Morgunblaðið - 07.10.2008, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 07.10.2008, Blaðsíða 8
8 ÞRIÐJUDAGUR 7. OKTÓBER 2008 MORGUNBLAÐIÐ Neyðarlög á Íslandi FRÉTTASKÝRING Eftir Agnesi Bragadóttur agnes@mbl.is E ins og gefur að skilja, var gífurlegur órói í öllu fjármálakerfi Ís- lands í gærmorgun og töldu viðmælendur að óhjákvæmilegt hefði verið, vegna óvissu og hugsanlega ójafnrar að- stöðu hlutabréfaeigenda íslenskra fjármálastofnana, að loka fyrir við- skipti með bréf þeirra í Kauphöll Ís- lands. Snemma í gærmorgun fengust upplýsingar um að helstu hluthafar og stjórnendur Glitnis höfðu fengið sína fyrstu vitneskju um tillögu Landsbanka Íslands og Kaupþings, um að farin yrði svonefnd Wash- ington Mutual-leið, með Glitni, af lestri forsíðu Morgunblaðsins í gær. Forsvarsmenn Glitnis og helstu eigendur voru mjög ósáttir við þessar hugmyndir og lögðu ríka áherslu á það í samtölum við blaðamann að þeir litu þannig á að samningur væri í fullu gildi á milli ríkisins og stjórnar Glitn- is, í þá veru að ríkið eignist 75% í Glitni, gegn 600 milljónir evra hluta- fjárframlagi. Telja samning í gildi Sömu heimildir herma að þeir Lár- us Welding, forstjóri Glitnis, Þor- steinn Már Baldvinsson, stjórnar- formaður Glitnis, og Óskar Magnús- son lögfræðingur hafi fundað með þeim Árna Mathiesen fjármálaráð- herra og Össuri Skarphéðinssyni iðn- aðaráðherra og staðgengli Ingibjarg- ar Sólrúnar Gísladóttur, í Ráðherra- bústaðnum í fyrrakvöld. Í beinu framhaldi af þeim fundi hafi þeir fundað með Tryggva Þór Herberts- syni, efnahagsráðgjafa forsætisráð- herra. Hermt er að á þeim fundi hafi ekki verið minnst á hugmyndir Kaupþings og Landsbanka um að bankarnir kæmu að því að kaupa ákveðna starf- semi Glitnis hér innanlands, en starf- semi Glitnis í útlöndum væri seld og annarri starfsemi erlendis hætt. Hvorki ráðherrarnir né efnahags- ráðgjafinn hafi minnst einu orði á slík- ar hugmyndir, heldur þvert á móti fullvissað fulltrúa Glitnis um að samn- ingur bankans við stjórnvöld yrði í heiðri hafður. Glitnismenn vísa m.a. til minn- isblaðs sem Seðlabanki Íslands hafi sent til um 200 erlendra lánardrottna Glitnis sem undirritað sé af þeim Davíð Oddssyni og Eiríki Guðnasyni seðlabankastjórum og Lárusi Weld- ing, forstjóra Glitnis fyrir hönd Glitn- is, þann 29. september sl.sem sýni svart á hvítu að um undirritaðan samning milli aðila hafi verið að ræða (sjá þýðingu minnisblaðs á íslensku hér á síðunni). Er forsendubrestur fyrir hendi? Forsvarsmenn Glitnis segjast hafa upplýsingar um að menn á vegum Seðlabankans hafi leitað logandi ljósi að ástæðum sem myndu duga til þess að rifta samningnum en slíkt nefnist á lagamáli forsendubrestur. Úr Kaupþingi og Landsbanka fengust þær upplýsingar í gær að þar innandyra telja menn að Seðlabank- inn hafi haft ríka ástæðu til þess að rifta samningnum milli ríkisins og Glitnis, einfaldlega vegna þess að komið hafi á daginn að staða eigin fjár Glitnis sé allt önnur og verri en bank- inn hafi upplýst Seðlabankann um fyrir rúmri viku og sömuleiðis hafi lausafjárstaða Glitnis versnað svo um munar frá því að glitnismenn greindu Seðlabanka frá því hver hún væri. Því hafi tvímælalaust myndast forsendu- brestur. Erlendar skuldir Glitnis Benda Kaupþings- og Landsbankamenn á að þegar efna- hagsreikningur Glitnis sé skoðaður komi á daginn að rúmlega 2.000 millj- arðar króna séu í erlendum skuld- bindingum. Það hafi verið glórulaus vitleysa að skuldbinda íslensku þjóð- ina til þess að taka á sig þær skuld- bindingar. Vitið meira hefði verið að þeirra mati að skipta innlendri starfsemi Glitnis á milli Landsbanka og Kaup- þings, en láta erlendar skuldbind- ingar einfaldlega falla. Þessi viðhorf reifuðu þeir í Landsbanka og Kaup- þingi í samtölum við blaðamann Morgunblaðsins, áður en forsætisráð- herra mælti fyrir frumvarpi sem veit- ir fjármálaráðherra víðtækar heim- ildir fyrir hönd ríkisins til að leggja fram fjármagn til að stofna nýtt fjár- málafyrirtæki eða yfirtaka fjármála- fyrirtæki í heild eða að hluta á Alþingi síðdegis í gær. Íslenskt lánstraust horfið Sitt sýnist hverjum í þessum efnum því að aðrir viðmælendur eru þeirrar skoðunar að með gjaldfellingu yfir 2.000 milljarða króna, sem enginn hyggist standa í skilum með greiðslur af, verði lánstraust Íslands til fram- tíðar stórskaddað. Raunar sögðu viðmælendur í gær- kvöldi að eftir að neyðarfrumvarp for- sætisráðherra er orðið að lögum, verði nú ekki úr háum söðli að detta fyrir íslenskt lánstraust á alþjóðleg- um mörkuðum. Það sem eimi eftir af því muni einfaldlega rjúka út um gluggann við fyrstu aðgerð Fjármála- eftirlitsins, þegar farið verði inn í inn- lendan banka, stofnað nýtt félag um innlendan rekstur hans og þar með skilið á milli innlendrar og erlendrar starfsemi, á þann veg að allt sem lýtur að almenningi, sparifjáreigendum og íbúðalánaskuldurum verði tryggt, en erlenda starfsemin verði látin afskipt. Blaðamanni er sagt að slík aðgerð þýði á íslensku: „Við ætlum einfald- lega að sleppa því að borga erlendar skuldir banka og fjármálafyrirtækja. Það kemur í hlut bankanna sjálfra, erlendrar starfsemi þeirra og útrás- arvíkinganna að finna flöt á því hvort einhver greiðslugeta á þeim þúsund- um milljarða króna í erlendum skuld- um er fyrir hendi.“ Telja forsendur brostnar fyrir kaupunum á Glitni infjárstöðu bankans og auka fjár- hagslegan styrk og burði Glitnis. Glitnir banki hf. hefur hagrætt í rekstri sínum og dregið úr kostn- aði með góðum árangri á þessu ári. Þess er vænst að hlutafjáraukn- ingin stýri Glitni gegnum umrótið sem skekur nú fjármálamarkaði. Hér fer á eftir í íslenskri þýðingu minnisblað sem Seðlabanki Íslands sendi lánardrottnum Glitnis hinn 29. september sl. en blaðið er undirritað af þeim Davíð Oddssyni og Eiríki Guðnasyni seðlabanka- stjórum og Lárusi Welding, for- stjóra Glitnis: „Íslenska ríkið eignast 75% hlut í Glitni. Umtalsverð aukning á eigin fé og greiðsluhæfi. Íslenska ríkið greiðir 600 millj- ónir evra fyrir 75% hlut í Glitni banka hf. Ný almenn hlutabréf verða gefin út. Viðskiptavinir, lánardrottnar og starfsmenn verða ekki fyrir áhrif- um. Aðgerðin eykur eigið fé og greiðsluhæfi Glitnis. Ríkisstjórn Íslands hefur, í kjöl- far viðræðna við stjórn bankans, lagt til kaup á 75% hlut í Glitni banka hf. Eftir ófyrirséð útstreymi lausa- fjár frá bankanum undanfarna daga átti bankinn frumkvæði að viðræðum við Seðlabankann til að kanna mögulegar lausnir á ástand- inu sem blasti við bankanum. Eftir mat á ýmsum leiðum urðu aðilar sammála um að til að styrkja áframhaldandi rekstur bankans með hagsmuni lánardrottna hans, viðskiptavina og starfsmanna í huga, væri áhrifaríkasta leiðin að íslenska ríkið yrði hluthafi. Niður- staða viðræðnanna leiddi til þess að ríkisstjórnin, með milligöngu Seðlabankans, bauðst til að veita Glitni hlutafé sem jafngilti 600 milljónum evra (u.þ.b. 84 milljarðar íslenskra króna) og eignast 75% hlut í Glitni. Stjórn Glitnis sam- þykkti að boða til hluthafafundar strax í næstu viku þar sem tillagan yrði afgreidd formlega. Þessi ráðstöfun mun styrkja eig- Reykjavík, Íslandi 29. september 2008 Seðlabanki Íslands Davíð Oddsson (sign) Eiríkur Guðnason (sign) Glitnir banki hf. Lárus Welding (sign)“ Minnisblað Seðlabanka og Glitnis Eftir Agnesi Bragadóttur agnes@mbl.is JÓN Ásgeir Jóhannesson, stjórnarformaður Baugs, er ekki sannfærður um að sú leið sem far- in var í gær á Alþingi, þegar lög um að fjármála- ráðherra fyrir hönd ríkisins fái heimild til að leggja fram fjármagn til að stofna nýtt fjármála- fyrirtæki eða yfirtaka fjármálafyrirtæki í heild eða að hluta við sérstakar aðstæður, þ.e. sérstaka fjárhags- og/eða rekstrarerfiðleika, hafi endilega verið rétta leiðin. Baugur er eins og kunnugt er stærsti hluthaf- inn í Stoðum (FL) sem var stærsti hluthafinn í Glitni, þar til Seðlabankinn ákvað að ríkissjóður eignaðist 75% hlut í bankanum, með því að leggja bankanum til 600 milljónir evra. „Vissulega var staðan mjög þröng, eftir hina vitlausu ákvörðun sem tekin var af Seðlabankanum síð- asta mánudag. Þetta eru því neyðarviðbrögð við þeirri vit- lausu ákvörðun,“ sagði Jón Ásgeir í samtali við Morgun- blaðið í gærkvöld. Aðspurður hvaða afleið- ingar hann teldi að þessi lagasetning kæmi til með að hafa fyrir Íslendinga sagði Jón Ásgeir: „Ég óttast að við séum að brenna allar brýr að baki okkur í sam- skiptum við erlenda lánardrottna, en ég vona svo sannarlega, að svo sé ekki.“ Jón Ásgeir var spurður hvaða áhrif hann teldi að lagasetningin kæmi til með að hafa á rekstur Baugs og tengdra fyrirtækja: „Við erum auðvitað með stóran hluta af starfsemi okkar erlendis, í Bretlandi og víðar, og þar vona ég að áhrifin verði ekki svo mikil. En ef þúsundir Íslendinga hér heima eru að missa vinnuna, þá mun það að sjálfsögðu hafa mikil áhrif á rekstur okkar hér á Íslandi. Ég held að öll fyrirtæki sem eru í viðskiptum við ein- staklinga, eru að selja þeim vöru og þjónustu, munu koma til með að finna fyrir þrenginum, því fólk dregur úr einkaneyslu, þegar svona hlutir gerast. Á móti kemur að vísu að fólk mun fara minna í innkaupaferðir til útlanda, því það verður bara of dýrt, a.m.k. eins og gengi krónunnar er nú háttað.“ Jón Ásgeir sagði að brýnt væri að taka nú þeg- ar ákvörðun um vaxtalækkun og hana myndar- lega. „Seðlabankinn ætti að gera það að sínu fyrsta verki, strax við opnun á morgun,“ sagði hann. Jón Ásgeir kvaðst jafnframt óttast að hér yrði álagið á gjaldeyrisforða landsmanna mjög mikið, ef sú yrði raunin, sem margt benti því miður til, að birgjar hættu að lána vöruna til innflytjenda og veita greiðslufrest vegna óróans á Íslandi. Lánstraust Íslendinga í hættu  Jón Ásgeir Jóhannesson, stjórnarformaður Baugs Group, segir lögin neyðarviðbrögð við vitlausri ákvörðun Seðlabankans  Segir brýnt að ákvörðun verði tekin um vaxtalækkun og hana myndarlega Í HNOTSKURN »Ef þúsundir Íslendinga eru að missavinnuna, þá mun það hafa mikil áhrif á rekstur okkar. »Álagið á gjaldeyrisforða lands-manna verður mjög mikið ef birgjar hætta að lána vöruna til smásala og veita greiðslufrest.Jón Ásgeir Jóhannesson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.