Morgunblaðið - 07.10.2008, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 07.10.2008, Blaðsíða 2
2 ÞRIÐJUDAGUR 7. OKTÓBER 2008 MORGUNBLAÐIÐ Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir frett@mbl.is Fréttastjórar Sunna Ósk Logadóttir, sunna@mbl.is Egill Ólafsson, egol@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Björgvin Guðmundsson, fréttastjóri, bjorgvin@mbl.is Daglegt líf Anna Sigríður Einarsdóttir, annaei@mbl.is, Bergþóra Njála Guðmundsdóttir, ben@mbl.is Menning menning@mbl.is Fríða Björk Ingvarsdóttir, ritstjórnarfulltrúi, fbi@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins Guðlaug Sigurðardóttir, ritstjórnarfulltrúi, gudlaug@mbl.is Minningar mbl.is/sendagrein, Stefán Ólafsson, Arnór Ragnarsson Íþróttir sport@mbl.is Sigurður Elvar Þórólfsson, seth@mbl.is Víðir Sigurðsson, vs@mbl.is Sunnudagur Ragnhildur Sverrisdóttir, ritstjórnarfulltrúi, rsv@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is Neyðarlög á Íslandi S&S Alþingi Íslendinga setti í gær- kvöldi neyðarlög sem heimila fjárveitingar úr ríkissjóði vegna „sérstakra og mjög óvenjulegra aðstæðna á fjármálamarkaði“. Lögin munu hafa gríðarlegar afleiðingar fyrir fjármálakerfið og fela í sér uppstokkun fjár- málafyrirtækja. En áhrifin verða mun víðtækari fyrir almenning í landinu og fjölmargar spurn- ingar vakna. Morgunblaðið leitast við að svara þeim í dag. Af hverju varð að grípa til þess að setja sérstök lög um heimild til fjárveitingar úr ríkissjóði „vegna sérstakra aðstæðna á fjármálamarkaði“? Forsætisráðherra sagði í gær að lögin væru þrautalending eftir þrotlausa leit að öðrum úr- ræðum til að koma til móts við mikinn vanda ís- lenska bankakerfisins. Stórar lánalínur erlendra fjármálastofnana við bankana hefðu lokast í gær og ákveðið hefði verið að loka fyrir viðskipti með bankastofnanir í Kauphöll Íslands. Hagsmunir þjóðarinnar vægju þyngra en einstakra banka- stofnana og því var ákveðið að grípa inn í fjár- málakerfið með lagasetningu frekar en stóru láni til bankanna. Tilgangurinn með lagabreyting- unum væri að gæta hagsmuna íslensku þjóð- arinnar og koma í veg fyrir að hún yrði „á skulda- klafa næstu áratugina“. » 12 Af hverju lokaðist fyrir lánalínurnar? Skýringarnar eru margar en ein felst í því að láns- hæfismat ríkissjóðs og bankanna lækkaði í síð- ustu viku og traust milli fjármálastofnana þvarr. Þá spilar einnig inn í erfið staða á fjármálamörk- uðum víðast hvar í Evrópu og Bandaríkjunum. Gengisfall íslensku krónunnar hefur einnig leikið mjög stórt hlutverk. Hvað fela lögin í sér? Víðtækar vald- heimildir fyrir fjármálaráð- herra, Fjármála- eftirlitið og Íbúðalánasjóð. Fjármálaráðherra fær fyrir hönd ríkissjóðs heim- ild til að reiða fram fjármagn til að stofna nýtt fjármálafyrirtæki eða yfirtaka fjármálafyrirtæki eða þrotabú þess í heild eða að hluta. Fjármálaeftirlitið má, samkvæmt lögunum, grípa inn í starfsemi fjármálafyrirtækja með víðtækum hætti til að takmarka tjón eða hættu á tjóni á fjármálamarkaði. Markmið aðgerðanna er m.a. að tryggja að almenningur fái eðlilega bankaþjón- ustu. » 13 Hvers vegna eru lögin kölluð neyðarlög? Um er að ræða löggjöf sem var hraðað í gegnum þingið við mjög sérstakar aðstæður í íslensku efnahagslífi. Alla jafna tekur lagasetning mun lengri tíma og lagafrumvörp eru ekki samþykkt nema að undangengnu starfi þingnefnda og eftir lengri umræður um efni þeirra. Í þessu tilviki var brýn nauðsyn að samþykkja lögin strax til þess að mæta aðkallandi vanda. Því eru þau nefnd neyð- arlög í daglegu tali. Verður bankinn minn opinn í dag og mun ég geta leitað til þjónustufulltrúans míns? Allt er gert til að þjónustan verði eðlileg í dag og fólk geti leitað til sama starfsfólks og það er vant, að sögn forsætisráðherra. Hvað með fyrirtækin í landinu? Geir H. Haarde sagði í gær að stjórnvöld myndu „sjá til þess að atvinnulíf landsins hafi aðgang að fjármagni og bankaþjónustu eftir því sem frekast er unnt.“ Hvað varð til þess að þessi staða kom upp? Fyrir rúmu ári varð hrun á fasteignamarkaði í Bandaríkjunum. Ákveðin keðjuverkun fór þá af stað sem áhrif hefur haft á allt hagkerfi heimsins. Á allra síðustu vikum hefur fjármálakerfi heimsins svo orðið fyrir gríðarlegum áföllum. Nokkrir af stærstu fjárfestingarbönkum heims hafa orðið kreppunni að bráð og lausafé á mörkuðum í raun og veru þurrkast upp. Þetta hefur haft þau áhrif að stórir alþjóðlegir bankar hafa kippt að sér höndum við fjármögnun annarra banka og algjört vantraust hefur skapast í viðskiptum banka á milli. Af þess- um völdum hefur staða íslensku bankanna versn- að mjög hratt á allra síðustu dögum. Gengisfall krónunnar bætir ekki úr skák. Hverjir verða aðallega fyrir tjóni af inngripi ríkisins í bankakerfið? „Það er jafnan þannig þegar ástand sem þetta kemur upp að hluthafar verða fyrir tjóni,“ sagði forsætisráðherra í gær en bætti við að í þessum tilvikum gætu það verið fleiri, s.s. lánardrottnar sem ekki fengju kröfur sínar greiddar. Hluthafar í Kaupþingi eru yfir 30 þúsund talsins, 12 þúsund eiga í Landsbankanum og rúmlega 11 þúsund í Glitni. Hvað á að segja börnunum? Hafa ber í huga að börnin heyra ávæning af því sem í gangi er í þjóðfélaginu og leggja sína merk- ingu í það sem þau heyra. Einar Gylfi Jónsson sálfræðingur benti á það í við- tali í Morgunblaðinu í lok sumars að sennilega myndu börnin fá ýkta mynd af ástandinu í gegnum fjölmiðla. Hann benti á að rétt væri að útskýra fyrir þeim á einfaldan hátt að tímarnir væru breyttir og minna væri um peninga. Hann sagði jafnframt mjög mikilvægt að foreldrar blönduðu ekki krökk- unum í fjárhagsáhyggjur sínar. » 9 Hvernig kom gjaldmiðillinn okkar, krónan, út úr atburðum gærdagsins og síðustu daga? Í raun er ómögu- legt að sjá hvert gengi krónunnar er gagnvart erlendum gjaldmiðlum en al- gjör glundroði virðist nú einkenna markaði með hana. Gengi evru fór tímabundið í 250 krónur í ein- stökum við- skiptum erlendis í gær. Hversu mikið veiktist krónan í gær? Tölur Seðlabankans segja að krónan hafi veikst um 1% í gær á meðan vefsíður viðskiptabankanna sýndu 11,6% veikingu. Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins er grár markaður með krónur þar sem kjör eru mun verri. » 4 Er hætta á vöruskorti í landinu? Það væri óábyrgt að halda því fram að til vöru- skorts komi, að sögn forsætisráðherra. Til er gjald- eyrir í Seðlabankanum til 8-9 mánaða vöruinn- flutnings. Mun verð á vörum hækka? Gríðarlegt fall krónunnar í gær og undanfarna daga mun óhjákvæmilega hafa í för með sér verð- hækkanir og verðbólgu umfram það sem þegar hefur komið fram. Hvað um innistæður fólks í bönkum? Innistæður Íslendinga og séreignasparnaður í ís- lensku bönkunum öllum er tryggur og ríkissjóður mun sjá til þess slíkar inneignir skili sér til spari- fjáreigenda að fullu, sagði forsætisráðherra í gær. Samkvæmt lögunum sem sett voru í gær verða innistæður forgangskröfur við gjald- þrotaskipti og heimilt verður að endurgreiða inni- stæður í íslenskum krónum. » 17 Hvernig fer fyrir íbúðalánum sem fólk er með hjá bönkunum? Samkvæmt lögunum er Íbúðalánasjóði heimilt að yfirtaka húsnæðislán bankanna. Félagsmálaráð- herra segir að eftir sé að skoða á hvaða verði umrædd lán verði yfirtekin frá bönkunum. „Þar sem við þurfum að fara inn í lánastofnanir og yf- irtaka lán – nú vitum við ekkert hvaða lánastofn- anir það verða sem lenda í gjaldþroti – þá tökum við bæði yfir innlendu og erlendu lánin,“ sagði Jóhanna. Forsætisráðherra sagði að kjör fólks myndu að minnsta kosti ekki versna og að fólk fyndi ekki fyrir því hvort lánardrottinn breyttist. Hann tók þó fram að um þetta væri ekki hægt að fullyrða strax. » 13 Hvert getur almenningur leitað til að fá ráðleggingar og aðstoð? Vinna er hafin í félagsmálaráðuneytinu við að setja á laggirnar alhliða þjónustuver þar sem fólk getur leitað upplýsinga og fengið ráðgjöf. Einnig er verið að skoða að undir félagsmálaráðuneyti starfi sér- stök vinnumálastofnun sem aðstoði fólk er verði fyrir uppsögnum og er í atvinnuleit. „Það eru margvíslegir erfiðleikar sem munu steðja að fólki sem við þurfum að taka á, og þá er mikilvægt að að hafa eitt þjónustuver fyrir fólkið sem þarf að leita upplýsinga og svo framvegis,“ segir Jóhanna Sigurðardóttir félagsmálaráðherra. Félagsmála- ráðuneytið er í Hafnarhúsinu við Tryggvagötu. » 5 Standast kaup ríkisins á meirihluta í Glitni og lagasetningin í gær ákvæði EES-samningsins? Já. Slíkt hefur verið kannað. Martin Eyjólfsson, sviðsstjóri viðskiptasviðs utanríkisráðuneytisins, segist telja þessar aðgerðir innan heimilda EES- samningsins. » 7 Munu aðgerðir gærdagsins koma beint við almenning? Já, með ýmsum hætti þó erfitt sé að segja til um nákvæmlega hvernig strax. „Ef illa fer fyrir ein- hverjum bönkum hefur það áhrif út um allt enda er bæði fólk og fyrirtæki hluthafar í bönkunum,“ seg- ir Friðrik J. Arngrímsson, framkvæmdastjóri LÍÚ. Gylfi Magnússon, dósent við Háskóla Íslands, tek- ur í sama streng. „Það þarf ekkert að draga fjöður yfir það að fyrirtæki munu verða gjaldþrota og margir einstaklingar verða fyrir búsifjum.“ Hvaða áhrif hafa aðgerðir gærdagsins á lánshæfiseinkunnir íslenska ríkisins? Matsfyrirtækið Standard & Poor’s lækkaði strax í gærkvöldi lánshæfiseinkunn ríkisins. Einkunn vegna skuldbindinga í íslenskum krónum var lækk- uð úr A+/A- í BBB+/A-2. Er von á frekari áhrifum á lánshæfið? Það er alls óvíst. Fari svo að ríkið taki eingöngu yfir innlendar skuldbindingar bankanna ættu áhrifin á lánshæfismat ríkisins ekki að verða mikil. » 17 Morgunblaðið/Golli Tímamót Ákvarðanir gærdagsins snertu framtíð allrar þjóðarinnar og fylgdust margir með umræðum um neyðarlögin af þingpöllunum. Stendur enn til að flytja hluta af erlendum eignum lífeyrissjóðanna til Íslands? Slíkar hugmyndir hafa verið settar til hliðar að sögn Arnars Sigurmundssonar, formanns stjórnar Landssamtaka lífeyrissjóða. Ekkert hafi verið ákveðið um framhaldið. Hver verða áhrif atburða gærdagsins á lífeyrissjóðina? Rýrnun á eignum sjóðanna verður umtalsverð. „Það er ljóst að þetta verður verulegt áfall,“ segir Arnar. » 6

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.