Morgunblaðið - 07.10.2008, Blaðsíða 18
Eftir Kristínu Heiðu Kristinsdóttur
khk@mbl.is
Ég hef unnið við sirkusfrá því ég var ungling-ur, þetta er ástríðan ílífi mínu. Ég hef ferðast
um allan heim með sirkusatriðin
mín og sýnt þau í tvö hundruð
löndum,“ segir Lee Nelson sem
fyrir tveimur árum stofnaði Ís-
lenska sirkusskólann sem er að-
allega hugsaður fyrir börn, en
hann er líka með sterkan hóp full-
orðinna sem æfir í sirkushópnum
hans.
Lee hefur búið hér á landi und-
anfarin fjögur ár og er giftur ís-
lenskri konu. Hann hefur látið af
heimshornaflakkinu og er sestur
að á Fróni. Hann er fæddur í
Ástralíu en ólst einnig upp á
Nýja-Sjálandi og í Suður-Afríku.
„Ég kem ekki úr sirkusfjöl-
skyldu en ég lít að sumu leyti á
sirkusinn sem mína fjölskyldu.“
Sérgrein hans eru fimleikar (ac-
robatic) og hann segir að vissu-
lega hjálpi til að vera líkamlega
sterkur ef maður ætlar að vinna í
sirkus. „En sirkusheimurinn er
stór og fjölbreyttur, til dæmis
þarf skeggjaða konan ekki að vera
líkamlega sterk til að koma fram í
sirkus. Það er pláss fyrir alls-
konar fólk í sirkus.“
Örlögin leiddu þá saman
Vinur Lees og samlandi, Nick
Candy, starfar með honum í
Sirkusskólanum, en engu er líkara
en örlögin hafi ætlað þeim tveimur
að starfa saman. „Ótrúlegt en satt
kynntumst við ekki fyrr en við
hittumst hér á Íslandi, af öllum
stöðum í heiminum. Og það er
ekki nóg með að hann sé frá Ástr-
alíu eins og ég, hann er líka frá
sama bæ og er með reynslu í sirk-
uslistum.“ Nick er leikaramennt-
aður en með mikla reynslu í sirk-
usleikni og hefur unnið í Japan á
því sviði. Hann er ekki sestur að á
Morgunblaðið/Brynjar Gauti
Harðir hausar Hér styður Lee við Nick vin sinn þar sem hann stendur á
höndum á þeim Bjarna og Daníel, en þeir tilheyra sirkushópnum.
Sirkus Íslands
Lee Nelson vinnur hörðum höndum að því að láta draum sinn um ís-
lenskan sirkus rætast. Hann þjálfar sirkushópinn sinn fjórum sinnum í
viku og þá er heldur betur tekið á því.
„Ég hef ferðast um allan
heim með sirkusatriðin
mín og sýnt þau í tvö
hundruð löndum.“
Fljúgandi Alda Brynja Birgisdóttir, eiginkona Lees, er greinilega í góðri þjálfun í sirkuskúnstum enda er hún hluti af hópnum.
|þriðjudagur|7. 10. 2008| mbl.is
daglegtlíf
Eftir Kristínu Heiðu Kristinsdóttur
khk@mbl.is
Ýmis eiturefni voru meðal þesssem fannst í þvagi og blóðibandarískra unglings-
stúlkna í nýlegri rannsókn banda-
rísku umhverfisverndarsamtakanna
Environmental Working Group
(EWG). Í rannsókninni, sem var
gerð á stúlkum á aldrinum 14-19
ára, var leitað að rúmlega tuttugu
efnum sem algengt er að finnist í
snyrtivörum, hvort sem það eru lík-
amskrem eða förðunarvörur. Tals-
vert af snyrtivörum er flutt inn til
Íslands frá Bandaríkjunum, að sögn
sérfræðings hjá Umhverfisstofnun.
Stúlkurnar sem tóku þátt í rann-
sókninni notuðu 17 mismunandi
snyrtivörur daglega sem innihalda
samtals 174 tilbúin efni.
Í ljós kom að 10-15 efni fundust í
þvagi og/eða blóði hverrar stúlku
og voru þar á meðal þalöt, paraben-
ar, moskussambönd og triclosan.
Sum þeirra efna sem fundust í stúlk-
unum geta truflað hormóna-
starfsemi og veldur þessi niðurstaða
því áhyggjum, því á unglingsaldri
taka stúlkurnar út sinn kynþroska
sem stjórnast af hormónum.
Bandaríkjamenn eftir á
Níels Br. Jónsson sérfræðingur
hjá Umhverfisstofnun segir að hér á
landi gildi sömu reglur og í Evrópu-
bandalaginu, um efni í snyrtivörum.
„Til Íslands er flutt inn mikið af
amerískum snyrtivörum og það hef-
ur ekki verið amast við þeim hingað
til, þó vissulega sé ekki víst að þær
snyrtivörur uppfylli allar kröfur
Evrópubandalagsins. Bandaríkja-
menn hafa verið þó nokkuð á eftir í
þessum málum en aftur á móti hafa
Norðurlandaþjóðirnar dregið vagn-
inn og þar hefur umræðan oft farið
af stað, eins og til dæmis umræðan
um rotvarnarefni sem kallast para-
benar en meðal þeirra er efni sem
hefur verið grunað um að vera
krabbameinsvaldur. Danir hafa
meira að segja farið út í það að setja
sérstakar danskar reglur um eitur-
efni í snyrtivörum.“
Níels segir snyrtivörureglugerð-
ina mikla og flókna og að 400-500
efni séu alveg bönnuð í snyrtivör-
um.
„Önnur efni eru bönnuð yfir vissu
magni og sum litarefni og rotvarn-
arefni má nota en önnur ekki. En
það er skylt að telja upp öll inni-
haldsefni á umbúðum, það er mjög
strangt.“
Níels segir snyrtivörureglugerð-
ina vera í stöðugri endurskoðun og
að undanfarið hafi reglur til dæmis
verið hertar mikið í tengslum við
hárlitunarefni. Nú sé verið að reyna
að eyða út öllum hættulegum efnum
sem þar hafa verið.
„Það sem helst ber að forðast eru
viss rotvarnarefni, eins og til dæmis
triclosan sem er leyfilegt en því
miður mikið ofnotað í snyrtivörum.
Við þurfum ávallt að hafa í huga að
með því að nota rotvarnarefni rækt-
um við fram þolnar bakteríur. Fólk
ætti ekki að nota neina sótt-
hreinsun, nema þegar vandamál er
fyrir hendi og þá aðeins tímabund-
ið.“
Reuters
Vera vakandi Þegar keyptar eru snyrtivörur er gott að lesa innihaldslýs-
inguna. Vörurnar á myndinni eru ekki tengdar efni fréttarinnar.
Mælast með eiturefni
úr snyrtivörum