Og þú varst hippi sjálfur! „Það voru allir hippar! Allir smituðust af stemningunni með einhverjum hætti. En ég hef alltaf verið frekar varkár, og var það einnig í þessum efnum. Ég hafði ekki hugrekki til þess að gerast al- vöru hippi, en dútlaði frekar við alls konar listamennsku. Það fóru auðvitað margir flatt á því að prófa hugvíkkandi efni, en til allrar ham- ingju slapp ég mestanpart við það. Margir biðu varanlegan skaða af. En menningarlegu áhrifin hafa farið um öll Vesturlönd og eru nú hluti af okkar andlega sjóndeild- arhring. Janis Joplin prófaði öll þessi hugvíkkandi efni, en hún sagðist reyndar sjálf í grunninn bara vera fyllibytta. Hún sagðist vera Tex- aspía og í Texas gilti að drekka brennivín. Janis sagðist geta drukkið alla undir borðið. Það minnir svolítið á íslenskan hetju- móral í drykkjuskap. Drykkjuskap- urinn var hluti af hennar vanda. Menn voru líka mjög grænir á þess- um tíma þegar heróín og LSD óð yfir, grunaði hreinlega ekki hvaða áhrif LSD hefur á heilann og taugakerfið. Það varð því brátt um Janis, eins og reynar um fleiri efni- lega tónlistarmenn á þessum tíma, svo sem Brian Jones og Jim Morr- ison. Þau dóu ung og ófullgerð. En skildu eftir fullt af frábærri tónlist. Janis var mikill listamaður.“ Mikil gleðibomba Tvær helgar í röð eru ný verk frumsýnd eftir leikskáldið Ólaf Hauk Símonarson, annað um fólkið í blokkinni og hitt um Janis Joplin. Pétur Blöndal talaði við hann um efniviðinn, hvernig sögur kvikna og heim leikhússins. Hvar á að virkja? „ÁHERSLAN á að lýsa yfir verndun ákveðinna svæða er meiri núna en hún var,“ segir Sveinbjörn Björnsson eðlisfræðingur, sem stýrði fyrsta áfanga rammaáætlunar um nýtingu vatnsafls og jarðvarma á sínum tíma, 1999-2003. „Áherslan á verndun hefur ekki síst aukist þegar menn sjá hversu ásóknin er sterk í þessi svæði,“ segir hann og vísar í ónýtta virkj- unarkosti landsins, sem skipta tugum. „Ásóknin er miklu sterkari núna en hún var þegar við byrjuðum. Þá þótti fyrsti áfangi að álveri ágætur í 120.000 tonnum. Nú eru það jafnvel 360.000 tonn. Í dag er verið að ræða um þrisv- ar sinnum stærri álver en 1999. Þess vegna gengur miklu fyrr á virkj- unarkostina en menn höfðu áður gert sér grein fyrir.“ Aðspurður hvað eigi að gera við nið- urstöðurnar segir Sveinbjörn ramma- áætlun alltaf koma til með að gagnast, jafnvel þótt Alþingi geri ekkert með hana. „Við sjáum til dæmis að nið- urstöður fyrsta áfanga, sem birtust 2003, hafa verið mjög vel virtar af báð- um málsaðilum að mínu mati. Orku- fyrirtækin hafa forðast þau svæði sem fengu verstan dóm. En auðvitað er betra ef menn ná pólitísku sam- komulagi,“ segir hann. Um almennt gildi rammaáætlunar segir hann til dæmis að í henni sjái orkufyrirtækin hvað dregur úr fýsi- leika kostanna, t.d. í umhverfismálum. Þau geta þá lagað áform sín að því, sniðið af þeim vankanta. Hins vegar segir hann vinnuna góða bót við þekk- inguna á náttúru landsins, sem er í raun lítið rannsökuð. „Norska leiðin“ líklegust Honum þykir líklegast að stjórnmálamennirnir fari norska leið. Þetta þýðir að virkjunarkostum verði skipt í þrennt: Þá sem skuli friða, þá sem skuli virkja og þá sem lenda þar á milli og heyra undir pólitískt mat. Í fyrsta flokknum megi jafnvel huga að friðun eða þjóðgarði. „Það er sér- staklega mikilvægt að menn ákveði strax hvort þeir ætla að leyfa virkjun á háhitasvæði eða ekki. Það eitt að leggja veg inn á svæðið og gera plön fyrir rannsóknarboranir breytir svæðinu svo ekki verður aftur snúið. Ef menn vilja ekki að svæðinu verði raskað yfirleitt, þá eiga þeir ekki að hleypa mönnum inn á það með vegi og mannvirki,“ segir Sveinbjörn. Ásýnd slíkra svæða skipti höfuðmáli. Hann telur það heldur ekki vanda- mál að útiloka virkjunarkosti án þess að hafa reynt á orkugetuna fyrst. „Við getum tekið Geysi sem dæmi. Það skiptir nánast engu máli hversu mikla orku er hægt að framleiða, ég held að menn vilji ekki virkja þar.“ Annars staðar sé þetta flóknara, t.d. á Torfa- jökulssvæðinu. „Það er stórt og orku- mikið svæði, sem orkufyrirtækin hafa alveg látið vera. En það kemur að því, eftir kannski 30-40 ár, að menn fara að takast á um það hvort ekki megi virkja hluta þess.“ Þekkingin hleðst upp „Niðurstaðan verður ekki end- anleg lausn, hún verður væntanlega til einhverra ára,“ segir Svanfríður Jónasdóttir, núverandi formaður verkefnisstjórnar um gerð ramma- áætlunar. „Rétt eins og þekkingin á háhitasvæðum hefur aukist frá því 2003, á fimm árum, getum við ályktað sem svo að á næstu fimm árum muni þekkingin aukast jafnmikið. Það sem við erum að gera núna er aðeins næsti áfangi.“ Svanfríður segir nið- urstöðurnar koma fyrir árslok 2009 eins og stefnt var að. Þá mun rík- isstjórnin leggja málið fyrir Alþingi. Á næstu vikum hefst vinna faghópa sem hver um sig metur áhrif virkjana á vissu sviði. Snemma næsta vor er ætlað að allar helstu niðurstöður rannsókna liggi fyrir. Aðspurð hvað sé breytt síðan 2003, þegar skýrsla fyrsta áfanga var birt, segir Svanfríður meiri áherslu á vernd sem tegund nýtingar. Við allt matið sé haft auga á þeim möguleika að vernda. Og hún telur það skipta máli upp á útkomuna. „Það skiptir máli hvaða gleraugu þú setur upp og út frá hvaða sjónarhóli þú metur hlut- ina.“ Sem dæmi nefnir hún að nú verður landslag metið sérstaklega inn í verndargildi stórra svæða. Það var ekki gert áður, heldur hvert og eitt virkjunarsvæði einungis metið fyrir sig. Þessi sýn birtist skýrt í stjórn- arsáttmálanum, þar sem litið er á stór svæði, eins og Torfajökulssvæðið, sem eina heild. Í öðru lagi segir hún byggt á miklu meiri gögnum og þekk- ingu á háhitasvæðum en áður. Aldrei fullvirkjað Ekki er búið að ákveða hvað skal gera við niðurstöðuna og hvaða stöðu Alþingi gefur henni. Össur Skarphéð- insson iðnaðarráðherra og Þórunn Sveinbjarnardóttir umhverfisráð- herra eru byrjuð að ræða þetta en ekkert er fast í hendi með það. Að þeirra sögn hefur helst verið rætt um þingsályktun sem gefi niðurstöðunum stöðu í stjórnkerfinu, um leið og ákveðið verði um reglulega endur- skoðun. Sérstaklega á að skoða norsku leiðina. Bæði eru þau bjartsýn á pólitíska sátt um málið, þegar þar að kemur. Össur telur óhugsandi að Alþingi hafni niðurstöðunum. „Það tapa allir á því að deilur og tortryggni skapist um hvern virkjanakostinn á fætur öðr- um.“ Og hvorugt þeirra trúir því að flestir kostir á listanum verði á end- anum virkjaðir. „Nei, ég sé ekki fyrir mér að við séum þannig stödd,“ segir Þórunn. Össur tekur í sama streng. Í sumum tilfellum sé um að ræða nátt- úruperlur sem verða friðaðar og verndaðar. „Aðalatriðið með ramma- áætlun er að við höfum á hverjum tíma heildarmyndina og alla mögu- leikana fyrir augum þegar ákvarðanir eru teknar.“ onundur@mbl.is Morgunblaðið/RAX Kerlingarfjöll Ef vel er að gáð sést maður á gangi. Horfi hann á jörðina sér hann liti og smágerða fegurð. Líti hann upp blasir við stórbrotið landslag. Sjálft landslagið vegur þyngra um verndargildi svæða núna en fyrir fimm árum. Um síðir vilja menn virkja við Torfajökul Ráðherrar sjá landið ekki fyrir sér fullvirkjað í framtíðinni Ýmislegt getur valdið því, svo sem verndargildi svæða eða lítil gróðavon, að virkjunarkostir verði friðaðir eða geymdir. Þetta getur breyst, bæði með tækniframþróun, hækkandi orkuverði og breyttu gildismati. Djúpboranir gætu gerbreytt um- hverfi háhitavirkjana. Leiðir til að lengja líftíma uppistöðulóna gætu komið fram. Sjávarfalla- og ölduvirkjanir gætu orðið raun- hæfur kostur. Hugmyndirnar skortir allavega ekki. Borað inn í Grímsvötn Ekki er úr vegi að minnast á virkjunarhugmynd sem ekki hef- ur enn komist á framkvæmda- stig. Hinn 15. ágúst 2002 ritaði Elías Kristjánsson, forstjóri KEMÍS ehf., grein í Morg- unblaðið. Þar fór Elías yfir hug- myndir um landnýtingu og um- hverfisvernd. Hann færði fram hugmynd um hvernig færa megi aukið rennsli inn á vatnasvið Tungnaár og Þjórsár, með ánægjulegum aukaverkunum á Skeiðarársandi: „Stærsta umhverfisvernd- armálið er þó að nýta vatnið í Grímsvötnum til raforkufram- leiðslu,“ skrifaði Elías, „… en með nútímatækni má bora frá Hamrinum um 20 km að Gríms- vötnum og veita vatninu um Há- göngulón. Vatnsborði Gríms- vatna yrði haldið í jafnvægi og þannig komið í veg fyrir Skeið- arárhlaup og þannig mætti breyta Skeiðarársandi í stærsta korn- og hörakur í Vestur- Evrópu.“ Nóg af hugmyndum Össur Skarphéðinsson Þórunn Sveinbjarnardóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.