Morgunblaðið - 05.10.2008, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 05.10.2008, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 5. OKTÓBER 2008 15 Efnahagsmál Eftir Steinunni Ólínu Þorsteinsdóttur Þið megið vita að hugur minner hjá ykkur um þessarmundir. Þið megið líka vita að persónulega greiddi ég nýverið upp tíu milljóna króna skuld mína við Glitni sem og tæplega þriggja millj- óna vaxtagreiðslu vegna sama láns, í viðleitni minni við að rétta af bága eiginfjárstöðu bankans. Ég lagði mitt af mörkum en allt kom fyrir ekki. Mér var eins og ykkur ekki gefinn kostur á frekara láni og settir þeir af- arkostir að greiða upp lánið eða missa allt. Rán um hábjartan dag. Það var sárt. En stundum verður maður bara að standa í skilum. Afarkostirnir sem ykkur eru settir eru ósanngjarnir fram úr hófi. Hvers vegna fáið þið ekki lengur lán? Það er óskiljanlegt! Þið landsfeður sem stjórnið land- inu bæði í lofti og láði. Sjáið okkur fyrir nauðþurftum á hlægilegu verði. Ykkur er gert að gefa eftir stóran hluta eigna ykkar eins og hendi sé veifað. Hvað verður þá um José og Jesus sem vakta snekkjuna þegar hún ligg- ur við landfestar? Seðlabankastjóri lætur sig það litlu varða hvað um þá verður þrátt fyrir að þeir hafi fyrir fjölskyldu að sjá. Seðlabankastjóri er bara að hefna sín á ykkur og það í þokkabót fyrir al- mannafé! Spilar Matador á náttfötunum og kaupir banka. Það mynduð þið landsfeður aldrei gera. Þið sem eruð vakin og sofin yfir efnahag almennra borgara og látið hendur standa fram úr ermum þegar neyðin er stærst. Gefið hjartatæki til hjartveikra og saumavélar til hagleikra húsmæðra. Gerið listamenn að listrænum er- indrekum ykkar til að létta þeim líf- róðurinn og skapið með því móti ákjós- anlegt menningarumhverfi að allra skapi. Því þannig á listin að vera að- gengileg og laus við alla gagnrýni. Síð- an má ekki gleyma hvernig þið poka- sjóðið niður alla sem minna mega sín og uppskerið veglegt lófatak fyrir frá fólkinu í landinu. Fólkinu ykkar! Nú verðið þið kæru hluthafar bara að rétta fram veskið og leggja pen- ingana ykkar aftur inn í bankann. Ef það er þá eitthvað eftir í buddunni. Nú eða að selja eitthvað af dótinu. Halda síðan utan um litlu hluthafana sem í eltingaleiknum við stórfiskana hafa nú að öllum líkindum tapað öllu sínu. Það er bara svo áhættusamt að stunda fjárhættuspil. Það er allt í lagi að gráta, það gerir engum til og losar um þær sáru til- finningar sem um mann fara þegar manni finnst brotið á sér. Það er líka erfitt að þurfa í einni svipan að sníða sér stakk eftir vexti. Hann: Nei ástin mín, við getum ekki fengið Robbie Williams til að syngja í afmælinu þínu. Hún: (vonsvikin) Ertu að meina að við verðum að ráða Bubba eða Eyfa? Hann: Nei ástin mín, við verðum bara að biðja hana Dísu frænku þína að syngja eitthvað fallegt. Hún: (Grætur) Ég tek ekki í mál að sleppa kokkinum! Hann: Ástin mín, við getum bara ekki flogið honum inn. Hún: (Grætur) Hvað, er vélin bil- uð? Hann: Nei, það er búið að taka hana af okkur. Hún: Hvernig á ég þá að komast til London í næstu viku! Á ég að ganga?! Það er von að konan spyrji. Hvers á fólk að gjalda? Hvað kemur það fólki við þótt þið hafið meiri áhuga á að flytja fé úr landi en inn í landið. Það er líka seðlabankastjóra að kenna. Hann bjó til farveginn fyrir útrásina. Hann var ykkar fararstjóri. Sá sem gerði ykkur kleift að skilja að heimurinn er ykkar leiksvið. Það halda ykkur engir heimahagar. Og um háttalag seðlabankastjóra á und- anförnum árum er bara hægt að segja að hann líkist helst histerískri móður sem trúir því ekki að börnin hennar vilji fara að heiman. Ágætu hluthafar! Reuters Sala á bleiku slaufunni er hafin og stefnir Krabbameinsfélag Ís- lands að því að selja 40.000 stykki fyrir 15. október. Bleika slaufan hefur í hálf- an annan áratug verið tákn baráttunnar gegn brjósta- krabbameini en mun lengri hefð er fyrir táknrænni merkingu slaufa af þessu tagi. Gul slaufa hefur um áratuga- skeið tengst bandaríska hernum gegnum hergöngusönginn, Ro- und Her Neck She Wears a Yell- er Ribbon, sem fjölmargir lista- menn hljóðrituðu á fyrri hluta síðustu aldar. Snemma á áttunda áratugnum blés annað lag, Tie a Yellow Rib- bon ’Round the Ole Oak Tree, eiginkonu bandarísks hermanns, sem tekinn hafði verið höndum í Íran, baráttuþrek í brjóst. Batt hún gular slaufur utan um tré í garðinum sínum til að undir- strika þá djúpu von að bóndi hennar sneri heill á húfi heim. Fóru vinir og vandamenn að dæmi hennar. Þar með hafði slaufan öðlast nýtt gildi – gildi miðils. Snemma á tíunda áratugnum tók baráttufólk gegn alnæmi slaufuna upp á sína arma og valdi henni rauðan lit. Rauða slaufan sló í gegn á einni nóttu eftir að leikarinn Jeremy Irons skartaði henni á Tony-verð- launahátíðinni. Í kjölfarið lýsti dagblaðið The New York Times árið 1992 „ár slaufunnar“. Bleika slaufan kom fyrst fram á sjónarsviðið haustið 1991 þegar Susan G. Komen- stofnunin stóð fyrir hlaupi í New York og afhenti öllum þátttak- endum slaufuna. Þátt- takendur voru konur sem unnið höfðu bug á brjóstakrabbameini. Ári síðar tóku Alexandra Pen- ney, aðalritstjóri kvenna- tímaritsins Self, og Evelyn Lau- der, varaforseti stjórnar Estee Lauder, höndum saman um að dreifa slaufum í verslanir í New York og víðar til að vekja at- hygli á brjóstakrabbameini. Litaval lá ekki fyrir. Um líkt leyti hóf Charlotte Hayley, sem sjálf glímdi við brjóstakrabbamein, sölu á ferskjulitaðri slaufu ásamt korti með áletruninni: „Ráðstöfunarfé Krabbameinsstofnunar Banda- ríkjanna er 1,8 milljarðar dala á ári en einungis 5% af þeirri upp- hæð er varið í forvarnir. Hjálpið okkur að vekja löggjafann og þjóðina alla af værum blundi með því að bera þessa slaufu.“ Framtakið féll í frjóa jörð og varð til þess að Penney og Lau- der sóttust eftir samstarfi við Hayley. Því hafnaði sú síðast- nefnda á þeim forsendum að of mikill viðskiptafnykur væri af starfi Penney og Lauder. Stöll- urnar héldu þó áfram að skiptast á hugmyndum og ein slík fól í sér nýjan lit á slauf- urnar – bleikan. Ekki varð aftur snúið. Slaufa með tilgang ... komdu þínu á fast Nú er tími til að breyta til FAGMENNSKA METNAUR REYNSLA www.bygg.is Glæsilegar, vandaðar íbúðir • Vandaðar innréttingar úr eik frá Brúnás • Innihurðir og flísar frá Agli Árnasyni • AEG eldhústæki frá Ormsson • Gólfhiti í baðherbergi • Álklæðning utanhúss Kynntu þér eignir á sölu hjá Bygg á heimasíðu þeirra, bygg.is Lundur • Langalína • Jónshús • 17. júní torg Jónshús 2ja-3ja herbergja íbúðir, samtals 133 íbúðir, fyrir fólk 60 ára og eldri í Sjálandshverfi í Garðabæ. Um er að ræða sex húsa þyrpingu, sem nefnd eru „Jónshús“. Bílageymsla fylgir flestum íbúðum. Mjög góð staðsetning, fallegt umhverfi og góðar gönguleiðir. Þjónustusel er á 1. hæð í miðri þyrpingunni. Þar er að finna matsal og margvísleg rými til þjónustu fyrir eldri borgara. Tenging við garð þar sem eru „púttgreen“ og dvalarsvæði sem hvetja fólk til útiveru. GLÆSILEGAR SÝNINGA RÍBÚIR – hafðu samband og v ið aðstoðum þig við a ð finna íbúðina þína Sjálandshverfi í Garðabæ Fyrir 60 ára og eldri Fjárfestu til framtíðar! Sími 594 5000 STÓRHÖFÐI 27 akkurat.is Sími 562 4250 www.fjarfesting.is FJÁRFESTING FASTEIGNASALA EHF BORGARTÚNI 31 Hafið samband við söluaðila og bókið skoðun. Hilmar: 896 8750 Viggó: 824 5066
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.