Morgunblaðið - 07.10.2008, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 07.10.2008, Blaðsíða 10
10 ÞRIÐJUDAGUR 7. OKTÓBER 2008 MORGUNBLAÐIÐ Fjármálaeftirlitið fær samkvæmtneyðarlögunum, sem samþykkt voru á tólfta tímanum í gærkvöldi, víðtækar heimildir til íhlutunar í ís- lenskt fjármálalíf. Því er ætlað að leika mikilvægt hlutverk í því að koma Íslandi út úr fjármálakrepp- unni.     Ábyrgð Fjármálaeftirlitsins verð-ur því mikil á næstu vikum og mánuðum.     Margir spyrja sig nú hvort Fjár-málaeftirlitið hafi sofið á verðinum í aðdraganda fjármála- kreppunnar.     Einnig má spyrja hvort heimildirFjármálaeftirlitsins hafi verið nógu víðtækar eða nógu mikið að- hald í regluverki fjármálamark- aðanna til að það gæti haft áhrif á það, sem var að gerast í fjármála- fyrirtækjunum.     Margir ráku upp stór augu þegarFjármálaeftirlitið fann ekkert athugavert við það hvernig haldið var utan um sparnað þeirra, sem settu peningana sína í Sjóð 9 hjá Glitni.     Þar hafði framlag sparifjáreig-enda verið notað til þess að kaupa skuldabréf í illa stæðum eig- endum bankans.     Fjármálakreppan sýnir mikilvægiþess að hafa öflugt eftirlit. Það þarf bæði að hafa heimildir og bol- magn til að athafna sig.     Eftir þá orrahríð, sem nú blasirvið Fjármálaeftirlitinu, má bú- ast við að fram komi ný stofnun og öflugri en áður. STAKSTEINAR Ábyrgð fjármálaeftirlitsins                      ! " #$    %&'  (  )                    *(!  + ,- .  & / 0    + -                    !  12     1  3   4 2- 2  * -  5  1 % 6! (78 9 4 $  (      "  "    #$ $#   %%# $$&   %%# $$&    #$ $#       :  3'45 ;4 ;*<5= >? *@./?<5= >? ,5A0@ ).? '  ' ' '   '  ' ' ' ' ' ' ' '                           *$BC               !" #  *! $$ B *! () * %  %) %  !  + <2 <! <2 <! <2 (! * $#%, $& -%.#$/  D!-                   /    $      %  &' (    *   #  +,% <    87    *    *            %-  .   01## %%22  $# %%3  %, $& VEÐUR SIGMUND Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://morgunbladid.blog.is/ FRÉTTIR ANGIST og kvíði er hlutskipti margra um þessar mundir, ritaði Karl Sigurbjörnsson, biskup Ís- lands, á vefinn kirkjan.is í gær. Hann sagði jafnframt ljóst að þröngt gæti orðið í búi hjá einstaklingum og fjöl- skyldum á næstu mánuðum. Biskup- inn hvatti til samstöðu og umhyggju á erfiðleikatímum og beindi þeim til- mælum til presta og djákna Þjóð- kirkjunnar að vera vakandi fyrir þessum vanda og hvernig hann hefur áhrif á andlega líðan fólks sem lendir í efnahagslegum þrengingum. Biskup minnti á að „Pétur post- uli hvetur okkur til að varpa öllum áhyggjum okkar á Drottin, því hann ber um- hyggju fyrir okk- ur. Áhyggjur okkar ber um- hyggja hans. Í þeim faðmi er okkur óhætt“. […] „Kreppa er líka tækifæri, oft er minnt á það. Nú fá ríki heims og fjár- málastofnanir og einstaklingar tæki- færi til að endurskipuleggja sig með visku hagsýni og hófsemi og um- hyggju að leiðarljósi. Tungumál óttans hefur verið yfir- gnæfandi undanfarið. Nú skulum við tala tungumál umhyggjunnar og sýna umhyggju um lífið, um jörðina, um hið viðkvæma og brothætta líf, börnin, þá sjúku og hin öldruðu. Og við skulum beina athygli að auðlegð- inni og verðmætunum sem eilíf eru og aldrei falla í gildi. Það er svo ótal- margt að gleðjast yfir og þakka í okkar góða samfélagi. Við höfum sem þjóð áður glímt við hamfarir og hörmungar. Aldrei höfum við verið betur stödd til að takast á við afleið- ingar og vinna okkur úr vanda.“ Jafnframt hvet ég söfnuði landsins til að bregðast við með þeim andlega stuðningi og sálgæslu sem er á þeirra færi, að opna kirkjurnar til samverustunda og fyrirbæna, minna á kyrrðarstundir sem víða eru í kirkjum landsins á virkum dögum sem og annað helgihald.“ Angist og kvíði er hlutskipti margra Karl Sigurbjörnsson biskup hvetur presta og djákna Þjóðkirkjunnar til að vera vakandi fyrir yfirstandandi vanda og hvernig hann hefur áhrif á andlega líðan fólks Karl Sigurbjörnsson ÁKVEÐIÐ hefur verið að auðkenna íslenskar sjávarafurðir sem unnar eru úr afla í íslenskri lögsögu með séríslensku merki. Þetta merki vísar til íslensks uppruna afurðanna og ábyrgra fiskveiða. Heimilt verður að nota það á öllum mörkuðum fyrir sjávarafurðir. Merkið má jafnframt nota á afla íslenskra fiskiskipa úr deilistofnum sem lúta heildar- stjórnun. Merkið verður tilbúið til notkunar síðar í þessum mánuði og munu framleiðendur, sem þess óska, geta prentað það á umbúðir sam- kvæmt reglum, sem um notkun merkisins gilda. Á undanförnum árum hafa kröfur um sjálfbæra nýtingu endurnýj- anlegra auðlinda, þ. á m. fiskistofna, aukist um allan heim. Það á ekki síst við um helstu markaði íslenskra sjávarafurða. Fáar þjóðir eru eins háðar því að arðbærar fiskveiðar verði stundaðar til frambúðar og Ís- lendingar, segir í kynningu á merk- inu. „Því er það lykilatriði fyrir Ís- lendinga að fiskistofnar séu nýttir á ábyrgan og sjálfbæran hátt“. Hagsmunaaðilar í sjávarútvegi hafa jafnframt ákveðið með fulltingi stjórnvalda að óska eftir vottun óháðs og alþjóðlega viðurkennds, faggilts vottunaraðila til að staðfesta ábyrgar fiskveiðar Íslendinga. Vottunaraðili mun vinna eftir kröfulýsingu, sem byggist á leið- beiningum FAO, Matvæla- og land- búnaðarstofnunar Sameinuðu þjóð- anna, um verklag við vottun og merkingar afurða úr sjálfbærum fiskistofnum. Framkvæmd verkefnisins er í höndum Fiskifélags Íslands. Íslenskt merki fyrir ábyrgar fiskveiðar Í HNOTSKURN »Íslenskt merki um ábyrgarfiskveiðar Íslendinga var kynnt á Íslensku sjávarútvegs- sýningunni um helgina. » Merkið er markaðstækifyrir framleiðendur sjáv- arafurða og viðbrögð við kröf- um markaða um að sjávaraf- urðir komi úr fiskistofnum, sem nýttir eru á ábyrgan hátt LÖGREGLAN leitar nú tveggja manna sem eru grunaðir um rán og líkamsárás á Laugavegi aðfaranótt sunnudags. Sömu nótt rændu tveir menn tösku af konu á Hverfisgötu. Þeir sem búa yfir upplýsingum um mennina á myndinni eru beðnir að hafa samband við lögregluna í síma 444-1100. Ljósmynd/Lögreglan Leit Lýst er eftir þessum mönnum. Tveggja manna leitað

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.