Morgunblaðið - 07.10.2008, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 07.10.2008, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 7. OKTÓBER 2008 5 Eftir Jón Pétur Jónsson jonpetur@mbl.is „ÞAR sem við þurfum að fara inn í lánastofnanir og yfirtaka lán – nú vit- um við ekkert hvaða lánastofnanir það verða sem lenda í gjaldþroti – þá tökum við bæði yfir innlendu og er- lendu lánin,“ segir Jóhanna Sigurð- ardóttir félagsmálaráðherra spurð út í stöðu og hlutverk Íbúðalánasjóðs í þeim aðgerðum ríkisstjórnarinnar, sem ætlað er að taka á þeim alvarlega efnahagsvanda sem þjóðin stendur nú frammi fyrir. „Síðan förum við yfir þetta og sjáum hvernig við getum bjargað þeim heimilum sem verst standa í því efni,“ segir Jóhanna og bætir við að það eigi eftir að skoða það á hvaða verði umrædd lán verði yfirtekin frá bönkunum. Ekkert liggi fyrir um slíkt á þessari stundu. Fólk fái aðstoð „Við þurfum örugglega að fara út í víðtækari heimildir en Íbúðalánasjóð- ur hefur nú, til að hjálpa fólki sem er í miklum greiðsluerfiðleikum. Við er- um að tala um greiðsluaðlögun, sem hjálpar fólki sem ekkert blasir við annað en gjaldþrot,“ segir Jóhanna og bætir við að þetta sé nauðsynleg aðgerð sem ætlað sé að „koma í veg fyrir að það verði gengið að heim- ilunum út af þeirri stöðu sem bank- arnir og lánastofnanir eru komnar í.“ Í lagafrumvarpinu eða neyðarlög- unum, sem Geir H. Haarde forsætis- ráðherra mælti fyrir í gær, um heim- ild til fjárveitingar úr ríkissjóði vegna sérstakra aðstæðna á fjármálamark- aði, kemur fram að gert sé ráð fyrir því að heimildir Íbúðalánasjóðs, sam- kvæmt lögum um húsnæðismál, verði rýmkaðar þannig að honum verði heimilt að kaupa skuldabréf í fjár- málafyrirtækjum sem teljast til hefð- bundinna íbúðalána. Slík ráðstöfun geti verið þáttur í nauðsynlegum að- gerðum við endurskipulagningu rekstrar fjármálafyrirtækja og sé til þess fallin að liðka fyrir fjármögnun. Jóhanna bendir á að aðgerðaáætl- un ríkisstjórnarinnar sé á frumstigi. „Þetta er ekkert sem mun koma í gagnið á morgun. Það tekur auðvitað tíma að undirbúa slíkt,“ segir ráð- herra. Uppbyggingarstarfið hafið Aðspurð segist Jóhanna vona að það erfiða ástand sem Íslendingar eru nú að ganga í gegnum verði ekki langvinnt. „Við munum auðvitað vinna eins hratt og við getum. En við erum á miklum óvissutímum,“ segir hún og bætir við að í hennar huga sé nú mikilvægast að vel sé haldið utan um heimilin í landinu og að fólki sé veitt öll sú aðstoð sem það þurfi nú á að halda. „Uppbyggingarstarfið er hafið og nú er leiðin bara upp á við,“ segir Jó- hanna Sigurðardóttir að lokum. Sjóðurinn taki bæði yfir innlendu og erlendu lánin Heimildir Íbúða- lánasjóðs verða rýmkaðar skv. neyðarlögum Morgunblaðið/Valdís Thor Björgunaraðgerðir „Við þurfum örugglega að fara út í víðtækari heimildir en Íbúðalánasjóður hefur nú, til að hjálpa fólki sem er í miklum greiðsluerfiðleikum,“ segir Jóhanna Sigurðardóttir félagsmálaráðherra. Jóhanna Sigurðardóttir félags- málaráðherra segir aðgerðir stjórnvalda fyrst og fremst miða að því að vernda heimilin í landinu og koma þeim í skjól. Hún segir að þegar sé hafið í fé- lagsmálaráðuneytinu að koma á laggirnar þjónustuveri þar sem fólk geti leitað upplýsinga og fengið ráðgjöf. „Það eru margvíslegir erfið- leikar sem munu steðja að fólki sem við þurfum að taka á, og þá er mikilvægt að að hafa svona eitt þjónustuver fyrir fólkið sem þarf að leita upplýsinga o.s.frv.“ Þá sé verið að skoða að undir ráðuneytið heyri sérstök vinnu- málastofnun, sem muni mæða mikið á fjölgi uppsögnum. Ráðgjöf á einum stað FRÉTTASKÝRING Eftir Elvu Björk Sverrisdóttur elva@mbl.is ERFIÐLEIKAR í efnahagsmálum þjóðarinnar koma með ýmsum hætti niður á almenningi, t.d. þeim sem skulda fé vegna íbúðalána. Í gær rof- aði til með samþykkt frumvarps ríkisstjórnarinnar vegna aðstæðna á fjármálamarkaði. Í því felst m.a. að Íbúðalánasjóði verði heimilt að taka yfir íbúðalán bankanna. Hallur Magnússon, ráðgjafi, segir þetta eiga að tryggja íbúðaeigendur sem tekið hafa lán hjá bönkunum fyrir því að vextir hækki óhóflega. Íbúðalána- sjóður hafi bolmagn til þess að að- stoða lántakendur í kröggum, en í ljósi stöðu bankanna sé ljóst að þeir „geta ekki komið til móts við almenn- ing með greiðsluerfiðleikaaðstoð á sama hátt og ÍLS hefur getað gert, með frystingu lána, lánalengingu og greiðsluerfiðleikalánum.“ Þrátt fyrir tíðindi gærdagsins er ljóst að íbúðareigendur, sem tekið hafa lán undanfarin ár, ýmist verð- tryggð eða óverðtryggð myntkörfu- lán, hafa horft upp á mikla hækkun afborgana og höfuðstóls á lánunum. Að sögn Hans Hjartarsonar, sér- fræðings hjá Frjálsa fjárfestingar- bankanum, hefur stór hluti við- skiptavina bankans, sem tekið hafa myntkörfulán til að fjármagna hús- næði, óskað eftir því við bankann undanfarið að fá að greiða aðeins vexti af láninu um eins árs skeið, en hreyfa ekki við höfuðstól. Með því að fresta því að greiða af höfuðstól von- ast skuldarar til þess að gengi krón- unnar gangi til baka og höfuðstóll lánanna lækki þá að nýju. Hans segir að eftir árið verði að koma í ljós hvort bankinn bjóði áfram upp á slík- an möguleika, en margt geti breyst á þessum tíma. Verðtryggð lán hafa líka hækkað mikið undanfarið. Ólíkt óverð- tryggðu lánunum lækkar höfuðstóll þessara lána ekki að nýju, komi gengið til baka, en engar aðgerðir hafa verið boðaðar vegna verðtrygg- ingarinnar. Fólk, sem er með verðtryggð lán hjá Íbúðalánasjóði og fær greiðslu- frest af láninu um tiltekinn tíma vegna greiðsluerfiðleika, greiðir ekk- ert af láninu meðan fresturinn varir. „Vextir og verðbætur á þessa vexti leggjast á höfuðstól lánsins og deilist á þann lánstíma sem eftir er af því,“ segir Gylfi Guðmundsson, sem sér um greiðsluerfiðleikamál hjá sjóðn- um. Fólk sem óski eftir því að fá greiðslufrest hjá ÍLS fari fyrst í sinn viðskiptabanka og sæki um frestinn í gegnum hann. Stefán Úlfarsson, hagfræðingur hjá Alþýðusambandinu, segir ljóst að staðan núna sé verst hjá fólki sem tekið hafi myntkörfulán, sem og fólki sem komið hafi nýtt inn á húsnæðis- markaðinn frá árinu 2006. Verði gengið áfram jafn veikt og það er nú sé hætta á enn meiri verðbólgu en núna. Þá hækki höfuðstóll lána enn frekar. Varðandi mögulegt afnám verðtryggingar bendir Stefán á að það mál eigi sér sér lagalegar hliðar sem óvíst sé hvort séu færar, enda hafi verðtryggð lán verið veitt gegn ákveðnum skilyrðum.                              !  "# # "$   %&! '#( (') *+ # "     %&! ))( *( " ** ) !!  ! ,, -     . !/     ! 0 ! 12* . !/     ! 0 ! 12* * " **'#   "*" "         ##$ #  " !   Skuldarar í greiðsluvanda ÍBÚÐALÁN BANKANNA Í LOK ÁGÚST 581 MILLJARÐAR ÍBÚÐALÁNASJÓÐUR Í LOK ÁGÚST 643 MILLJARÐAR Eftir Ágúst Inga Jónsson aij@mbl.is „ÞAÐ er alveg ljóst að það er gríðarlega stórt verkefni sem Íbúðalánasjóður stendur frammi fyrir,“ sagði Guðmundur Bjarnason, for- stjóri sjóðsins, í samtali við Morgunblaðið í gærkvöldi. Samkvæmt lögum um aðgerðir á fjármálamarkaði mun Íbúðalánasjóður hlaupa undir bagga og endurfjármagna lán þeirra banka sem kunni að lenda í erfiðleikum. „Hvort það verður í verkahring sjóðsins að taka yfir öll íbúðalán bankakerfisins vitum við ekki meðan við vitum ekki hvaða bankastofnanir lifa þessar hremm- ingar af og hverjir verða fullfærir um að sjá um sig sjálfir,“ sagði Guðmundur Bjarnason. Lán Íbúðalánasjóðs nema rúm- lega 600 milljörðum króna og af íbúðalánum bankakerfisins eru á annað hundrað milljarðar í er- lendri mynt. Íbúðalánasjóður hef- ur ekki lánað í erlendri mynt, en Guðmundur taldi líklegt að þessi lán yrðu tekin yfir í þeirri mynt og á þeim kjörum sem þau voru veitt. Óljóst hvort bætt verður við starfsfólki „Við erum rétt að byrja að búa okkur undir þetta verkefni og það er of snemmt að segja til um hvort við bætum við okkur starfsfólki,“ sagði Guðmundur. Ég reikna með að álagið á sjóðinn fyrstu dagana verði einkum í formi fyrirspurna og upplýsinga um stöðu lána og möguleika fólks. Það verður hins vegar að koma í ljós næstu daga hvernig við mætum þessu verk- efni,“ sagði Guðmundur. Erlend lán líklega á óbreyttum kjörum Verkefnið er gríðarlega stórt Guðmundur Bjarnason „ÞETTA er allt of stór biti til þess að kyngja,“ segir ung kona sem í fyrra tók 20 milljóna myntkörfulán til 25 ára ásamt manni sínum hjá Frjálsa fjárfestingarbankanum, til þess að fjármagna húsbyggingu parsins. Þau hafa horft upp á mikla hækkun greiðslubyrðarinnar, sem á ári hefur aukist um 74 þúsund á mánuði, úr um 150 þúsund krónum í um 224 þúsund á mánuði. Þegar þau tóku lánið gerðu þau ráð fyrir að sveiflur gætu orðið á greiðslu- byrðinni. „En ekki svona miklar,“ segir hún. Unga parið sótti í síðustu viku um að fá aðeins að greiða vexti af láninu næsta árið. Þetta hafi verið neyðarúrræði enda ráði fjölskyldan ekki við að greiða svona háar af- borganir af láninu. „Ég hef aldrei fundið svona til- finningu áður. Ég er farin að hafa áhyggjur af því fyrir hver mánaða- mót hvernig ég eigi að geta borgað reikningana. En núna hugsa ég til þess að næstu mánaðamót verði töluvert léttari og við þurfum ekki að kvíða jafnmikið fyrir þeim og þeim síðustu. Við erum ekki með lág laun, en þurfum að geta borgað af lánunum og átt fyrir öllu öðru.“ Of stór biti að kyngja

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.