Morgunblaðið - 05.10.2008, Page 21

Morgunblaðið - 05.10.2008, Page 21
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 5. OKTÓBER 2008 21 Eftir Ingu Rún Sigurðardóttur ingarun@mbl.is ÞAU tískuhús sem nærri alltaf er hægt að stóla á að komi fram með eitthvað fallegt og spennandi eru Chanel og Yves Saint Laurent. Hönnuðir fatalínanna eru enda stór nöfn í tískuheiminum, Karl Lagerfeld og Stefano Pilati. Lag- erfeld hefur verið mun lengur við stjórnvölinn hjá Chanel en Pi- lati hjá YSL en sá síðarnefndi hefur þó þegar getið sér gott orð fyrir hönnun sína. Hann þykir sýna gamla meistaranum, sem lést í sumar, tilhlýðilega virðingu en á sama tíma skapa eitthvað nýtt og vera leiðandi í tískuheiminum. Sýningar Chanel og YSL á vor- og sumartískunni 2009 þóttu heppnast vel en tískuvikunni í París lýkur í dag. Lagerfeld endurbyggði fram- hlið höfðuðstöðva tískuhússins við Rue Cambon fyrir sýninguna sem fram fór í hinni tilkomumiklu höll Grand Palais. Hann merkti meira að segja einhverjar af handtöskunum með heim- ilisfanginu svo enginn villist nú á leið sinni í verslunina. Fyrir þá sem eru að velta fyrir sér í hverju þeir eigi að fjárfesta á þessum óvissutímum er vel hægt að mæla með sígildri Chanel-dragt en þær halda verðgildi sínu vel. Stefano Pilati sagðist í samtali við Style.com hafa viljað skapa einfalda línu að þessu sinni, sem væri um leið „kven- leg og djörf. Mér fannst vera við hæfi að lyfta andanum aðeins upp“. Útkoman var skemmtileg blanda af aust- rænum áhrifum og nútímalegum línum. Upp- lífgandi tíska YSL Austrænt og nútímalegt. YSL Fortíðarbragur á förðun. Chanel Klassískur Karl Lagerfeld. Chanel Dragtin er sígild. Chanel Rokkaður strand- klæðnaður.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.