Morgunblaðið - 05.10.2008, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 05.10.2008, Blaðsíða 24
24 SUNNUDAGUR 5. OKTÓBER 2008 MORGUNBLAÐIÐ VATNAJÖKULSÞJÓÐGARÐUR Vinnslu- svæði Háhita- svæði Fyrir- hugað lón Veitugöng Mörk friðlanda Þjóðgarðar Blátt: Vatnsaflsvirkjun Rautt: Háhitavirkjun R: Framkvæmd er inni á rammaáætlun Stj.: Svæði er verndað í stjórnarsáttmála. ÞJÓRSÁRVER ÞÓRISVATN HOFSJÖKULL LANGJÖKULL Vonarskarð R: 2. áf. Stj.: Nei Hágöngur R: 1. áf. Stj.: Nei Hágönguvirkjun R: 2. áf. Stj.: NeiNorðlingaölduveita R: 1. áf. Stj.: Nei Bláfellsvirkjun R: 2. áf. Stj.: Nei Hagavatn/Farið R: Nei Stj.: Nei Gígjarfossvirkjun R: 2. áf. Stj.: Nei Kerlingafjöll R: 2. áf. Stj.: Já Hveravellir R: 2. áf. Stj.: Já Geysir R: 2. áf. Stj.: Nei Prestahnjúkur R: Nei Stj.: Nei INN til landsins eru allnokkrir virkj- unarkostir, bæði í vatnsafli og háhita. Sumir með mjög mikið verndargildi. Þeir eru að hluta til teknir með í rammaáætlun um nýtingu vatnsafls og jarðvarma upp á samanburðinn að gera, eins og Geysir í Haukadal, sem ólíklegt má teljast að verði virkjaður alveg á næstunni. Prestahnjúkur verður ekki inni á rammaáætlun, eins og talið var. Hvítá í Árnessýslu Á vatnasviði Hvítár er mikið hægt að virkja en í 2. áfanga rammaáætl- unar verður neðri hlutinn, t.d. Gull- foss líklega tekinn til samanburðar. Ofar í ánni eru fleiri virkjunarkostir, t.d. Bláfellsvirkjun neðan Hvít- árvatns og Gýgjarfossvirkjun í Jökul- falli. Til eru 30 ára gamlar áætlanir um þetta. Sú fyrrnefnda stíflar Hvítá norðaustan Bláfells og tekur vatn í göngum í gegnum fellið að stöðv- arhúsi. Hún notar Hvítárvatn til miðl- unar, gefur 76 MW og 536 GWst. af raforku á ári. Sú síðari er öllu ofar, norðan Kerlingarfjalla, með 14 fer- kílómetra lón. Vatn yrði tekið af Gýgjarfossi. 14 MW afl og 101 GWst fást þá á ári. Norðlingaölduveita Landsvirkjun áformaði Norð- lingaölduveitu í Þjórsá, neðan Þjórs- árvera. Vatni er þá veitt með göngum yfir í Þórisvatn. Upphaflega var áætl- að tæplega 30 ferkílómetra lón, sem náði inn í friðland Þjórsárvera á sex ferkílómetra svæði. Með úrskurði Jóns Kristjánssonar, setts umhverf- isráðherra, í janúar 2003, varð hæsta leyfilega lónhæð 575 m.y.s., sem færði lón út úr friðlandinu. Því fylgdu margvísleg skilyrði. Með slíkri út- færslu var orkugeta miðlunarinnar 650 GWst. á ári. Sumir vilja stækka friðlandið og segja mörk þess dregin þvert á gróðurlendi Þjórsárvera. Hugmyndir eru til um þessa veitu með lónhæð niður í allt að 566 m.y.s., þar sem lónið er bara þrír ferkíló- metrar og dæla þarf vatni yfir í Þór- isvatn. Norðlingaölduveita með lón- hæð 575 m.y.s. fékk umhverfiseink- unn D í 1. áfanga rammaáætlunar, en hagnaðar- og arðsemiseinkunn B. Áformin eru nú í bið skv. ákvörðun stjórnar Landsvirkjunar. Skeiða- og Gnúpverjahreppur vinnur ekki að skipulagsbreytingu til samræmis við veituna. Stefna ríkisstjórnar er að friðlandið verði stækkað, svo það nái yfir hið sérstaka votlendi veranna. Hagavatn/Farið OR fékk í mars 2007 takmarkað rannsóknarleyfi vegna 30-40 MW vatnsaflsvirkjunar við Hagavatn sunnan Langjökuls, með 200 GWst orkugetu á ári. Virkjunin yrði tengd flutningsneti Landsnets með fimm kílómetra 66 kV jarðstreng og kaup- andi orkunnar er ótilgreindur. Í tengslum við virkjunina yrði Far, nú- verandi útrás Hagavatns, stíflað ofan við Nýjafoss. Hagavatn yrði svo miðl- unarlónið og það hækkað um allt að 20 metra, m.a. til þess að hefta sand- fok. Það sama var á sínum tíma gert við Sandvatn, sem Far rennur í. Hug- myndin er unnin í samvinnu við Landgræðslu ríkisins. Ekki hefur verið tekin ákvörðun að meta þetta í rammaáætlun. Hágöngur/ Vonarskarð Þar er Hágöngumiðlun í dag, en undir lónstæðinu er virkjunarhæft háhitasvæði sem skoðað var í 1. áfanga rammaáætlunar. Þar er talinn allt að 300°C hiti í jörðu, og fékk svæðið umhverfiseinkunn A. Það er þó lítt rannsakað. Í 2. áfanga á að skoða möguleika á vatnsaflsvirkjun í Köldukvísl neðan Hágöngulóns og yrði Landsvirkjun líklegasti fram- kvæmdaraðili á þessu svæði. Í Vonarskarði, á milli Vatnajökuls og Tungnafellsjökuls er annað há- hitasvæði, 19 ferkílómetrar að stærð með gufu- og leirhverum. Þar er gagnasöfnun lokið fyrir 2. áfanga rammaáætlunar. Kerlingarfjöll/ Hveravellir Hveravellir eru um 6 ferkílómetra friðlýst háhitasvæði, vinsælasti án- ingarstaðurinn á Kili. Orkustofnun hefur rannsakað svæðið og verður það í 2. áfanga rammaáætlunar. Rétt eins og Kerlingarfjöll er það verndað í stjórnarsáttmálanum. Hveradalir í Kerlingarfjöllum eru enn kröftugri, með gufu og leirhverum með brenni- steinsblönduðu útstreymi. Í fram- vinduskýrslu segir að ekki takist að klára úttekt á þessu svæði í heild fyr- ir árslok 2009. Gullfoss, Geysir og fleiri perlur Hveradalir Háhitasvæðið í Kerlingafjöllum er tilkomumikið. Þjórsárver Landsvirkjun er ekki heimilt að fara með lón inn í friðlandið, né heldur að taka um of vatn frá svæðinu svo að grunnvatnsstaða þar lækki mikið. Öskurhóll Á Hveravöllum er óraskað svæði, sem er friðlýst náttúruvætti. Vonarskarð Kvíavatn er rétt hjá, umkringt Ógöngum, Skrauta og Kolufelli. Geysir Háhitinn í Haukadal verður tekinn til samanburðar. Á miðhálendinu er nóg af jarðhita og rennandi vatni. Ragnar Axelsson og Önundur Páll Ragnarsson ljúka umfjöllun um ónýtta virkjunarkosti Íslands á miðhálendinu og renna sér svo „gullna hringinn“ í þokkabót. Hvar á að virkja?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.