Morgunblaðið - 05.10.2008, Blaðsíða 24
24 SUNNUDAGUR 5. OKTÓBER 2008 MORGUNBLAÐIÐ
VATNAJÖKULSÞJÓÐGARÐUR
Vinnslu-
svæði
Háhita-
svæði
Fyrir-
hugað lón
Veitugöng
Mörk
friðlanda
Þjóðgarðar
Blátt: Vatnsaflsvirkjun Rautt: Háhitavirkjun R: Framkvæmd er inni á rammaáætlun Stj.: Svæði er verndað í stjórnarsáttmála.
ÞJÓRSÁRVER
ÞÓRISVATN
HOFSJÖKULL
LANGJÖKULL
Vonarskarð
R: 2. áf. Stj.: Nei
Hágöngur
R: 1. áf. Stj.: Nei
Hágönguvirkjun
R: 2. áf. Stj.: NeiNorðlingaölduveita
R: 1. áf. Stj.: Nei
Bláfellsvirkjun
R: 2. áf. Stj.: Nei
Hagavatn/Farið
R: Nei Stj.: Nei
Gígjarfossvirkjun
R: 2. áf. Stj.: Nei
Kerlingafjöll
R: 2. áf. Stj.: Já
Hveravellir
R: 2. áf. Stj.: Já
Geysir
R: 2. áf. Stj.: Nei
Prestahnjúkur
R: Nei Stj.: Nei
INN til landsins eru allnokkrir virkj-
unarkostir, bæði í vatnsafli og háhita.
Sumir með mjög mikið verndargildi.
Þeir eru að hluta til teknir með í
rammaáætlun um nýtingu vatnsafls
og jarðvarma upp á samanburðinn að
gera, eins og Geysir í Haukadal, sem
ólíklegt má teljast að verði virkjaður
alveg á næstunni. Prestahnjúkur
verður ekki inni á rammaáætlun, eins
og talið var.
Hvítá í Árnessýslu
Á vatnasviði Hvítár er mikið hægt
að virkja en í 2. áfanga rammaáætl-
unar verður neðri hlutinn, t.d. Gull-
foss líklega tekinn til samanburðar.
Ofar í ánni eru fleiri virkjunarkostir,
t.d. Bláfellsvirkjun neðan Hvít-
árvatns og Gýgjarfossvirkjun í Jökul-
falli. Til eru 30 ára gamlar áætlanir
um þetta. Sú fyrrnefnda stíflar Hvítá
norðaustan Bláfells og tekur vatn í
göngum í gegnum fellið að stöðv-
arhúsi. Hún notar Hvítárvatn til miðl-
unar, gefur 76 MW og 536 GWst. af
raforku á ári. Sú síðari er öllu ofar,
norðan Kerlingarfjalla, með 14 fer-
kílómetra lón. Vatn yrði tekið af
Gýgjarfossi. 14 MW afl og 101 GWst
fást þá á ári.
Norðlingaölduveita
Landsvirkjun áformaði Norð-
lingaölduveitu í Þjórsá, neðan Þjórs-
árvera. Vatni er þá veitt með göngum
yfir í Þórisvatn. Upphaflega var áætl-
að tæplega 30 ferkílómetra lón, sem
náði inn í friðland Þjórsárvera á sex
ferkílómetra svæði. Með úrskurði
Jóns Kristjánssonar, setts umhverf-
isráðherra, í janúar 2003, varð hæsta
leyfilega lónhæð 575 m.y.s., sem
færði lón út úr friðlandinu. Því fylgdu
margvísleg skilyrði. Með slíkri út-
færslu var orkugeta miðlunarinnar
650 GWst. á ári. Sumir vilja stækka
friðlandið og segja mörk þess dregin
þvert á gróðurlendi Þjórsárvera.
Hugmyndir eru til um þessa veitu
með lónhæð niður í allt að 566 m.y.s.,
þar sem lónið er bara þrír ferkíló-
metrar og dæla þarf vatni yfir í Þór-
isvatn. Norðlingaölduveita með lón-
hæð 575 m.y.s. fékk umhverfiseink-
unn D í 1. áfanga rammaáætlunar, en
hagnaðar- og arðsemiseinkunn B.
Áformin eru nú í bið skv. ákvörðun
stjórnar Landsvirkjunar. Skeiða- og
Gnúpverjahreppur vinnur ekki að
skipulagsbreytingu til samræmis við
veituna. Stefna ríkisstjórnar er að
friðlandið verði stækkað, svo það nái
yfir hið sérstaka votlendi veranna.
Hagavatn/Farið
OR fékk í mars 2007 takmarkað
rannsóknarleyfi vegna 30-40 MW
vatnsaflsvirkjunar við Hagavatn
sunnan Langjökuls, með 200 GWst
orkugetu á ári. Virkjunin yrði tengd
flutningsneti Landsnets með fimm
kílómetra 66 kV jarðstreng og kaup-
andi orkunnar er ótilgreindur. Í
tengslum við virkjunina yrði Far, nú-
verandi útrás Hagavatns, stíflað ofan
við Nýjafoss. Hagavatn yrði svo miðl-
unarlónið og það hækkað um allt að
20 metra, m.a. til þess að hefta sand-
fok. Það sama var á sínum tíma gert
við Sandvatn, sem Far rennur í. Hug-
myndin er unnin í samvinnu við
Landgræðslu ríkisins. Ekki hefur
verið tekin ákvörðun að meta þetta í
rammaáætlun.
Hágöngur/ Vonarskarð
Þar er Hágöngumiðlun í dag, en
undir lónstæðinu er virkjunarhæft
háhitasvæði sem skoðað var í 1.
áfanga rammaáætlunar. Þar er talinn
allt að 300°C hiti í jörðu, og fékk
svæðið umhverfiseinkunn A. Það er
þó lítt rannsakað. Í 2. áfanga á að
skoða möguleika á vatnsaflsvirkjun í
Köldukvísl neðan Hágöngulóns og
yrði Landsvirkjun líklegasti fram-
kvæmdaraðili á þessu svæði.
Í Vonarskarði, á milli Vatnajökuls
og Tungnafellsjökuls er annað há-
hitasvæði, 19 ferkílómetrar að stærð
með gufu- og leirhverum. Þar er
gagnasöfnun lokið fyrir 2. áfanga
rammaáætlunar.
Kerlingarfjöll/
Hveravellir
Hveravellir eru um 6 ferkílómetra
friðlýst háhitasvæði, vinsælasti án-
ingarstaðurinn á Kili. Orkustofnun
hefur rannsakað svæðið og verður
það í 2. áfanga rammaáætlunar. Rétt
eins og Kerlingarfjöll er það verndað
í stjórnarsáttmálanum. Hveradalir í
Kerlingarfjöllum eru enn kröftugri,
með gufu og leirhverum með brenni-
steinsblönduðu útstreymi. Í fram-
vinduskýrslu segir að ekki takist að
klára úttekt á þessu svæði í heild fyr-
ir árslok 2009.
Gullfoss, Geysir
og fleiri perlur
Hveradalir Háhitasvæðið í Kerlingafjöllum er tilkomumikið.
Þjórsárver Landsvirkjun er ekki heimilt að fara með lón inn í friðlandið, né heldur að taka um of vatn frá svæðinu svo að grunnvatnsstaða þar lækki mikið.
Öskurhóll Á Hveravöllum er óraskað svæði, sem er friðlýst náttúruvætti.
Vonarskarð Kvíavatn er rétt hjá, umkringt Ógöngum, Skrauta og Kolufelli.
Geysir Háhitinn í Haukadal verður tekinn til samanburðar.
Á miðhálendinu er nóg
af jarðhita og rennandi
vatni. Ragnar Axelsson
og Önundur Páll Ragnarsson ljúka umfjöllun um
ónýtta virkjunarkosti Íslands á miðhálendinu og
renna sér svo „gullna hringinn“ í þokkabót.
Hvar á að virkja?